Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1935, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1935, Blaðsíða 4
172 voru mestu œrslabel*íir og ljeku við livern sinn fingur. Þegar kvölda tekur liejdur hver lieim til síu. Jeg er einn eft- ir, sit á steinsnös og horfi út á liafið. Jeg sje hvernig bárurnar leika sjer eins og lítil börn, þær nudda sjer viðkvæmt og blítt upp að klöppunum, og sogast svo liá- tíðlega en þó ástúðlega til baka — Þær koma svo aftur á nýjan leik, og kasta þvölum og mjúk- um kossi á steinana, og flýta sjer svo feimnislega aftur á brott. Sól- in brosir að öllu þessu, en roðn- ar þó við um leið; hún er að hverfa við sjóndeildarhringinn. — Skýin eru eins og eldslogar. — Hafið vaggast hljóðlega, — svo kemur sólarlag. Það er farið að kólna, og næstum komið myrkur.----------Jeg held af stað heimleiðis, en sje þó tæplega veginn, og fer því liægt og gætilega. — Mjer dettur uæturdrotning- in í hug> og elskhugi hennar — tunglið. — Kannske ætlar það að svíkjast um að koma á stefnumót- ið? ... Er jeg hafði staldrað lítið eitt við hjá næturdrotningunni. kom tunglið samt ripp. — Tvær gríðarstórar rósir voru út- sprungnar. — Jeg beið meðan aðr- ar tvær breiddu úr sjer, þær teygðu sig í áttina til tunglsins, — daggperluimar glitruðu dásam- lega í bikurunum. — Freistingin var mikil, mig langaði tU að ræna þjer, yndislega blóm — en jeg var svo hugfanginn af fegurð þinni, að jeg gat ekki fengið það af mjer. — Jeg ljet mjer nægja að anda að mjer ylminum, og helt því næst leiðar minnar . Jeg var á heimleið þetta fagra, tunglbjarta kvöld. Jeg kom upp á hæð nokkra og sá þar tvo negra- drengi, sem voru að gæða sjer á stærðnr tröllepli (melónu) og varð þeim heldur en ekki bylt við, þeg- ar þeir urðu mín varir. Tóku þeir til fótanna og lögðu á flótta, og datt mjer í hug að þeir myndu líklega hafa hnuplað ávextinum úr einhverjum ' garðinum þar í grendinni. Þeim hefir þó líklega LESBÓK MORGUNBLAÐSINS litist þannig á mig að jeg myndi vera útlendingur, því bráðlega komu þeir aftur í áttina til mín, til að vitja leifanna af tröllepl- inu, sein þeir liöfðu skilið eftir í fátinu sem kom á þá, þegar þeir urðu mín varir. Jeg hafði tal af þeim. Sá eldri var 12 ára gamall. Hann kom td mín, og spurði hvort jeg liefði komið frá New York með stóra gufuskipinu; og er jeg játti því, spurði hann mig livort jeg þekti þá ekki föður sinn, sem væri í New York. Jeg kvaðst ef- ast um.að svo væri, og sagði lion- um að New, York væri svo stór borg, að langt væri frá því, að þar þektu allir hvor annan, eins og til dæmis hjer í Hamilton. Er jeg spurði hann nánar hvern- ig í málinu Iægi, sagði hann mjer að faðir sinn *hefðí farið til New York þegar Tommy, yngri bróð- irinn fæddist. Eftir það hafði svo ekkert til hans spurst, enda var liann óskrifandí. Eftir þetta hefðt svo móðir sín eignast tvö börn, og væri hún nú veik. Nú voru drengirnir að hugsa um að fara til New York, einkum fýsti þann eldri þó fararinnar, hann hafði heyrt að þar væri svo auðvelt að afla fjár og fraina, og svo ætlaði liann líka um leið að hitta föður sinn að máli. — Jeg ráðlagði honum að fresta New York ferðinní að sinni, og gaf báðum dréngjúnum fáeina skild- inga. — Svo kvaddf jeg þessa dökku Itunningja mína. Árla morguns, fáum dögum síð- ar, lagði „Bermudia“ af stað frá eyjunum, sömu leið sem við liöfð- um komið. — Fram hjá skerjum og eyjum, fram hjá höfðanum, þar sem jeg hafði svo oft setið í draumkendri leiðslu. Yið vorum á leiðinni til New York. Það var aðeins sólarhrings sjó- ferð eftir til New York. — Um hádegisbibð tók jeg eftir tveimur negradrengjum sem voru bundn- ir á úlfliðunum við björgunarbát- inn á efsta þilfai-inu. Jeg þekti þégar að þetta voru kunningjar mínir. Það stóð á saina hversu vingjarnlega jeg spurði þá um á- stæðurnar fyrir þessari ómannúð- legu refsingu, að þéir skyldi vera bundnir undir opnum liimni, í sólarglóð hitabeltisins. — Þeir svöruðu mjer engu. Sneri jeg mjer þá til stýrimannsinls, og spurði hann hverju þessi meðferð sætti. „Þessir þorparar“, sagði hann, „fundust í morgun niður í kola- rúminu, og þar sem þeir hafa bæði haft, vont loft og litla sól tvo síðustu sólarhringana, fanst mjer rjett að bæta þeim það upp áður en þeir verða afhentir lög- reglu Bandaríkjanna í hendur, þegar við komum til New York, fyrir það að ætla að stelast með skipinu“. Jeg fór niður, og ætlaði að sækja þeim éitthvað að drekka, en þegar jeg kom aftur til baka, var búið að flytja þá, og setja þá í einhverja aðra prísund, og fekk jeg ekki að vita hvert • Vesalings einfeldningarnir! — Aumingja negradrengirnir! — Þá var lengi búið að dreyma um að ná þessu þráða takmarki. — Þeir liöfðu brunnið af von og þrá. Þeir ætluðu til New York til að finna pabba sinn. Þráin hefir að síðustu orðið svo mögnuð og sterk, að hún hefir orðið skynseminni yfirsterkari. — Og seinustu nóttina sem skipið lá á höfninni í Hamilton, hafa negradrengirnir læðst, hikandi og með hjartslátt, um borð í ókunna skipið, og fundið felustað í kola- rúminú. — Þar hafa þeir þjáðst í tvo sólarhringa, af liungri, þorsta og hita. — Og svo þegar þeir fundust, voru þeir fyrst hýddir, og því næst bundnir uppi á þilj- um undir hinum brennandi geisl- um hitabeltissólarinnar. — Aumingja drengirnir! Þeir þektu ekki lífið — þeir þektu ekki mannvonskuna. Næsta morgun, þegar póstskipið „Bermudia“ varpaði akkerum fyrir utan innsiglinguna í New Yörk og beið eftir að fá tollvérði, lækna og lögregluþjóna um borð, sá j,eg negradrengina aftur. Þeir horfðu löngunarfullu augnaráði til frelsisgyðjunnar,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.