Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1935, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1935, Blaðsíða 4
276 LESBrtK MOROTTNBLAÐSINS Berlínarháskóli 125 ára. Frá vinstri til hægri; Schiller, Wilhelm von Humboldt, Alex- ander von Humboldt, Goethe. Hitinn í sundlauginni er venju- lega 25—30 stig, en það er nokkuð dýrt að hita liana upp, hefir stundum farið alt að smálést af kolum til þess á dag. Það, sem lielst er iít á sundlaugina að setja er að hún er of stutt. Hefði verið betra að liafa liana 5 metrum lengri og að því skapi mjórri; hún hefði ekki þurft að kosta ineira fvrir það. Alls þrifnaðar er gætt þama og laugin oft hreinsuð, því að gróður sest fljótt í botninn og á hliðarveggi. Þyrfti að finna einhver ráð til að hamla því, og verður það eflaust gert. Sundkensluna má hiklaust telja einn liðinn í slysavarnastarfinu í Vestmannaeyjum, auk þess sem sund í sjólaug er talið mjög heilsubætandi. Er það því von að Vestmannaevingar sje hrevknir af sundlauginni sinni og telji hana með því merkilegasta, sem er að sjá í Eyjum. Meira. Leiðrjetting. Prentvilla varð í greininni um Vestmannaeyjar í seinustu Lesbók, þar sem sagt er frá nautgripaeign Eyjaskeggja, 400 í stað 300, Lubitch, hinn alkunni þýski kvikmynda- snillingur, sem nú dvelst í Ilolly- wood, hefir nú í hyggju að gera kvikmyndir af frægum Operum, fyrst og fremst „Cavalleria rusti- cana“ eftir Mascagni. I þessum mánuði eru liðin 125 ár síðan háskólinn í Berlín var stofnaður. Til þess vom eigin- lega ekki heppilegar ástæður á þeim tíma, þar eð Prússar höfðu beðið ósigur í stríði við Frakka og prússneska ríkið lá enn undir oki þeirra. En einkunnarorð konungs Prússa, Friðriks Vilhjálms III., voru þessi: „Ríkið verður a<ð vinna það upp á sviði menningar, sem það hefir tapað á sviði mátt- arins1 Samkvæmt þðssum einkunnar- orðum konungsins var Wilhelm von Humboldt falin stofnun há- skóla í Berlín vorið 1810, og tók háskólinn til starfa hið sama haust. Síúdentar vom fyrsta vet- urinn ekki nema 256 að tölu. En hinum ágætu kennurum, eins og t. d. Fichte og Schleiérmacher, var það að þakka, að hinn ungi háskóli óx hröðum skrefum. Berlínarháskóli hefir uppfylt þær vonir, sem við hann voru tengdar frá því fyrsta, að verð.a fremsti háskóli Þýskalands. Við hann hafa nú stundað nám tugir þúsunda innlendra og erlendra stúdenta og stuðlað að því að gera hann að miðdepli vísinda í Þýska- landi. — Hvað er þetta María, er það satt að þjer hafið látið einn gest- anna kyssa yður lijer í ganginum í gærkveldi. — Þetta gerir ungfrúin sjálf. — Það er alt annað, það var unnustinn minn. — Já, en það var líka unnusti ungfrúarinnar sem kysti mig.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.