Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1935, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1935, Blaðsíða 1
22. tölublað. orgtmMaðsins Sunnudaginn 2. júní 1935. X. árgangur. Kötlugosið 1625 og jökulhlaupið mikla úr Mýrdalsjökli. Eftir Þorstein Magnússon, sýslumann á Þykkuabœjarklaustri. Þorsteinn var á unga aldri við lærdómssakir og gerðist hinn lögvitrasti maður. Mun hann þá hafa framast utan- lands. En hingað til lands var hann kominn 1605. 1656 í júnímánuði deyði Þorsteinn og þótti verið hafa ágætur maður í flestu. Hann var haldinn kvennhollur og hjeraðsríkur, en spekingur í lögum. (Sýslumannaæfir eftir Boga Benediktsson á Staðarfelli, IV. bindi.) Jeg vil yður öllum (þeim til guðs ótta og iðrunar uppvakn- ingar, er sína sáluhjálp og það eilífa líf framar elska og kærara hafa vilja heldur en þennan vonda og fallvalta heim, eður edífa for- djörfun) í Jesu nafni kunngera það ljósasta og sannasta jeg af veit hvernig til hefir gengið á þessum nýs umliðna tíma um þá mikið stóru og hræðilegu, fásjeðu landsfordjörfun, undur og ógn- anir, sem skeð hefir og orðin er jörðum, landi, túnum, engjum og úthögum hjer um Austurlandið, út frá Mýrdal að vestan og aust- ur svo langt í Fljótshverfi, sem tdspurst hefir. Hvað skeð hefir af þeim mikla eldgangi, jökulhlaupi, öskufalli, sandflaug og grjótkasti, er komið hefir úr þeim jökli og fjallgarði er liggur á bak við, eð- ur norðaustast við austanverðan Mýrdal í Skaftafellsþingi, hvor fordjörfanleg fádæmi yfirgengið hafa tvær heilar sveitir eður hjer- uð og þær að mestu eytt og for- djarfað, og allra mest með fjall- bygðum, svo ei munu framvegis um nokkur eftirfylgjandi ár bygt nje bælt verða (þótt guð um stund landi og lýðum með líf, hefð og magt halda vdji) sem er fyrst og sjerdeilis Alftaver sem Þykkvabæjarklaustur með IV jörðum í liggur, hvar eð allra fyrst jökulhlaupið og vatnsflóðið yfir gekk, sem síðar segir. Þar næst Tungusveitin, í sama hrepp, hverja að sandurinn og öskufallið (að jeg meina) með öllu nær eytt hafa, því þar var sandur og aska að leggjabandi á sljettu. Þar næst alt nærri Meðallandi í sama hrepp, en sunnanvert er það líð- anlegt þar kom ei svo mikið af öskunni og mýrarnar og flóðin drukku betur í sig en harðlendið. Item og í sama máta KLeifar- þingsókn eður Kirkjubæjarklaust- urshreppur austur með fjalli, á- samt Landbroti fyrir sunnan Skaftá, eytt og fordjarfað, svt' engir hagar uppi eru, fást nje finnast, hvorki fyrir sauð nje kap- al, svo björg megi að verða, ut- an alleinasta í Meðallandinu og Kötlugos.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.