Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.1936, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.1936, Qupperneq 3
Nafnspjald barónsins meO kórónu. Og getið, að hann liefði reynt að há eíjrnm hans úr klóm konunnar, en það hefði. mistekist. Nvi ætti hann að hverfa frá íslandi og fara út í liínn mentaða heim, því að þar gæti hann áreiðanlega orðið frægur sem hljómlistarkennari. Af þessu má marka. að baróninn á Hvítárvöllum hefir verið ævin- týramaður. Hefir hann sennilega komið hingað til þess að flýja for- tíð sína. Hugulsemi og blómagarðar. Allir þeir, sem kyntust harónin- um nokkuð. hera honum það orð að hann hafi verið „gentlemaður", framúrskarandi hugulsamur og svo hrjóstgóður, að hann mátti ekkert aumt sjá, án þess að hann revndi að bæta úr því. Hann var altaf hjer í Keykjavík um jólin, og hjeðan sendi hann öllu starfsfólki sínu á Hvítárvöll- um jólagjafir, sinn böggulinn handa hverjum. Var slíkt óþekt þá hjer á landi og vöktu gjafir hans hinn mesta fögnuð á heimil- inu. Annað dæmi um nærgætni hans og gott hjartalag var það, að með- an hann bjó á HvítárVöllum drukknaði bóndi í Grímsá. Kona þessa bónda hafði unnið hjá bar- óninum. og reyndist hann henni besti drengur og seta bróðir í raunum hennar. gaf henni peninga og hjálpaði henni á allan þann hátt er hann gat. Bins og margir Frakkar liafði haróninn næmt auga fyrir fegurð. Honum mun hafa fundist að ís- lendingar væri all skeytingarlaus- ir um alt það. sem augað gle'ður og Berurjóðurslegt víðast. Byrj- aði hann þe'ss vegna þegar á því, er hann var kominn að Hvítárvöll- um, að koma þar upp skrúðgörð- um, og voru þeir orðnir fagrir er LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3 hann fell frá. Nú munu þetta vera kartöflugarðar. En með þessari viðleitni sinni að fegra landið, vakti liann aðra til umhugsunar um það, og af hans dáðum má þakka það, að níi eru til skrúð- garðar víða í Borgarfirði, og ber þó fyrst og fremst að nefna hinn fagra skrúðgarð Sigurðar Fjeld- sted i Ferjukotí, sem áreiðanlega er endurminning um dvöl bar- ónsins á Hvítárvöllum, og kvnn- ingu þéirra Sigurðar, Gróðahugur. Það var í baróninum mikill gróðahugur. Hann hugsaði ekki um annað en hvernig hann gæti orðið ríkur á stuttum tíma. Þess vegna keypti hann Hvítárvelli og kom upp kúahrii í Reykjavík. Taldi hann sig mundu geta orðið stórríkan á húskapnum. En hú- skapurinn har sig ekki, sem varla var von. Og þá var hann með alls konar heilabrot. Einu sinni datt honum það í hug að setja á fót stórt hrossa- bú. Hafði hann reiknað út hve marga hesta hann gæti selt á ári, og hvað hann græddi á þeim: — Þegar hann bar þessa áætlun undir Sigurð, sá Sigurður þegar að hann hafði gleymt kostnaðarhliðinni, og henti lionum á. að hann þvrfti að afla heyja handa hrossunum; ann- ars mundu þau falla úr hor, og þá yrði nii gróðinn lítill. Þá hvarf baróninn frá þeirri hpgmynd. Þegar -hann kom að Hvítár- völlum, átti jörðin veiðirjett í Grímsá, en hann hafði verið leigð- ur En«lendingum. Var haróninn h.iá þeim öllum stundum þe'gar beir voru að veiða. Svo er bað einu sinni að hann segir við Sig- urð að hann vilji kaupa Blunds- vatn. Sigurður spurði hvað hann ætl- aði að gera við bað. •Tú. hann ætlaði að byggja þar höll og hafa skemtibát á vatn- inu: mundi hægt að leigia Eng- lendingum vatnið og höllina. Daginn eftir reið svo Sigurður með honum og kevptu þeir Blundsvatnið fekki jörðina) fyrir 300 krónur. Þar setti haróninn tjald og dvaldist þar æði lengi. En engir hændust þar að, og ekki er höllin komin enn í dag, eUda var vatnið ónýtt sem yeiðjvatn, pg er nú að mestu horfið. Þá kejrpti baróninn veiðirjett í Langadalsvatni af Borgarhrepp. Ljet hann reisa þar sumarbústað og dvaldist þar tímum sgman. Það hús stendur enn. Þannig var b.aróninn.. Hann hljóp úr einú í annað, en hafði ekki úthald til neins. Ef hann hefði aðeins húgsað u.m Hvítárvell- ina. héfði hann getað verið þar enn, og búið blómabúi. Útgerð. Þegar haróninn sá að hve'rju fór með búskapinn, komst hann að þeirri niðurstöðu, að eina ráð- ið til að græða hjer á Íslandi, væri útgerð, ekki skútuútgerð, eða smábátaútgerð, heldur togaraút- gerð. Kom honum þá til hugar að stofna fjelag með 16—20 enskum togurum og fá leyfi fyrir þá að veiða í landhelgi alla leið frá Tngólfshöfða að Reykjanesi, gegn því að Faxaflói vrði friðaður fyr- ir togurum. Ritaði hann langa grein um þetta mál í ,,lsafold“ vorið 1901. Þar ræðir hann um það, að efna- leysi fslendinga hái hje'r öllum framkvæmdum. en álit sitt sje, að fsland hljóti að fá frá sjónum sinn fyrsta stvrk til viðrjetting ar, og að þaðan gæti, ef hyggilega væri að farið, komið svo fljót og veruleg hjálp til handa öllum landsbúum, að hier væri miög gagnger breyting komin á til verklegra framfara að 10 til 20 árum bðnum. Hann getur þess einnig að ís- lendingar eigi engum vönum mönnum á að skipa adð togara- veiðar, en það skilyrði mætti setja að svo og svo mörgum yrði kent á skipunum og auk þess mætti skuldbinda fjelagið til þess að veita svo og svo mörgum atvinnu í landi. Reykjavík væri best til þess fallin að fje'lagið hefði þar aðal- bækistöð sína „auk. þess. sem það er langhagfeldast. fyrir landið, að aðalstöðin sje í höfuðstað þess“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.