Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.1935, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.1935, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 115 mun koma að síðar — mestur kostnaðurinn er meðan maður dvelur á Islandi. KIPSTJÓRINN á Arcturus heitir Andersen (allir Danir heita Andersen, Jensen, Hansen eða Petersen) fjörugur og kurteis Dani. Hann talar ensku ágætlega og er þrautreyndur sjómaður. Og ef farþegar eru ekki sjerstaklega heimtufrekir um þægindi á skip- inu, þá er ekkert því td fyrirstöðu að þeir hafi ánægju af ferðinni. Mjer fanst alt ágætt um borð, nægur og góður matur, og rúm- s'n ekkert líkari líkkistum en þau eru yfirleitt í litlum skipum. Að vísu hefði það verið til bóta að höggva nokkra þumlunga neðan af fótum manna, eða þá að lengja rúmin að sama skapi. En maður getur nú ekki búist við því að alt sje eins og hann hefði framast ósk- að. — Að vísu kom nokkur óánægja í ljós eftir að við fórum frá Skot- landi. Ungur Skoti krafðist þess að fá rúm fyrir stóran hund í klefanum þar sem hann og vinir. hans voru. Þetta vildi skipstjóri ekki leyfa. Englendingur nokkur bölvaði þessum „gripaflutningi“, svo sem hann ákvað, í sand og ösku. Og gamall danskur kaup- maður hafði þann ófrávíkjanlega sið, að raka sig fyrir framan spég- ilinn á matborðinu á hverjum degi. Þetta olli nokkurri þögulli óánægju fyrst í stað, en svo kom sjóveikin og bætti iir öllu, og eft- ir það var alt í lagi. Arcturus tafði nokkra daga í Grangemouth. En svo var það, að jeg sat ró- legur í klefa mínum og beið þess að skipið legði á stað. Yeit jeg þá ekki fyr en þessi litla dunreið heyrist í stiganum og það er eins og fjöldi manns þyrpist inn í borð salinn. „Halló! Hver andskotinn! Nei, nú þykir mjer týra á skarinu! Hvar er alt fólkið? Þjónn! Hvar í skrattanum er strákurinn? Heyrðu, Bovser! Hvað ertu að fara? Halló, þú þarna! Hvar í veröldinni eru rúmin okkar? Ham- ingjan góða! Ha, ha! Nei, þetta er grétbTóslegt!“ 3 Nú gullu aðrar raddir fram í og varð úr einn gjallandi upphróp- ana og umkvartana: „Nei, nú er mjer nóg boðið! Engin rúm og engir klefar! Halló, þjónn! Hvar er ferðakistan mín? Heyrðu þjónn, hvar er veiði- stöngin mín? Hjerna, hjerna, hef- irðu ekki sjeð hlífðarfötin mín? Ó, nú hefi jeg týnt byssunni minni! Nei, svei mjer þá, þetta gengur ekki! Eigum við ekki að kæra fyrir afgreiðslumanninum?“ — „Jú, auðvitað, komið þið!“ — „Nei, nei, svei því!“ „Jú, jú, það skulum við gera!“ — „Halló, hvar er Bowser? Farinn í land? Nei, nú dámar mjer ekki! Sá er góður!“ Og um leið kom þessi sama dunreið aftur, og í gegn um þyt- inn og fótasparkið heyrðust orð eins og: „Svívirðilegt!‘ ‘ og „And- styggúegt", og allur skarinn var rokinn út aftur. Jeg hafði aðeins tíma ril þess að sjá að þetta voru fjórir eða fimm nýtískuklæddir ferðamenn — ungir og mikillát- ir menn, sem höfðu tekið sjer far með skipinu til Islands. Seinna um kvöldið komu þeir aftur með sama gauragangi. Þá var skipið að leggja úr höfn, og allir farþegar komnir um borð. Skipið skreið út í sundið. Og von bráðar byrjuðu bylgjur úthafsins að lægja rostann í þessum áköfu „sports“-mönnum, og áður en nóttin var Uðin, heyrði jeg til þeirra gagnólík hljóð og hávaða. (Nú er hlaupið yfir kafla í bókinni, og segir næst frá því, er fundum höf- undarins og þessara ferðamanna bar aftur saman í Reykjavík. Til skýring- ar má geta þess, að í „Þjóðólfi“ eru taldir farþegarnir, sem komu hingað með Arcturus að þessu sinni. Þar er getið 5 breskra ferðamanna: S. Baring „Gould og James Richard Haig frá Eng- landi, William Lawson, Jas. N. Robert- son og Mr. Whyte frá Skotlandi. Hinn síðast nefndi var hingað kominn til þess að annast silungsveiði fyrir Kald- árhöfðalandi um sumarið fyrir Hogarth húsbónda sinn. Er líklegt, að þetta sjeu mennirnir, sem höf. talar um. Ekki er gott að segja hver hefir verið danski kaupmaðurinn, sem rakaði sig í borð- salnum, nema það hafi verið Lefolii kaupmaður á Eyrarbakka, því að hans er getið meðal farþega. Næst verður vikið að frásögn Brow- ne’s, sem hefst um það leyti, sem hann er að leggja á stað í ferðina austur að Geysi). Framhald. Páska-undirbúningur er nú í fullum gangi í grísk-kat- ólsku löndunum. A myndinni sjest búlgarskur bóndi vera að selja páskalamb á markaðnum í Sofía. Eddie Cantor er einn af vinsælustu gamanleik- .ururn í amerískum kvikmyndum. Hann nýtur mikillar lýðhylli, sjerstaklega meðal landa sinna. Nemandi í gagnfræðaskóla ætl- aði að stríða kennara sínum. Áður en kenslustund byrjaði fór hann með heytuggu og lagði á kennara- stólinn. Kennarinn kom inn, sá heyið og sagði: — Nú hefir einhver asninn látið morgunmatinn sinn hjer á keruxarastólinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.