Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1935, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1935, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 841 i I I Y J ! Y I I I T Y Y I ! Gróðrarstöð. Til minningar um Einar Helgason garðyrkjustjóra. Rís yfir tindana röðull skær, roðanum vítt yfir löndin slær, lífið í dásemdum geislanna grær, það grípur mig lotningu hljóðri. Sjá, ólíka stofna við háreist hlið sem haldi þeir vörð um hið skrautbúna lið, hjer sameinar náttúran frelsi og frið í fagnandi jarðargróðri. Hver hlýtur svo glæstan orkuarð sem ilmandi fagran jurtagarð? Og engum til lítils lífið .varð sem lutu þeim töframætti. Hvort getur ei blómið átt guðlega sál fyrst gleðst það og brosir við morgunsins skál t ♦% og vindurinn flytur þess vinarmál % í vaggandi hörpuslætti? 4 y y Sem liljuna prýðir hvert lítið blað, 4 svo ljómar fegurð um þennan stað, :j: hjer auganu veitist yndi það | sem andann í vöku dreymir. :*: Því starfið er eilíft þó æfin sje stutt, y einyrkjans hönd getur vegina rutt, | | hvert bros, hvert orð í einlægni flutt :*: | ófædda kynslóðin geymir. | | Karl Halldórsson. k Y Y *♦ V KKM^4M^*KKM^*HMXwXMXwXwMKK*******,MiMM'MW*****M**X******M*,MíM*iM'í***'MXiMX***'Mt*4*HJMíMH* Forn víkingaborg. í sumar hafa verið grafnar upp rústir fornrar víkingaborg- ar hjá Vaarby-á í Danmörku, um 2—3 km. þaðan, sem áin rennur í Stórabelti. Þarna hafa menn komið niður á húsgrunna, sem eru um 30 metrar á lengd og hin- ir stærstu, sem kunnir eru frá fornöld í Danmörk. Umhverfis borgina hefir verið virki og þar fyrir utan djúpt síki. t stórum öskuhaugum milli húsanna hafa fundist kynstur af beinum úr nautgripum, hestum, svínum, hjörtum og villisvínum. Enn fremur hafa fundist sverð, lensur og örvaroddar, alt úr járni. Þetta er fyrsta víggirta borgin sem fundist hefir norðan við Heiðabæ í Sljesvík. Er talið, að borgin sje frá 8. öld, eða þar um bil. Þá hefir Vaarby-á verið skip- geng upp fyrir borgina. — Jeg þarf að kaupa einhverja tækifærisgjöf handa gömlum manni. — Slifsi* — Hann hefir skegg. — Þá útsaumað vesti? — Hann hefir mjög sítt skegg. — Þá væri best að hafa það morgunskó. „Svarti örninn“. Hann fór litla frægðarför til Abyssiníu. Utlendur blaðamaður, sem er í Addis Abeba, skrifar á þessa leið: Ævintýramenn frá öllum lönd- um heims streyma til Abyssiníu, til þess að freista þar hamingj- unnar. Ungir menn, sem full- yrða að þeir hafi tekið þátt í Hubert E. Julian. Chako-striðinu, klæddir í snjó- hvíta suður-ameríkanska einkenn- isbúninga, sitja eftirvæntingar- fullir í biðstofum ráðherranna. Fyrir nokkru sat jeg við sama borð og maður nokkur, sem þótt- ist vera Englendingur, og sagð- ist ætla að stofna sjálfstæða hjúkr unarsveit. Og með miklum gor- geir talaði hann um öll þau sam- bönd, sem hann hefði við helstu stjórnmálamenn heimsins. Daginn eftir vissu allir í Addis Abeba að þetta var kokainsmyglari og að hann hafði verið þrælasali í Uganda. Af öllum þeim aðskotadýrum sem hjer eru og hefir tekist að vekja athygli á sjer, er þó mest talað um Hubert E. Julían, „Svarta örninn“. Hann er eini Svertinginn, sem hefir tekið flug- mannspróf í Bandaríkjunum, og blöð um allan heim dáðust að hon- um, er hann með brauki og bramli

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.