Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.1935, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.1935, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 117 Skólaskipið Danmark, sem Danir bygðu í staðinn fyrir ,,Köbenhavn“, hefir verið á siglingu um suðurhöf síðan í ágúst í fyrnasumar, með um 60 sjómannsefni, og er nú ný- komið til Kaupmannahafnar úr þeirri för. úar 1880, á skerjaflúðum suður og fram undan Syðra-Skógarnesi í Miklaholtshreppi. Átti liún líka að bera beinin í brimgarðinum við strendur landsins, eins og skipið, sem hún kom í stað fyrir. „Laura“ var að stærð 1049 brúttó smálestir, og var smíði hennar lokið liaustið 1882, Var hún smíðuð með íslandsferðir fyr- ir augum, og því vel til henuar vandað. Hóf hún ferðir wínar h'ng- að til lands 1883, og var jaíuan síðan í Islandsferðum, þar til er liún strandaði 1910, eins og fyr var sagt. Sjópróf voru haldin þessa dag- ana á Skagaströnd út a! strand- inu; hjelt þau sýslumaður Hún- vetninga, G’*sii ísleifsson ew eigi hefir mjer gefist kostur á að kynna mjer, hvað þar hefir veiið upplýst um orsakirnar að strandi „Laura“ Skagaströnd kvödd. Þegar „Geir“ hætti björgunar- tilraunum sínum, eins og fyr seg- ir, færði hann sig af strandstaðn- um og inn á Höfðakaupstaðar- höfn. Var það nokkru eftir miðj- an dag, að hann kom á höfnina. Voru nú boð látin ganga út um það, að hann færi suður um kvöld- ið, og skipbrotsmenn gætu fengið að fljóta með. Yrði komið við á ísafirði og Patreksfirði á leið til Reykjavíkur. Eins og nærri má geta, urðu allir fegnir því, að fá nú að halda áfram sjóferðinni, en galli var það á gjöf Njarðar, að bráðhvast var orðið af suðvestri og sjór úf- inn. Stóð beint upp á vörina fyr- ir neðan Höfðakaupstað, en það- an var fólkið og farangur þess flutt út. í „Geir“, Það gat orðið spauglaust að íkomast út úr Höfðakaupstaðarvör, yfir sundið og út í skip á höfn- inni, er vindur bljes af suðvestri, en þó reyndi fyrst verulega á hug og djörfung hinna fræknu sjó- manna, sem jafnan hafa verið á Skagaströnd, þegar fara þurfti leið þessa, er ofsarok var skollið á. Vörin var mjög þröng og bryggja engin, heldnr voru bátar fermdir og affermdir við klapp- irnar, Þegar \örinni slepti, tók við sundið, er takmarkaðist af Hafnarhöfðo að norðvestan og SpákonuftUseyju að suðaustan. Er öldu lagði inn sundið, mynduð- ust á því straumköst, sem stöfuðu af útsogi, annars vegar frá höfð- anum, hins vegar frá eyjunni. Er nú ólíku saman að jafna, aðstöðunni áður fyr og eftir að hafnarvirldn komu þar. Þykir því hlýða að skýra nokkuð náið frá þessari hættuför um sundið. Flutningurinn um borð í „Geir“ gekk mjög seint, sjerstaklega er rökkva tók, enda var flutnings- báturinn nokkuð stór og þungur. En á hinn bóginn reyndust allir bátsmennirnir, en þeir áttu heima á Skagaströnd, bæði formaðurinn, Sigurður Jónasson, og ræðararnir sex, hinir vöskustu sjómenn, ems og nú vérður frá skýrt. Móðir mín og við systkinin lentum í síðustu ferð bátsins, ásamt tíu öðrum strandmönn- um. Var þá skolbð á náttmyrkur og slíkt aftakaveður, að öllum var það Ijóst, að lagt væri út í fulla tvísýnu, Þegar búið var að koma far-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.