Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1936, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1936, Qupperneq 1
JJfloraiMíMaðsins 12. tölublað. Sunnudaginn 22. mars 1936. XI. árgangur. k.f. J arðskjálftarn i r á Suðurlandi árið 1896, Björn Jónsson, ritstjóri. Niðurlag. EGAR jarðskjálftarnir voru um garð genguir og ástandið var kunnugt orðið, þá komu liin- um aðþrengdu hjeruðum vonum bráðar ínikil og góð hjálp úr ýms um áttum, einkum úr Reykjavík. Sýndu Reykvíkingar jarðskjálf'a- hjeruðunum einstakan mannkær- léika, bróðurhug og drengskap. Mun það aldrei fyrnast mörgum þeim, sem fyrir urðu. En þótt margir væru góðir, þá var enginn slíkur sem Björn sál- ugi Jónsson, ritstjóri ísafoldar. — Yar hann aðal hvatamaður til styrk,tar, samskota og margvís- legra hjálparverka. 1 Reykjavík var stofnuð 5 manna samskotanefnd. Tók hún á móti fjegjöfum og annaðist ýmsa aðra hjálp, sem sveitirnar þörfn- uðust. Nefndarmenn voru Júlíus Havste'en amtmaður, form., Björn Jónsson gjaldkeri, Jón Helgason dóeent ritari, Tryggvi Gunnarsson bankastjóri og Bjöm M. Olsen rektor. Ein allra besta hjálpin var það, er Reykvíkingar og fleiri buðust til þess að taka börn úr jarð- skjálftasveitunum, meðan veTið væri að koma upp manna hýbýl- um. Þessi hjálp kom sjer sjersfak- lega vel. Börnin, sem suður fóru voru 116 'að tölu; voru 57 úr Ölfusi, 30 úr Flóa, 10 úr Land- mannahreppi, 7 af Skeiðum, 8 úr Holtamannahreppi og 2 úr Eystra- hreppi. Af börnum þe'ssum tóku Reykvíkingar 89, Seltirningar 17, Kjalnesingar 9 og hjón í Hafnar- firði 1. Flest voru börnin 5—6 eða 7—9 vikur fyrir sunnan. Þegar jarðskjálftafrjettirnar bárust til Danmerkur, þá var sam- skotanefnd sett þar á laggimar; safnaði hún miklu fje bæði frá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.