Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1935, Blaðsíða 1
35. tölublað. Sunnudaginn 1. september 1935. X. árgangur.
' afoldHPttrantiiiniðÍA * f
Vestman naeyjar.
HHHIHIHHHHHiHH Eftir Árna
Vestmanneyjakaupstaður. Helgafell í baksýn.
Útgerðin.
Langflestar fiskategundir, ísem
fundist hafa við Islandsstrendur
hafa fundist við Vestmannaeyjar
og í Jökuldjúpinu, utarlega í Faxa
flóa. Umhverfis Vestmannaeyjar
eru og hin auðugustu fiskimið,
sem til eru hjer við land og
þótt víðar sje leitað. Hafa
og fiskveiðar jafnan verið aðal-
atvinnuvegur eyjaskeggja og
fjöldi aðkomumanna hefir sótt
þangað á hverri vertíð, og hefir
þeim farið fjölgandi eftir því, sem
útgerð liefir aukist. Mátti svo
kalla í vetur, að í hverju íbúðar-
húsi væri aðkomumaður meðan á
vertíð stóð. Annars eru allir að-
komumenn nefndir „iitlendingar“
þar í daglegu tali.
Um 80 vjelbátar auk trillu-
báta stunduðu veiðar frá
Vestmannaeyjum í vetur sem
leið og er afli þeirra talinn
samtals 7.055.640 kg. (miðað við
fullverkaðan fisk og er það rúm-
lega 7. hlutinn af öllum fiskafla
íslendinga. Er þó ekki talið ann-
að en stórfiskur (6.265.460 kg.),
smáfiskur (765.080 kg.) og ýsa
(25-100 kg.). Um veiði annara
fisktegunda eru ekki skýrslur,
og veiðist þó mikið af lúðu, upsa,
karfa, kola o- fl.
Það er ekki heiglum hent að
sækja sjó frá Vestmannaeyjum,
því að tíðarfar er þar yfirleitt
rosasamt, einkum á vertíðinni. Þá
eru norðaustanvindar tíðastir og
stendur þá beint af Eyjafjalla-
jökli. Þykir hann oft anda hvast
og kalt á Vestmannaeyjar, og
stendur þá beint upp á höfnina,
svo að lífsháski er oft og tíðum
að hleypa þar inn. Þegar bátarnir
fá slík veður á sig, er það alvana-
legt að börn og konur sjómanna
flykkjast saman á Skansinum og
híða þess með öndina í hálsinum
hvernig bátunum muni reiða af.
En þegar bátarnir treysta sjer
ekki inn sundið, leita þeir land-
vars við Eiðið.
Veðrátta er þó yfirleitt mild í
Vestmannaeyjum, og er meðalhiti
ársins talinn 5.3 stig, eða 1.1 stigi
hærri en í Reykjavík. Meðalhiti
á sumrin er talinn 10,2 stig og á
vetrum 1,2 stig. Eru hvergi á Is-
landi jafn mildir vetrar. Hríðar-
dagar eru þó taldir 44 að meðal-
tali, þokudagar 49 og stormdagar
25. Urkoma er þar mikil, 50—60
þuml. á ári að meðaltali og er
það svipað eins og á vesturströnd
Noregs á sömu breiddargráðu.
Vegna rigninganna veitist Eyja-
mönnum því oft erfitt að þurka
fisk sinn. Eru þeir því .farnir að
selja mikið af fiskinum upp úr
salti til Færeyja og Danmerkur,
og frystan fisk td Englands. —
Seinasti þurfiskur frá fyrra ári
var ekki sendur út fyr en í júní
í sumar og þá til Ameríku. Tókst
sú tilraun með nýjan markað eftir
öllum vonum.
Höfnin.
Ekki verður svo minst á útgerð
Vestmannaeyinga að hafnarinnar