Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1935, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1935, Síða 6
S66 SNiSQY^gNíiDaoK gpgsin \ IsicnsKur]jhagleiHsmaður. Kerran, sem Jósep smíðaði og- fekk 5000 dollara verðlaun fyrir. 1 Ameríku er verksmiðjufjelag, sem framleiðir allskonar jarð- yrkjuverkfæri, dráttarvjelar og bíla. Á það verksmiðjur bæði í Bandaríkjunum og í Kanada. Það eyðir árlega stórfje í auglýsingar, en einhver besta auglýsing þess er samkepni, sem það lætur fram fara á hverju ári meðal æsku- manna, að smíða smákerrur. Þá, sem fá verðlaun fyrir kerrur sín- ar, tekur fjelagið upp á sína arma, kostar þá í skóla og veitir þeim síðan atvinnu. Er það orð- inn fjöldi æskumanna, sem tekið hefir þátt í samkepninni og á hverju ári býður fjelagið þeim í skemtiför til ýmissa borga í Kanada og Bandaríkjunum. Er ár- lega breytt um staði nema tvö seinustu árin; þá var piltunum boðið til Chicago, því að allar smákerrurnar voru á heimssýning- unni þar. Jósep Ólafsson, Einn af þeim, sem tekið hafa þátt í samkepninni er íslenskur piltur, Jósep Ólafsson. Hann er fæddur vestan hafs. Hann smíð- aði kerru þá, sem sjest hjer á myndinni og hlaut 5000 dollara verðlaun fyrir. Smíðatól hafði hann víst af skornum skamti, en kerruna smíð- aði hann heima í eldhósi hjá móður sinni. Fjelagið kostar hann í skóla. Hefir hann nú verið á vegum þess í eitt ár og í vetur verður hann í ríkisháskólanum í Saskatschevan. Seinustu tvö skólaár sín gengur hann svo í vjelfræðiskóla, sem fjelagið heldur sjálft uppi. Þegar hann útskrifast þaðan, er honum ábyrgst vinna hjá fjelaginu með góðum kjörum. Má telja hann hepnismann að hafa komist svona vel innundir hjá fjelaginu. Merkur Islandsvinur, Frú Margrethe Löbner Jörgensen. Einhver besti Islandsvinur í Danmörk er frú Margrethe Löbner Jörgensen. Hefir hún sýnt það á margan hátt. Mun hún vera eina konan í Danmörku, sem hef- ir lært íslensku tilsagnarlaust svo, að hún les málið og skilur það, þegar það er talað. Allir íslendingar, sem hafa ver- ið í lýðháskólanum í Askov, munu minnast hennar með hlýjum huga, því að þeir voru altaf boðnir og velkomnir á heimili hennar, og var þeim tekið þar sem vildar- vinum. Um það, hvernig stóð á því að frúin fór að læra íslensku, hefir hún sjálf sagt þannig frá: — Það var í Kolding fyrir mörgum árum, að yfirlæknirinn þar sagði mjer að jeg væri berkla- veik og yrði að fara á heilsuhæli. Eitt andartak leið mjer við ör- vílnun. Eins og í leiðslu gekk jeg vit frá lækninum og» niður stig- ann, út á götu, og gekk lengi fram og aftur um göturnar í rænuleysi, og sál mín var hrygg. En tvent var mjer þó ljóst: að jeg yrði að berjast gegn sjúk- dómnum af öllum lífs og sálar- kröftum, og að reyna að auka Margrethe Löbner Jörgensen. þekkingu mína meðan jeg væri í hælinu, svo að hugur minn yrði bundinn við það, en ekki við veikindin og heimþrá. Jeg veit ekki hve lengi jeg ráfaði um göturnar, en seinast staðnæmdist jeg við glugga, upp- ge'fin af þreytu og hallaðist upp að dyrakarminum. Þá sá jeg í glugganum hina norrænu lesbók og málfræði Ludvig Wimmers. Jeg tók þetta sem bendingu til mín, gekk inn í bókabúðina og keypti báðar bækurnar. Síðan fór jeg á Krabbesholm heilsuhæli og þar byrjaði jeg að læra íslensku. Þegar jeg kom heim til Askov aftur, eftir hálft ár, og varð enn um hríð að „liggja úti“ eftir ráði læknis,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.