Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.1935, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.1935, Blaðsíða 4
116 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „Laura“ strandar. 25 ára minning. Eftír Ludvig C. Magnússon, endurskoðanda. Niðurlag. Leitað bæja. Umhverfis vörina, sem við höfð- um lent í, voru háir bakkar, og hjengu nú +< rir snjósk; Uar fram- an í þeim. Var ekki auðhlaupið að því, að komast upp úr vörinni. Loks komust þó allir upp á bakk- ann, hver með annars aðstoð, en erfiðleikum var það bundið að koma upp fyrir skaflinn sumum þeim, er lasburða voru og hel- kaldir, eftir setuna í björgunar- bátnum. Er upp á bakkann kom, var okkur öllum boðið lieim að Hóla- nesi, og tók húsfreyjan þar, frú Steinunn, kona C. Berndsens kaupma'iii-. á móti okknr ou færði inn í hlýja stofu. Held jeg, að allir hafi þá orðið ylnum fegn- ir, bæði þeim yl, er arineldurinn breiddi út um stofuna, og eigi síður hinum, er emkendi allar móttökur húsfreyjunnar. Hrestust nú flestir furðu fljótt og vel, og er undir borðum var setið, rifjuðust upp ýms atvik frá því, er óvænlegast horfði. Þóttu sum þeirra ærið spaugileg, eins og lítillega sjest af því, sem áður er ritað. En nú bar nýjan vanda að hönd- um. Kaupmaðurinn, sem um dag- inn hafði verið að heiman, kom nú heim, og hafði tekið að sjer að hýsa yfirménnina af skipinu. Var því ekki um annað að gera fyrir okkur, er fyrir vorum, en að leita náttstaðar annars staðar. Kunnugir menn voru fengnir til þess að telja upp alla bæi þar í nágrenninu og húsráðendur, ef ske kynni, að við skipbrotsmenn þektum einhverja þeirra. Jafn- framt var gerð áætlun um það, hvað marga myndi vera hægt að hýsa á þeim bæjum, er líklegastir þóttu að bera niður á. Því næst var farið út í hríðina og nátt- myrkrið, og hjelt liver, eftir til- vísun, til þess bæjar, er ham. skyldi leita griðastaðar á. Móðir mín og við systkitiin hjeldum heim að bæ þeim, 'er Lækur heitir, og er liann sem næst miðja vega milli Hólaness og Höfðakaupstaðar. Gangurinn sóttist mjög seint, því að ófærð var mikil, og lýjandi að kafa snjóinn. Náðum við bæn- um, og gerðum boð eftir hús.ráð- endum, Birni Björnssyni og Ingi björgu Hannesdóttur. Komu þau óðara fram í bæjardyrnar, og könnuðust þær þá strax hvor við aðra, Ingibjörg og móðir mín, höfðu áður kynst lítilsháttar á Sauðárkróki. Og nú varð biðiu á lilaðinu ekki löng. Húsráðendur kváðu velkomið, að við værum þar, og nytum þess, er þau gætu veitt okkur. Bjugg- um við hjá þeim þá daga, er við vorum á Skagaströnd, og voru þau mjög samtaka um að gera dvölina þar sem ánægjulegasta fyrir okkur, og marga aðra skip- brotsmenn, er komu sjer til á- nægju á heimili þeirra, meðan beðið var eftir skipsferð. Hinir aðrir skipbrotsmenn náðu Og líka allir bæjum, og var víð- ast vel tekið. Skipverjum, öðr- um en yfirmönnum, var komið fyrir í barnaskólahúsinu, ásamt nokkrum farþegum. Björgunarskipið ,,Geir“ kemur á strandstaðinn. Þegar eftir að skipbrotsmenn höfðu náð landi, var hraðboði send ur til Blönduóss, með símskeyti til björgunarskipsins „Geir“, um að koma norður, en hann lá þá á Rvíkurhöfn. Brá Geir strax við og lagði af stað frá Reykjavík um kvöldið, og kom að strandinu á föstudagsnótt. Var þá „Laura“ enn óbrotin, enda hafði veður verið sæmilegt daginn áður, og þá unnið lítilshóttar að því að flytja á land farangur farþega og skipverja. Hóf nú „Geir“ undirbúning að því að ná „Laura“ á flot, og voru þó taldar miklar líkur á því, að það myndi takast. Var unnið allan föstudaginn við að ljetta skipið, og vörur úr því fluttar ó land, en þó einkum yfir í björgunar- skipið. En enginn fær umflúið sinn skapadóm. Á laugardagsnótt spiltist veður með vestan stormi og brimgangi miklum. Þá nótt kastaðist „Laura“ af skerinu, er hún hafði strandað á, og rak vestanstormurinn liana nær landi og braut botn hennar, svo að sjór fjell inn. En björg- unarskipið leitaði sjer skjóls vestur undir Vatnsnesi. Mátti nú sjá, að það gat brugð- ist til beggja vona, hvort hægt yrði að bjarga „Laura“. Samt hjelt „Geir“ áfram björg- unartilraunum sínum, og jafn- framt var unnið að því að ná vör- um á land, en þær voru miklar í „Laura“ til kaupstaðanna við Húnaflóa og á Vestfjörðum. — Vörurnar, sem björguðust, voru yfirleitt taldar lítilsvirði, sökum skemda. óveður voru altaf mikil á köflum, og var því aðstaðan við björgunina hin versta. Fimtudaginn 24. mars, gafst „Geir“ loks upp við að ná „Laura“ út,og hafði hann þá verið að reyna að bjarga henni í sex daga. Var hún þá líka svo mikið brotin, að vonlaust var, að hún næðist á flot. iÆfilok „Laura“ urðu því þau, að hún liðaðist sundur á strand- staðnum. Og er minst var á örlög henn- ar, rifjuðust upp fyrir mörgum æfilok annars skips, póstskipsins „Phönix“. „Laura“ var sem sje smíðuð til þess að taka við póst- ferðum hjer við land, þegar „Phönix“ fórst, eftir mikla hrakn- inga, í nær óstæðu ofviðri með feikna frosthörku, hinn 31. jan-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.