Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1936, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1936, Síða 6
94 LESBÓK MORGUNBijaÐSINS til þess. Fyrst og fremst var hann beinlínis skemtilegur, glaðlyndur og góðlyndur, laus við illmælgi og óþrif sem þótti oft brenna við hjá öðrum flökkurum, hann var fróður um margt og talaði af greind um menn og málefni, en einkennilegur svo oft var brosað að honum og seildist hann bein- línis til þess að láta hlæja að sjer. „Engum manni ertu líkur, Guð- mundur Árnason", hafði hann eft- ir merkum manni og þetta þótti honum afbragð alls þess sem við hann hafði verið sagt um dagana. Hann skrifaði prýðilega rithönd og var hreykinn af, og sískrifandi allar stundir, meðan hann stóð við á bæjunum. Hann skrifaði upp úr hókum og blöðum það sem honum fanst til um og skorti ekki dóm- greind. „Drektu aldrei fvrsta staupið", hjet smágrein í „Æsk- unni“, það blað fekk hann lánað hjá mjer og skrifaði greinina upp, hafði hann þetta vfir jafnan síð- an. Hann bragðaði ekki vín og ekki heldur tóbak en 6 tóbaks- bauka kom hann eitt sinn með norðan úr landi, hafði kevpt þá fyrir sumarkaupið sitt (hann vann lengi að heyvinnu fyrir dálitlu kaupi og altaf í Norðurlandi). Voru baukar þessir haglega gerð- ir og ýmist úr tönn eða trje og útskomir eða silfurbúnir. Jeg hygg að þá eina gripi hafi hann átt fyrir utan garmana sem hann klæddist í, og leiðinleg ritvilla er á legsteininum hans, þar sem stendur: „Gripi átti úr gulli skæru“, Nei, Gvendur gamli átti ekki skartgripi og mat slíka gripi að verðleikum eii ekki meir. En vís- an eða stefið er svona: „Gripi átti gulli fegri: Höndin frjáls — „jeg hefi engu stolið“, sagði hann — „og heilsan góða — einnig þar með afbragðs sinni“. Þetta vissi hann að voru gripir gulli fegri. Gtiðmundur hafði söngrödd góða og var vel lagviss, hafði hann og altaf eitthvert sálmalag við sitt dúll, sem hann kallaði sjálfur: Einheyrt tungutak. í sveitum tók hann aldrei neitt fyr- ir að dúlla og var ekki fjegjarn. En hann hafði mikið álit á „list sinni“ og langaði mjög til þe'ss að koma henni í grammófón, en þess var vitanlega enginn kostur. Trúmaður var Guðmundur og bar mikla lofningu fyrir guðsorði, kom þó fyrir að hann sat í kirkju, með húfu á höfði, þegar kalt var því hann var sköllóttur mjög og kvaðst ekki vilja deyja úr hje- gómaskap eins og prestur einn, sem hefði ofkælst á því að standa berhöfðaður við greftrun. Hann ljet skíra sig mormónaskírn „til vonar og vara“, af því að hann áleit barnaskírn ógilda, en óskírð- ur vildi hann ekki vera, engin trúskifti komu þar til greina, eU hann átti ekki á öðru völ en þessu og greip þá tækifærið og $teig niður í vatnið. Hann bar volta- kross á brjósti, til vonar og vara heilsunni til varðveislu, vildi „á að ósi stemma“, eins og þar stend- ur. Guðmundur hafði helse, til miklar mætur á Símoni Dalaskáld, gerðist hjá honum skrifari og vitnaði til hans stöðugt. Ekki var hann þó blindur fyrir göllum Símonar og áleit hann stundum „svínskan“ um of í kveðskap, en hann er besta skáld og fyrirtaks rímari, bætti hann ætíð við. Og ekki taldi hann eftir sjer smá snúninga fyrir Símon, því einu sinni „skrapp hann fyrir hann norðan iir Skagafirði, til Revkja- víkur“, eftir meðulum, náttúrle'ga fótgangandi, fekk hann fyrir það gamlar buxur af Símoni og áleit vel borgað. Margt mætti fleira um Guð- mund segja, en jeg læt hjer sfað- ar numið, þó má geta þess að margir frændur hans reýndust honum vel, meðal annara Árni kaupmaður á ísafirði og sr. Þor- valdur bróðir hans, að ógleymd- um Tómasi á Barkarstöðum, sem bauð honum að koma til sín hve- nær sem hann þyrfti með. Og fór svo að lyktum að Guðmundur þáði boð hans og settist að hjá honum, og þar dó hann. En trúr var hann Símoni, því þegar hann lá bana- leguna og Tómas var nýbúinn að lesa fyrir hann lesturinn á sunnu- degi, þá segir gamli maðurinn: „Jú frændi, skáld var Símon“. Voru það hans síðustu orð. Fornleifafundur í Englandi. Steinaldarbær grafinn upp. Um tveggja ára skeið hafa ensk- ir vísindamenn verið að grafa upp Maidens Castle' rústirnar í Dorset, en þar var einu sinni hið stærsta virki, sem til var í landinu. En löngu áður en það virki var bygt, og löngu áður en sögur hófust, hefir verið þar bygð stein- aldarmanna. Þeir voru breskir og er talið að þeir bafi reist þarna þorp á hárri hæð fyrir 3500 árum. Umhverfis þorpið höfðu þeir graf- ið díki, sjer til varnar. I rústun- um af bústöðum þeirra hefir fund- ist mikið af steinöxum og öðrum verkfærum úr steini, vefjarkamb- ar gerðir úr dýrahornum. Þeir hafa lifað á akuryrkju og kvik- fjárrækt. Nautgripir þeirra hafa verið mjög stórir, en það kyn er nú liðið undir lok. En svo hafa þeir orðið að flýja staðinn, senni- lega vegna vaxandi þurviðra, og hafa þá sest að í dölunum. Nú lá staðurinn í eyði um nokkr ar aldir, en á 4. öld fyrir Krist bygðist hann aftur og var þá víg- girtur. Voru fyrst um 15 ekrur lands innan víggirðinganna, en seinna var landssvæðið þrefaldað að stærð. Þeir, sem bjuggu þarna hafa lif- að friðsömu lífi, og -aðallega stund að kvikfjárrækt. En um 100 árum fyrir Krist kemur árásarflokkur að ve'stan og leggur staðinn und- ir sig. Og það voru þeir sem bygðu hina miklu virkisgarða, sem enn sjer merki, og höfðu ramger vígi við hvert hlið. Þeir fluttu með sjer nýja menningu. og nýar bygg- ingaraðferðir. Það er ekki aS sjá að þeir hafi verið herskáir. — Staðurinn óx og um eitt skeið munu haf-a verið þar um 5000 íbúa, en það þótti fjölme'nn borg á þeim dögum. Fornminjar frá þessum tíma sýna það, að íbúarnir haf-a átt lítil viðskifti við aðra. Skömmu eftir að Rómverj'ar lögðu England undir sig, var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.