Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1935, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1935, Blaðsíða 2
322 seti, sem er liirðulaus, dofinn og kargur við formann sinn, bæti í hvert skifti, sem svo er, einnig tveim fiskum. Formanni ber að halda hásetuin til að hirða vel um hlut sinn og sjóklæði, og að hlaða og umbæta fiskigarða, þá ekki er róið. Fyrir hirðuleysi í þessu efni bæti hver liáseti 32 skildinga. Hver, sem hleypur úr skiprúmi fyrir vertíðarlok, án leyfis eða gildra orsaka, grípist af sýslumanni og straffist á kroppnum, eða með fjárbótum, eftir ástæðum. Hver, sem af ógáti eða ásettu ráði brýtur árar, eða áhöld skipa, bæti þegar skaðann, og auk sannsýna sekt. Skemmi einhver annars manns veiðarfæri, ber honum að gjalda ofríkisbæt- ur. Allar þær sektir og bætur, er til fellu á þann hátt, sem fyr er greint, runnu í einn sjóð, og var honum deilt á þessa lund: Hlut- aðeigandi sýslumaður fekk sá, sem sagði til brotsins 14, en hinn helmingurinn rann til fátækra og duglegra fiskimanna, þurfandi ekkna og barna drukknaðra sjó- manna. Tæpast verður deilt um það, að þær sárabætur hafi oft verið ærið smáar, sem á þennan hátt fellu til ekkna og munaðarlausra barna drukknaðra vermanna, en eigi að síður er þetta samt eini sjóð- urinn, sem mjer er kunnugt um, er goldið var úr, til þeirra hluta. Skipaeigendur lögðu flestir til lóðir, þ. e. þinul, taum, öngla og ból, en handfæri voru hásetar skyldir til að eiga sjálfir. Fyrir hvem róður, sem lóð var notuð galst einn hluti til skipeiganda, og kallaðist hann lóðahlutur. Jafn- an voru lóðir mjög stuttar á hverjum bát ef mælt er á vorn kvarða. Til beitu notuðu ver- menn mest krækling. Var hann sóttur í annan hvern stórstraum, og þótti vænlegast, þegar tungl var næst jörðu. Kræklingur var mestur tekinn í Kúarifi, sem er framan til af miðju Bjamar- hafnarf jalli, og síðan fluttur í Akureyjar, sem eru litlu utar, og geymdur þar í flæðarmálinu. Var það kallað að leggja kræklingn- um. Eigi var auðið að geyma LESBÓK MORGUNBLAÐSINS krækling í Höskuldsey sjálfri sökum sjávargangs, og urðu ver- menn því að sækja beitu viku- lega í Akureyjar. Vermenn skáru úr kræklingnum í skálanum og beittu þar lóðir sínar. Um leið og lóðin var beitt, var liún lögð á trjehlemm, sem annaðhvort var sporöskjulagaður eða ferhyrnd- ur. Trjelilemmur þessi nefndist ílaski, og var lóðin hringuð á hann, en beitan lögð á tein. Gat var á hverju horni flaskans og í það linýtt bandi, en á endum tveggja voru sylgjur úr hvalbeini eða horni, til þess að betur yrði hert að, þegar krossbundið var yfir lóðina. Bönd þessi voru nefnd ílaskabönd og sylgjurnar flaskasylgjur. Venjulega var 120 öngla lóð á hverjum flaska, og neðri liáls hennar bundið um eitt flaskabandið. Alla jafnan höfðu vermenn með sjer úrskorinn krækling í hvern róður, til þess að þeir gætu aftur beitt lóðirnar á sjónum og lagt á ný. Þegar lagt var af flaska var því hagað á þann hátt, að fjórir rjeru út lóðina, einn stýrði, en sá sem lagði, ljet flask- ann hvíla á knjám sjer og rakti línuna af honum í sjóinn, eftir því sem skriðið var á bátnum. Meðan lóðir lágu í sjó, rendu all- ir hásetar handfærum, nema tveir, því þeir andæfðu, svo að bátinn bæri eigi fyrir straumi og vindi. Venjulega var ljósabeita notuð á handfæri, en svo nefndist alt það fiskikyns, er haft var til beitu. Mun nafnið ljósabeita upp- haflega myndað til aðgreiningar frá krækling, sem er rauðleitur. Eftir að lóðir höfðu verið dregnar, var haldið heim. Undir eins þegar lent hafði verið, var einn háseti sendur heim í verbúð, til þess að elda fyrir skipverja; en þeir, sem eftir voru deildu hlutum, gerðu aflanum til góða og brýndu síðan bátnum í naust. P'iskur var nær allur verkaður í skreið, og hagaði aðgerð og hluta- skiftum á svipaðan hátt og enn tíðkast í sumum verstöðum, og er þess vegna slept að lýsa því. Rjett þykir þó að drepa nokkuð á hvern ig gert var að flyðru, og hvað hinir ýmsu hlutar hennar nefnd- ust, því það mun nú flestum al- menningi ókunnugt. Vermaður, sem dró flyðru, fekk altaf auka- lilut, fyrir veiðina, umíram aðra háseta bátsins. Kviðurinn vár tekinn frá flyðrunni á þann hátt, að angiljubeinið, sem er næst fyrir neðan tálknin, var skorið í sundur um miðju beggja- vegna, og nefndist kviðurinn þá vaðhorn. Blaltan eða sporðurinn, sem vjer nú nefnum og vaðhornið, fell í hluta þess, sem fiskað hafði lúð- una, og nefndist hvorttveggja ábati. Tunga ílyðrunnar var jafnan kölluð brani. Fiskur flyðr- unnar var flakaður frá hryggn- um, og fengust á þann hátt fjög- ur flök, eða tvö sín hvoru megin. Þar sem flökin skiftust við sporðinn, var skorin rifa í hvert flak mitt, og nefndist það hald, vegna þess að í það var tekið, þegar fiskurinn var fleg- inn frá hryggnum. Þau flök voru nefnd spjaldflök, sem þurkuð voru í heilu lagi. Voru settar í þau tvær spýtur til þess að halda þeim í sundur, önnur í haldið, en hin L neðri enda. Eftir nægilegan þurk var þeim skift í fjögur strengsli, ef þau höfðu verið af stórri flyðru, en annars í tvö. Strengslin voru síðan látin hanga þar til herslan var næg. Bæði kviðuggi og bakuggi flyðrunnar nefndust rafabelti, eða í dag- legu tali aðeins belti. Hryggn- um var skift í tvent, og nefndist hvor hluti spildingur, og fylgdi kviðbelti framspilding, en hnakkabelti afturspilding. Beltin voru síðan skorin frá spildingun- um og hengd upp til þurks. Þeg- ar þau voru sæmilega blásin, voru þau matreidd á þá lund, að skera þau niður í smábita, og steikja þá síðan á glóð, og þótti það matur með ágætum á hvaða borði sem var. Höfði flyðrunn- ar var skift í tvent, og var oft- ast hlutast til um að hvítu höf- uðkinninni fylgdi hnakkafiskur- inn, sem í þann tíma nefndist stakkur. Við maga flyðrunnar er þykk húð, kölluð hverfa. Var hún vanalega tekin frá, þegar um stórar flyðrur var að ræða, því þá var maginn blásinn út, þurkaður og síðan notaður undir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.