Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1935, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1935, Blaðsíða 8
176 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS aura líterinn. I kaffihúsunum tala þeir um óvini sína, því að hver niaður á ótal óvina. Þeir tala og gjarna um pólitík, vegna þess að hana er hægt að tæta óendanlega upp í þynnra og þynnra. En þeir eru nú í rauninni ekki pólitískir. Þegar uppreisnin braust út á Spáni í fyrra og borgarastyrjöld- in stóð sem hæst, ljetu Malorca- búar sjer nægja að hefja hálfrar klukkustundar verkfall — þeir fóru iir vinnu klukkan ÍO1/^ í staðinn fyir klukkan 11V2 — og þetta var « laugardegi. Engum einasta Malorcabúa datt í hug að fórna byltingunni á Spáni meira. Vinnubrögðin á Malorca eru ein kennileg. Vegavinna er t. d. þann- ig að sumir koma með rekur og aðrir með kórfur á bakinu. Nú moka menn mold upp í körfurnar og síðan eru þær teknar á bakið og bornar langar léiðir. Þar er hvolft úr þeim og síðan koma burðarmennirnir aftur og þurfa auðvitað að hvíla sig og eru harð- ánægðir með afrekin. Engum dett- ur í hug að það mundi vera auð- veldara að nota hjólbórur til þess að koma moldinni burtu, og það mundi flýta fyrir verkinu. Enginn þarf að flýta sjer á Malorca. Tím- inn stendur þar í stað. En þó eru Malorcabúar fjörug- ir. Þeim líka ærsl og hávaði, því að það er svo gott til tilbreyting- ar sljeninu. A daginn ér eins og lífið Hggi við í Palma. Bílar þeys- ast um göturnar með öskri og óhljóðum. Hvar sem menn eru saman komnir, og þó sjerstaklega á torgum, er æpt og öskrað. Og eins er þetta í kaffihúsunum. Þar tala menn hver við annan eins hátt og þeir sje að kalla langar leiðir. En guðdómlegur friður hvílir yfir náttúrunni — hinum fagiir- bláa sjó, sólskininu, pálmunum og olíutrjánum. Og hvergi í heimi er nátthimininn eins fallegur og þar, stjörnurnar hvergi skærari, mán- inn hvergi með slíkum gullslit. Og í þessari dýrð og kvöldkyrð hljóma strengir „bolero", guitar- anna malorku, sem fagrar stúlk- ur slá tU þess að seiða að sjer elskhuga. 5mœlki — Hvað gengur að þjer, gamli vinur? Þú ert svo óttalega dapur í bragði. , — Jeg fekk nýjan klæðnað í gær, tvennar bnxur, og í morgun brendi jeg gat á — jakkann. Biðill: Jég fell í duftið að fót- um yðar. Hún: Segið þjer duftið? — Jeg skal bara láta yður vita það, að jeg hreinsaði herbergið með ryk- sugu í morgun! — Skiluðuð þjer þessu^ sem jeg bað yður um, td hans Jónasar? — Nei, í fyrsta lagi var hann nýlátinn . . . — Nú, og í öðru lagi ? Bónorð. Þau voru á gangi í kirkjugarðinum og komu að ætt- argrafreit hans. Þá herti hann upp hugann og sagði: — Tlngfrú, munduð þjer vilja láta jarða yður hjerna? Mýflugnanet. Frá Bandaríkjunum flytjast menn nú unnvórpum til Alaska til að nema þar land. En í Alaska er mikið mýbit og þess vegna er öllum landnemunum kent, áður en þeir leggja á stað, hvernig þeir eigi að verjast því. Hjer er vérið að sýna manni hvernig hann á að nota net til þess að hlífa andlit- inu og hálsinum. Hjartað hægra megin. Fyrir nokkru var kona, 40 ára að aldri skorin upp við botnlanga- bólgu á Sandvíkursjúkrahúsi í Danmörku. Við uppskurðinn kom það í ljós, að botnlangi hennar var vinstra megin. en hjartað hægra megin. Sjálf hafði konan ekki hugmynd um þetta' og hafði aldrei haft nein óþægindi af þessu öfuga sköpulagi. Gott nafn. 1 Pontiac í Michigan í Banda- ríkjunum á heima maður sem heit- ir Glafkof Pappathaodorokomo- undoronicolucopoulos. Kennarar barna hans báðu hann að breyta um nafn, en hann brást reiður við og sagði að þetta væri gott nafn, og það hefði þann kost að fáir gengi undir því. Ný spilategund. Nýlega er farið að gera spil úr aluminíum, og eiga þau að vera sjerstaklega hentug þegar spilað er úti undir berum hlmni. Þau fjúka ekki burt í vindi og beyglast ekki saman. Ef þau verða óhrein, má þvo þau íir sápuvatni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.