Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1935, Page 6
342
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Einn af hinum frægu ,,taxa“-bílum í París. sem notaðir voru til herflutninga þegar hin mikla
orusta viy háð hjá Marne, var nýlega seldur til Ameríku, sem kjörgripur. En áður en hann
færi var liann kvaddur með viðhöfn, eins og sjest lijer á myndinni.
fór til Abyssiníu, til þess að
hjálpa kvnbræðrum 'sínum.
— Frjettir af mjer hafa verið
á fyrstu siðu í öllum blöðum
heimsins, einnig í ,,Times“, er
hann vanur að segja (en glevmir
því þá, að ,,Times“ hefir aldrei
birt neina fregn á fyrstu síðu).
Hubert E. Julian er t'æddur í
London. og kom hingað með enskt
vegabrjef. En vinur lians. Abyss-
iníukeisari — hann talar altaf um
Halié Salisié eins og ]>eir væri
fóstbræður -— ljet hanri undireins
fá abyssinskt vegabrjef og gerði
hann að ofursta! En sannleikur-
inn er sá. að vinur hans, keisar-
inn, er mjög óánægður með hann.
,,Svarti örninn“, er sem sje mjög
ljelegur flugmaður. Eftir málfari
lians að dæma, hefir liann hafst
meira við í næturklúbbunum í
Harlem heldur en hjá Lindbergh.
Hann bvrjaði bjargráðastarf sitt í
Abyssiníu, með því að brjóta þrjár
flugvjelar. og Halié Salisié þolir
ekki slíka bruðlunarsemi. Þess
vegna var „Svarta erninum" fal-
ið að halda sjer við jörðina, og
nú átti hann að sendast út á land
til þess að æfa nýliða. Kvikmynda
tökumaður Paramounts vildi taka
mynd af honum, er hann legði á
stað. „Svarti örninn“ krafðist
þess að fá 50 sterlingspund fyrir
það. en felst seinast á 8 pund.
Svo lagði hann á stað. ríðandi á
múlasna og hin lietjulega sjálfs-
fórn hans og trú á sigur svarta
kynstofnsins var gert ódauðlegt
á nokkrum metrum af filmu. En
skamt frá borginni sneri hann aft-
ur og læddist inn í borgina — þar
vildi hann heldur vera en í liern-
um.
Englendingurinn Beatty, sem er
frjettaritari fyrir „United Press‘“
ljet birta grein um hann í London
og var „Svarti örninn“ mjög ó-
ánægður með liana. Og er liann
hitti Beatty á götu nokkru seinna
jós hann yfir hann öllum þeim ó-
kvæðisorðum, sem liann hafði
lært í skúmaskotum New York.
Franskur blaðamaður, frjettarit-
ari ,.Paris-Soir‘‘ skarst í leikinn,
en Surtur kallaði hann þá
„franskt svín“! Stór úlfaþytur!
Frakkar fóru til keisarans og
kærðu Surt, því að hann hefði eigi
aðeins móðgað blaðamanninn, lield
ur alla frönsku þjóðina.
Nú hefir Herbert E. Julian
verið rekinn brott úr Addis Abeba,
því að hann reyndist ekki annað
en glamrari.
nmerískt.
Lögfræðingur kom til ynging-
arlæknis og spurði, hvort hann
gæti gert sig 25 ára gamlan.
— Auðvitað, en það kostar
10.000 dollara.
— En getið þjer þá ekki gert
mig 18 ára?
— JÚ, en það kostar 15.000
dollara.
— Það gerir ekkert til, jeg vil
heldur vera 18 ára gamall.
Hálfu ári seinna kom ynging-
arlæknirinn og vildi fá borgun-
ina.
— Það kemur ekki til neinna
mála, læknir. Þjer hafið gert mig
ómyndugan, og ef þjer ætlið að
neita því, þá kæri jeg yður fyr-
ir svik.