Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1935, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1935, Síða 2
338 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS en annara manna. Jeg hafði eitt- hvert óljóst hugboð um Jiað, að í raim og veru liði honum alls ekki vel. Hann minti mip að nokkru leyti ;i manninn, sem álfarnir heilluðu inn í berfrið, o<r varð að dvelja þar. enda þótt hann þráði altaf til mannabygða. Altaf var hann sístarfandi. Hvað gat hann altaf verið að skrifa ? Enda þótt öll börn, sem kyntust honum, elskuðu hann, bar jeg fremur til hans lotningu en ástarhug. Jeg skildi það ekki þá, að hægt væri að skrifa sjer til hugarhægðar. Jeg skildi það lield ur ekki þá, hver Ólafur Davíðsson var. En með auknum þroska og aldri, kyntist jeg lífi hans og verkum svo mikið, að jeg dirfist að rita um hann nokkur orð í þeim tjlgangi, að kynna hann hinni uppvaxandi kynslóð í land- inu. — II.. Ólafur var fæddur að Felli í Sljettuhlíð, 26. febrúar 1862. Foreldrar hans voru sjera Davíð Guðmundsaon frá Vindhæli í Húnavatnssýslu og frú Sigríður Ólafsdóttir Briem frá Grund í Eyjafirði. Meðan þau dvöldu í Felli áttu þau við mjög þröngan kost að búa, en björguðust þó af eigin atorku og iðjusemi. í æsku gekk Ólafur að algengri sveitavinnu á sumrin, en stundaði að vetrinum nám hjá föður sín- um. Hann var snemma bókhneigður og námfús. Fimtán ára gamall settist liann í $nnan bekk Latínn- skólans, vel undirbúinn og þrosk- aðri en alment gerðist um jafn- aldra hans, Stúdentsprófi lauk hann 1882, sigldi þá til Hafnar. lauk heimspekisprófi og las nátt- úruvísindi við háskólann um hríð, tins hann, af ýmsnm óviðráðanleg- um ástæðum, hætti því námi og tók að gefa sig allan við íslénsk- um þjóðfræðum. Með hverju ári sýndi hann það betur og betur, að hann var fullkomlega þeim vanda vaxinn, að skilja og meta að verðleikum þá merkilegu fræðigrein. Strax á unga aldri hafði Ólaf- ur orðið heillaður af dulmætti þjóðsagnanna. Meðan liann var í Latínuskólanum kyntist hann Jóni Árnasyni, frænda sínum, og varð honum mjög handgenginn. Má telja það víst, að gamli mað- urinn hafi freniur hvatt hann eu latt til að leggja rækt við íslensk þjóðfræði, og þá einkum að gefa sig við söfnun þjóðsagna. Þess gætir víða í æskubrjefum Ólafs, að hann hefir snemma vit- að, að alþýða manna átti ekkert í fórum sínum, sem betur lýsti innra lífi henuar, en sagnir henn- ar °g þjóðkvæði. I þeim birtast hugboð hennar um dulmögn til- verunnar, draumar liennar og speki. Þetta vissi Ólafur Davíðs- son, jafnvel áður en hann hitti Jón Árnason. Áður en Ólafur fór í skóla var hann farinn að safna ýmsum forn um og nýjum fróðleik, þjóðsög- um og þulum. Safnaraeðlið var honum meðfætt og rótgróið, og óx með hverju ári. Á skólaárum sín- um safnaði hann 4—5 þúsund ís- lenskum orðum, sem hvergi voru í orðabókum. Sömuleiðis safnaði hann íslenskum bókum, og átti á tímabili allmikið. Meginhluta þess mun prófessor Williard Fiske hafa fengið, hitt gekk í súginn, meðan Ólafur dvaldi í Höfn. Fyrsta háskólaár sitt skrifar Ólafur í brjefi til bróður síns. Guðmundar Davíðssonar á Hraun- um: ,,Nú er jeg farinn að lesa botanik upp á kraft og er það ekki amalegt, sem jeg hefi í hjá- verkum mínum.. Það er að safna öllum íslenskum óprentuðum lausavísum, merkilegum og ó- merkilegum. Jeg er búinn að fá um 2 þúsund. Jeg vildi gjarnan að þú vildir hjálpa mjer til og skrifa upp allar vísur, sem þú getur komist yfir. Það er sama hvað þær eru ómerkilegar, já, þó þær sjeu hringlandi vitlausar. Slíkt safn getur orðið fjarska merkilegt, og lagt þeim afarmik- ið lið, sem skrifa eitthvað um sögu, bókmentasögu eða siðsögu íslands, eða eitthvað um ísland yfir höfuð, því efni vísnanna er svo fjarskalega margvíslegt. Jeg trúi líka ekki öðru, en þjer þyki sjálfum gaman að verða við þess- ari áskorun minni, því það er ó- trúlegt, að þú hafir farið varhluta af grúskaranáttúru þeirri og sagna-maní, sem jeg er s-vo gagn- sósaður af. Jeg safna öllum d...., eins og þú veist: Gátum, leikum, skrítlum, þjóðsögum, orðum, kvæðum, vísum o. s. frv. Jeg tek líka vísnaparta, því það er mögu- legt að maður heyri seinna það, sem vantar í þá . . . .“ Þessi brjefkafli lýsir betur en nokkuð annað safnnáttúru Ólafs, enda varð honum mikið ágengt í þessu efni. Kynstrin öll af óprent- uðum, þjóðlegum fræðum lilóðust að honum, og hann gætti þeirra ekki síður en Árni Magnússon handrita sinna. Guðmundur á Hraunum, frændur og vinir Ól- afs, sendu honum margt og mik- ið, en mest týndi hann þó sjálfur saman og skrifaði, jafnóðum og hann heyrði. Það voru honum ó- sviknar ánægjustundir, þegar karlar og kerlingar þuldu honum fræði sín og þjóðsagnir, og alt skrifaði Ólafur. Það leynir sjer ekki, að þjóð- sagnirnar verða fegurstar, þegar þær eru skráðar af vörum alþýð- unnar, og fá að halda sínum með- fædda blæ óbrjáluðum. Þjóðsagan nýtur sín ekki í málskrúði og ný- yrðaílaumi, en missir mátt sinn, fegurð sína og líf. Þetta er einn af þeim höfuðlærdómnm, sem hver góður þjóðsagnaritari verð- ur að kunna og muna. Frændurn- ir Jón Árnason og Ólafur Davíðs- son vissu þetta alt allra manna best. Þeir varast alt, sem spillir anda og eðli þjóðsögunnar, en kappkosta að halda hinum lát- lausa málblæ og óbrotna alþýðu- stíL Geta má sjer þess til, að ýmsir Iiafi lialdið, er þjóðsögur Jóns Árnasonar komu út í tveimur þykkum bindum, að í þeim væru skráðar allar íslenskar þjóðsögur, sem nokltur veigur væri í. En svo var þó ekki. Urmull af afburða góðum sögum, sem ekki eru í því safni, lifðu í hugum alþýðunnar. 8umar hafa ef til vill smágleymst, öðrum óx ásmegin með hverju ári, og nýjar bættust við í hópinn. Þjóðsögur og þjóðsagnir eru alt- af að skapast, og hversu vel þjóð- in kann að meta þessa fjársjóðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.