Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1936, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21
Si^mundur M. Long:
Isienskur
ævintýramaður
Sigurgeir sonur síra Jón Þor-
steinssonar frá Reykjahlíð, flutti
úr átthögum sínum austur á Fljóts
dalshjerað. Kona hans hjet Ólöf
Gabríelsdóttir. Þau bjuggu á
Galtastöðum ytri í Hróarstungú
mörg ár, og áttu fjölda barna.
Með þeim kom að norðan unglings
maður, hálfbróðir Ólafar, sam-
mæðra, Guðmundur Hallgríms-
son.
Um Guðmund þenna Hallgríms-
son má með sanni segja, að „ann-
að er gæfa en gjörvuleiki“, því
að honum var margt einkar vel
gefið. Hann var vel meðalmaður
á hæð, fallegur í vexti og fríður í
andliti, vel skynsamur, ljettmáll,
kátur og skemtilegur í viðbúð.
En á hinn bóginn einstakur ó-
reiðumaður, drykkfeldur og kven-
hollur í frekara lagi, stefnu og
staðfestulaus og ekki við eina fjöl
feldur. Mun þó í insta eðli sínu
enginn klækjamaður hafa verið,
en eins og vanalegt er og við-
gengst, eru slíkir menn oftast sjer
gera sig gildan þegar ekkert er
í húfi!
Kvöld.
Stjörnubjartur himinn og tungl-
skin! Kvöldkyrð og djúpur frið-
ur I
Á sjúkrastofum Vífilsstaða eru
ljósin slökt. Hjúkrunarkonur og
starfstúlkur allar eru komnar til
hefbergja sinna og hafa lagt af
sjer einkennisbiininga, slæðu og
kappa. Þessi blessaður dagur er
þá liðinn, segja þær andvarpandi!
Á göngum hælisins er enn ljós
— og þárna gengur engilhvít
hiúkrunarkona! Hún er vöku-
kona og á að vaka þegar hinar
sofa. Skyldu nú allir sofa nema
hún ? Góða nótt, litla hvíta vöku-
kona — góða nótt!
og öðrum til ásteytingar og vand-
ræða með ýmsu móti.
Guðmundur mun hafa gifst til-
tölulega ungur. Kona hans hjet
Lovísa Jörgensdóttir Kjerulf. Þau
voru ekki lengi saman; hún dó á
Háreksstöðum í febrúar 1863.
Eftir dauða Lovísu var Guð-
mundur um hríð á ýmsum stöðum
á Austurlandi. Haustið 1864 var
hann í Eskifirði. Þar voru þá bú-
endur annars vegar Jón Sigfússon
og Elín Þorvarðardóttir; ætla jeg
að hann hafi verið á þeirra snæri.
Hinn ábúandinn var Sesselja Sig-
fúsdóttir, ekkja Jóns Jónssonar
frá Kollstaðagerði. Guðmundur
var í þingum við Sigríði dóttur
Sesselju. Áttu þau barn saman.
Fleiri launbörn mun hann hafa átt
á þeim árum, þó þess verði hjer
ekki framar getið.
Sumarið 1867 var Guðmundur
hjá hvalveiðamönnunum amer-
ísku á Vestdalseyri við Seyðis-
fjörð. Þar voru um 20 íslendingar
um sumarið, meiri hlutinn af þeim
drykkjumenn og draslarar, sem
voru þó dugandi menn að öðru
leyti. Einn af þeim hje't Óli Finn-
bogason, Vopnfirðingur, montinn
og mikill á lofti, en heimskur og
lítilmenni. Óli hjelt afmælisveislu
sína um sumarið, og veitti þá
löndum sínum og samverkamönn-
um rausnarlega. Þá kvað Guð-
mundur:
Einn er hjer maður okkur með í
verki
og eligan betri vin er hægt að fá,
hann er sem Gunnar hetjujafninn
merki,
hann er sem Njáll, ef vitið reynir
a.
Óli hann heitir og er norðurþjóða
ættblómið mesta sem að stendur
nú,
Honum vjer allir ættum virðing
bjóða,
í eining segja: Húrra, lifi þú!
Guðmundur kemur úr
siglingum.
Það var á milli 1875 og 1880,
hvert árið man jeg ekki, að Guð-
mundur Hallgrímsson kom snemma
um sumarið frá Danmörku til
Seyðisfjarðar, og fór þangað
aftur um haustið. Meðan hann
dvaldist heima, fór hann upp á
Hjerað að sjá ættingja sína og
kunningja, og var hvarvetna vel
tekið. Hann var vel klæddur,
kunni frá mörgu að segja, þar eð
hann hafði þá verið sjómaður ár-
um saman, búinn að fara víða og
sjá margt. Var líka vel tölugur
og hafði ærna skynsemi til að gera
frásagnir sínar - áheyrilegar og
skemtandi. Jeg var þá veitinga-
maður á Fjarðaröldu. Var Guð-
mundur hjá mjer nokkra daga
um haustið að bíða eftir skips-
ferð til Danmerkur. Sagði hann
mjer frá ýmsu, þó nú sje margt
af því gleymt.
Ekki veit jeg hvar Guðmundur
hefir verið, eða hvað langt hefir
liðið frá því hann var á Vestdals-
eyri, sem fyr er getið, og þar til
hann sigldi. En af Akureyri fór
hann að áliðnu sumri, eða um
haust, sem háseti á skipi, sem
fór til Kaupmannahafnar. Var
liann þá svo gjörsnauður, að
fjögur mörk (kr. 1.33) var öll
hans peningaeign er hann steig
á land í Danmörku.
Guðmundur kemst í kynni
við „ekkju“.
En ekki hafði hann lengi dvalið
í Kaupmannahöfn, er hann komst
í kynni við ríka ekkju, sem helt
þar hús ásamt dóttur sinni gjaf-
vaxta. Tók ekkjan liann að sjer,
veitti honum kost og klæði ríkti-
lega. Kvaðst hann hafa verið
hversdagslega í frakka, með hvítt
brjóst og pípuhatt og úr í vasa.
Lifðu þau konan og Guðmundur
eins og hjón um veturinn, og
hafði liann aldrei fyr átt slíka
ævi. Ljet liún sem sjer þætti ákaf-
lega vænt um hann. Þó skildist
mjer á Guðmundi að dóttirin og
hann he'fði einnig varið góðkunn-