Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1935, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
171
Bermudaeyjarnar.
Um það bil 1000 kílómetra, úti í
Atlantshafinu, í suðaustur frá Cap
Hatteras í Bandaríkjunum, er eyja-
klasi allmikill eða koralrif. Eyjar
þessar eru nefndar Bermuda-eyjar,
og eru þær sagðar vera 360 að tölu,
að meðtöldum örsmáum skerjum eða
hólmum. Um 20 þeirra eru þó bygð-
ar, en íbúatalan er ekki nema rúm-
lega 30 þúsundir manna, þó er hægt
að telja Bermuda-eyjarnar mjög
þjettbýlar. Talið er að 580 manns
búi þar á hverjum fer-kílómetra. Til
samanburðar má geta þess, að í
Belgiu, sem er eitthvert þjettbýlasta
land Evrópu, koma ekki nema 274
menn á hvern fer-kílómetra.
Loftslag er mjög milt við eyjarn-
ar, og er því allfjölskrúðugt jurta-líf
þar. Að haustinu ferðast margir
Ameríku-menn þangað sjer til hress-
ingar og til að notfæra sjer hin á5
gætu skilyrði sem þar eru til sjó-
baða. Einnig hefir það aukið ferða-
mannastrauminn þangað, að kapp-
siglingar eru oft háðar þar.
Sagt er að hvergi i víðri veröld
sjeu eins margar og fágætar fiski-
tegundir, á einum stað, eins og í haf-
inu við eyjarnar. Samt hafa eyja-
skeggjar ekki lagt neina verulega
stund á fiskveiðar til þessa.
Árið 1503 fann Spánverjinn, Juan
Bermudez, eyjar þessar, og eftir hon-
um hafa þær fengið nafn. Tæpri öld
síðar, eða árið 1602, strandaði Eng-
lendingurinn, Sir George Sommers,
við eyjarnar, og voru þær um hrið
nefndar eftir honum. En nafn Ber-
mudez festist þó við þær og bera þær
það enn í dag.
Eftir heimkomu Sir Sommors
lögðu Englendingar eyjarnar undir
sig, og hafa þær síðan lotið Breta-
veldi. í Búastríðinu fluttu Englend-
ingar hertekna fanga þangað.
Höfuðborg eyjanna heitir Hamil-
ton ,og búa þar um 3000 manns. Þar
er flotastöð Breta í Vestur-Atlants-
hafinu. Þriðjungur eyjaskeggja eru
hvítir menn, en hitt eru negrar eða
kynblendingar.
Heyrst hefir að Bandaríkjamenn
hafi augastað á eyjunum, enda hafa
þær vafalaust all-mikla hernaðarlega
þýðingu. (Þýð.).
Langt úti í Atlantshafinu, —
margar mílur vuidan landi, eru
Bermuda eyjarnar. Óvíða hefir
náttúran verið stórgjöfulli á und-
ursamlega æfintýra fegurð, en ein-
mitt þar. Eyjarnar baðast í sól-
skini, fjarlægar umheiminum —
rjett eins og heimur út af fyrir
sig.
Það var árla morguns, í júní-
mánuði, rjett um dagmála-skeiðið,
að jeg sá Bermuda-eyjar í fyrsta
skifti.
Hafið var spegilsljett og fag-
urt. — Það var líkast þyi sem
dimm-blátt teppi væri breitt út
meðfram skipinu, örsmáar bárur
mynduðust út frá kinnungum
þess. Straum-röstin sem skrúfan
myndaði, fyrir aftan skipið, sást
svo langt sem augað eygði, og
líktist plóg-fari á vorgrænum
akri.
Morgunsólin speglaðist í sljett-
um haffletinum, og sendi lífgandi
ylgeisla í allar áttir. — Fram-
undan sást hylla undir eitthvað.
— Voldugar klettastoðir virtust
rísa upp úr sjónum. — Þetta voru
Bermuda-eyjarnar.
