Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1935, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1935, Síða 8
216 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Smœlki. Herskráning í Þýskalandi. í fyrsta skifti síðan stríðinu lauk, hefir nvi farið fram regluleg herskráning í Þýskalandi. Voru þá kallaðir til skráningar allir piltar sem fæddir eru 1914, árið, sem stríðið hófst. — Mynd þessi er af ein- um skráningarstaðnum. Einkennilegt brjef. Fyrir tólf árum var fjármála- ástandið í Þýskalandi þannig að alvanalegt var að menn yrði að hafa á sjer miljónir og biljónir marka, ef þeir þurftu að kaupa eitthvað. Hinn 29. ágúst 1923 ætlaði em- bættismaður nokkui að senda brjef í pósti, og hurðargjaldið undir það var 20.000 marka. Hann hafði aðeins á sjer 200 marka frímerki, og hefði því orðið að líma 100 af þeim á brjefið, en þau komust þar auðvitað ekki fyrir Þess vegna var eftirfarandi yfir- lýsing skráð á brjefið, og undir- rituð af tveimur embættismönn- um: „20.000 marka í frímerkjum brendar“. Já, það var ástand í Þýskaland’ á þeim árum. Metfiskur. í Lesbók hefir áður verið sagt frá því, að hjá Ástralíuströndum veiða menn hákarla á stöng. Fyrir nokkru var maður að nafni Mr. Bullen frá New South Wales að veiða á stöng úti fyrir Sydney. Fekk hann þá hákarl, sem vóg 480 kg., var 12^2 feta langur. Er talið að þetta sje sá stærsti fisk- ur sem nokkuru sinni hefir veiðst á stöng. „Irish Sweepstakeu. í seinasta Irish Sweepstake komu þrír háir vinningar á Norðmenn. Ilngur piltur frá Norðurlandi, nú búsettur í Los Angeles vann 454 Sterlingspund, stúlka í Ósló vann jafn háa upphæð, og maður í Mjöndalen vann 100 Sterlings- pund. Vasaþjófur: Því ertu svona nið- urdreginn? Annar vasaþjófur: Hann hafði ekkert í vösunum nema handjárn. Okukennari: Á bverju er mest hætta við bifreiðaakstur? Nemandi; Lögreglunni. Leiðrjettingar. f grein um Helga fell í næst seinustu Lesbók urðu nokkrar prentvillur: Bls. 194 3. d. 19. 1. a. o. skapgerði, les skapgerð; bls. 196 1. d. 6. 1. a. o. á Skálholti, les í Skálholti; bls. 196 1. d. 7. 1. a. o. Mávaholt, les Mávahlíð; bls. *196 1. d. ll. 1. a .n. Haraldur, les Hallur; bls. 197 hefir misritast í nokkru af upplaginu í 1. d. 19. 1. a. o. Munkahólum fyrir Múkahól- um; bls. 197 3. d. 15. 1. a. o. Dal- inn, les Dali inn. Bankagjaldkeri: Afsakið frú, en það er eins og þessari ávísun, sem maðurinn yðar hefir stílað á yður, sje breytt úr 10 krónum í 100 krónur. Frúin: Grunaði mig ekki, svona eru karlmennirnir, þeir halda alt af saman.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.