Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1935, Blaðsíða 3
LESBÓK M ;GUNBLAÐSINS
allri lifur útgerðarmanna og notar
skilvindur til þess að ná lýsinu úr
henni. Síðan er grúturinn tek-
inn og settur í gríðaröfluga
„pressu“ sem kreistir úr honum
hverja lýsisvitund, og síðan er
lir grútarkökunum gert fóðurmjöl.
29 aura fengu útgerðarmenn fyrir
livert kíló af lifur á vertíðinni
sem leið.
Það er hlutverk fiskimjölsverk-
smiðjunnar að stuðla að því, að
allur fiskúrgangur verði að gjald-
gengri vöru. Er því ekki framar
hægt að tala um rányrkju, þar
sem fiskveiðar Vestmanneyinga
eru, því að ekkert af fiskinum fer
forgörðum, alt er hirt.
Tvær dráttarbrautir fyrir vjel-
báta eru rjett lijá hafnarbryggj-
unni. Þar stóðu nú uppi 23 bátar
til viðgerðar, auk nokknrra grm-
alla fleyta. Mátti glögt sjá á þess-
um bátum, að hörð höfðu þeim
reynst fangbrögð Ægis á vertíð-
inni. Þeir stóðu þama sem þögul
vitni um þær háskafarir, sem
sjómenn í Vestmannaeyjum fara
á veturna, til þess að draga björg
í þjóðarbúið.
B j örgunarfjelag.
Einn hinn merkilegasti fjelags-
skapur hjer á landi er Björgunar-
fjelag Vestmannaeyja. Hefir það
unnið ómetanlegt gagn. Starfsemi
þess verður þó ekki rakin hjer,
því að það yrði of langt mál, enda
svo að segja nýprentað Minning-
arrit Björgunarf jelagsins, sem
hjer með vísast til. En það er
ekki of sagt, þótt mælt sje.
að það hafi bjargað óteljandi
mannslífum, og gert útgerð Vest-
mannaeyja eins örugga og föng
eru á, þar sem djarfhuga menn
eiga stöðugt í höggi við misk-
unarlaus náttúruöfl, og vilja alls
ekki beygja sig.
Starf Björgunarfjelagsins er
margþætt, en þess ber helst að
minnast, að síðan það var stofnað,
hefir jafnan verið eftirlitsskip við
Eyjarnar á vertíðinni. Hefir það
gert tvent í senn, að vera bátum
til aðstoðar þegar vont er veður,
og gæta þess að aðkomin veiði-
skip spilli ekki veiðarfærum
þeirra. Er það viðkvæði hjá for-
mönnum í Eyjum, að nú sje ólíkt
að stunda sjó þar og áður var, því
að yfir bátunum sje vakað, þeirra
leitað og þeim hjálpað ef eitthvað
ber út af, t. d. ef hreyfill bilar
og bát rekur til hafs. Þeir segja
og að stórkostlegur munur sje
á því, hvað veiðarfæratöp sje nú
minni en áður, og afli þar af leið
andi betri. Þetta þakka þeir Björg
unarfjelaginu.
Fjelagið hefir nú komið upp
tveimur björgunarstöðvum við
höfnina, með tilstyrk Slysavarna-
fjelags Islands. Er önnur niður af
Skansinum rjett hjá syðri hafnar-
garðinum, en hin á Eiðinu, undir
Heimakletti. Eru þetta sterkleg
hús og í hvoru björgunarbátur,
áttæringur, með alls konar áhöid-
um, svo sem björgunarbeltum,
línum o. fl. Er þannig gengið frá,
að stafn hússins er gerður úr laus-
um hlerum, sem enga stund er
verið að svifta frá, og bátunum
er skotið á flot í einu vetfangi.
Línubyssa er líka í Eyjum og
er hún flutt þangað sem þörf er
á í hvert sinn.
Ástæðan til þess, að þessum
björgunarstöðvum hefir verið kom
ið upp, er sú, að altaf fer þar
fækkandi sjófærum róðrarbátum,
og var því viðbúið að slys yrði
á höfninni rjett fyrir augum
manna, án þess þeir gæti gert
neitt að. Altaf getur það komið
fyrir að vjelbátum berist þar á,
eða við innsiglinguna, og þótti
Björgunarfjelaginu óhæfa að hafa
275
ekki góða báta til taks, ef svo
skyldi bera undir.
Björgunarbátastöðvarnar eru
altaf ólæstar og er það metnaðar-
sök allra í Eyjum að ganga ekki
illa um þær. Þetta eru friðhelgir
staðir í meðvitund manna.
Sundlaugin.
Engum er jafn nauðsynlegt að
kunna sund eins og sjómönnum.
Hafa og jafnan verið miklir sund-
garpar í Vestmannaeyjum og
sundíþrótt stunduð þar af kappi,
eftir því, sem unt hefir verið í
köldum sjó.
En nú hefir þar verið gerð sund
laug og er í henni sjór, sem hit-
aður er við koleld.
Laugin er svo að segja í miðj-
um bænum, skamt frá sjógeymin-
um mikla. Hún er 20 metra löng
og 8 metra breið. Er henni skift
í tvent, grunn laug í öðrum end-
anum, en djúp í hinum.
Friðrik Jesson er þar sundkenn-
ari og áhuginn fyrir sundinu er
alveg ótrúlega mikill. Suma dag-
ana hafa komið þangað á fimta
hundrað manns, karlar, konur og
börn. Sjerstaklega sýnir kven-
þjóðin mikinn áhuga. Þegar kon-
ur hittast, er ekki byrjað á því
að spyrja frjetta, heldur: „Ætlar
þú ekki í sundlaugina í dag“.
Og þégar konurnar sýna slíkan
áhuga, þá er þess skamt að bíða
að liin uppvaxandi kynslóð sjó-
manna í Vestmannaeyjum láti
sjer þykja það minkun, ef nokkur
maður er þar ósyndur.
Kvennahópur í sundlauginni. í baksýn sjógeymirinn núkli.