Eftir því sem skipið nálgaðist
meir, sáust eyjarnar betur. Hin-
um gráleitu og dökku deplum
fjölgaði á haffletinum. Fáum
stundum síðar helt eimskipið
„Bermudia“ inn í skerja-klasann,
milli smá eyja og hólma. Sum-
staðar voru sundin örmjó, og
munaði minstu að maður gæti náð
til lands með því að teygja hend-
ina yfir borðstokkinn. Nokkru
innar breikkaði sundið. — Eftir
stutta stund lagðist skipið upp
að hafnarmannvirkjunum í Ham-
ilton.
Það fyrsta sem maður sjer, þeg-
ar stigið 6r á land, eru vöru-
geymsluhúsin við höfnina og
nokkru fjær sjást þokkaleg íbúð-
arhús. Mjer finst hitinn vera ó-
þægilega mikill, enda eru nokkur
viðbrigði að vera kominn á land,
eftir að hafa undanfarna daga
andað hreinu og svölu sjóloftinu
að sjer. — Jeg leita að forsælu.
Við bugðu sem er á veginum,
liggur hann í gegnum gjá eða
klettaþröng með lóðrjettum berg-
veggjum til beggja lianda.
Þar er notalega svalt. — t
hverri glufu og gjótu, eru ýmsar
kaktus-tegundir og vafningsviðar-
jurtir, og efst í bergbrúninni er
ljómandi falleg „neria“; hin blóð-
rauðu blóm hennar, höfðu dropið
niður á götuna.
Alstaðar þar sem var sljett,
voru smá hús með fallegum görð-
um í kring. í görðunum vaxa
sverð-liljur, pálmar, neriur og
fleiri jurtir og ávaxtatrje. Lands-
lagið er til skiftis berar og gróð-
ursnauðar klappir og blómlegir
og fallegir garðar, sannir óasar,
milli klettabeltanna. — Tilsýndar
sjest hið víðáttumikla úthaf.
Hjer á éyjunum sá jeg einnig
hina dásamlegu jurt, nætur-drotn-
inguna, (Cereus grandiflora).
Tignarlegir pálmar voru bak við
hana, og mynduðu einskonar líf-
vörð um hana, þarna senj hún
breiddi úr sjer, í allri sinni feg-
urð og yndisþokka. Bak við
pálmana voru breiður af nerium,
með hvít og rauð blóm, sem fyltu
loftið einkennilega seiðmagnaðri
angan.
Næturdrotningin hafði níu
stóra og fallega blómknappa.
— Hversvegna 'sýnir þú ekki
fegurð þína á daginn, þegar sól-
in skín? — Er það af auðmýkt? —
Eða hefir þú heitið tunglinu
trygðum, og klæðir þig ekki í
brúðarskart fyr en um óttu skeið?
— Gaman væri að sitja í leyni,
og sjá þegar þið farið á stefnu-
mót! ... — Ofurlítill vindblær
hreyfist, blómin detta af neriunni.
Jeg hefi enn ekki farið víða um
hjer á eyjunum. Ósjálfrátt fer jeg
altaf á þessar sömu slóðir sem
hafa gagntekið mig með fégurð
sinni.
Sjóböðin eru góð hjerna, enda
mikið notuð. Síðari hluta dags-
ins er mesti fjöldi baðgesta nið-
ur við ströndina- Einkum ber þó
mikið á negrunum, fulltíða negra-
stúlkur smokra sjer í röndóttar
ljereftsbuxur af karlmönnunum
og hlaupa þvínæst út í sjóinn.
Eftir sjóbaðið, er ýmist matast
eða lagst til hvíldar. Negra börn-
in leika sjer í sjónum með ærsla-
gangi og kátínu. Þeir negrar, sem
jeg hefi kynst á meginlandinu,
eru að eðlisfari latir og væru-
kærir, en svo virðist sem hið hed-
brigða og þægUega sjávarloft
hafi örfandi áhrif á þá, því þetta