Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1936, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1936, Blaðsíða 2
90 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Dönum og öðrum þjóðum. Sam- skotin munu kafa orðið um það bil 146.000 kr., og af þeirri upphæð 25.000 kr. frá Islandi. EÐAN á jarðskjálftunum stóð var það Rangæingum og Arnesingum mikið áhyggjuefni. hvort brýrnar á Ölfusá og Þjórsá mj-ndi standast þessar sviftingar náttiiruaflanna. En sem betur fór stóðust þær öll þessi áhlaup; bil- uðu lítið eitt, sem varla gat talist. Mun viðgerðin á Ölfusárbrú hafa kostað 600 kr., en á Þjórsá enn minna. Töldu menn það mikið lán í óláni, að svo giftusamle'ga tókst með dýrustu mannvirkin, sem fs- lendingar áttu á þeim árum. Hefði það og aukið stórum á erfiðleika manna, ef brýrnar hefði hrunið. EG hefi áður vikið að því, að sunnudagurinn 6. sept. rann upp í Ölfusinu með dýrðlegri feg- urð og blíðu, svo að jeg man varla fegurri morgunstund. Þegar leið að miðjum morgni, og ókyrleikinn, sem varað hafði alla nóttina, meira og minna, var tekinn að minka, þá fór okkur að langa í morgunkaffi, en hjer var nú ekki hægðin á. - Hvar var matur og kaffi og öll áhöld t Flest alt á kafi einhversstaðar í bæjarrústunum. En okkur kom saman um, að ekki dygði að „gefa sig með saumunum" — mat og kaffi yrðum við að fá. Var nú skift með'sjer verkum. Sumir fóru að grafa í rústirnar og leita og leita, aðrir að byggja hlóðir niður við ána, og enn aðrir að koma fyrir matborðum á leið- unum í kirkjugarðinum. Eggjaði nú hver annan að duga sem best og láta engan bilbug á sjer finna, þó útlitið væri ekki sem glæsileg- ast; öllum eljum hefði upp rofið og svo mundi enn verða. Var ó- blandin gleði að sjá, hvað allir báru sig karlmannlega. EGAR leið að hádegi fóru menn að koma til og frá úr sveitinni, einkum úr miðbiki sveit- arinnar, og höfðu þeir allir sömu söguna að segja, bæina ýmist gjör- fallna eða stórskemda, og fólk alls staðar flúið úr húsum. Síra Ólafur Ólafsson. Nú var auðsjeð að ekki var til setunnar boðið. Boðaði jeg því til almenns fundar daginn eftir á hádegi á þingstað hreppsins. Á fundinn kom hver einasti bóndi — það þótti eins dæmi. Fyrst var ,tekið bráðabirgðayfir- lit yfir ástandið í sveitinni. Síðan var samþykt að allir skyldi hætta slætti og fara að byggja upp yfir menn og skepnur. Yrði hver öðr- um að hjálpa, og enginn skerast úr leik, því að voði væri fram und- an ef vetur kæmi snemma með frost og snjóa. Fast var að því stafað að nú yrði menn að reynast góðir drengir og hver öðrum vinir í raun. Brugðust menn vel við þessari miklu nauðsyn og stóðu drengilega við loforð sín. Reynsl- an sýndi líka að alt var þetta sæmilega ráðið, því að nær skall hurð hælum að veturinn næði sum- um á bersvæði. AÐ sem mest vanhagaði um var vinnukraftur og bygging- arefni. En úr því rættist vonum framar. Sýslan tók skyndilán, 10.000 kr. og var það aftur lánað sveitunum til timbur- og járn- kaupa. Verkamenn komu í hópum að sunnan, einkum úr Reykjavík. Og menn ljetu hendur standa fram úr ermum. Hefi jeg aldrei á ævi minni sjeð metin vinna með slík- um brennandi áhuga, kappi og dugnaði. Menn gáfu sjer varla tíma til að borða og sofa. Margur gerðist þá smiður, sem áður þótti lítt lagtækur. Það var gamla sag- an: Að menn geta mikið þegar nauðsyn rekur á eftir. Þar sem bæir voru gjörfallnir voru bygð bráðabirgðaskýli til vetr arins, og endurbygt síðan frá stofni vorið eftir, og þá viðast dálítið betra en verið hafði. N hvernig leið nú fólkinu á þessu tímabili, frá því það flúði úr bæjunum og þangað til búið var að koma upp einhverjum húsakynnum ? Því leið yfirlei.tt fremur illa. Allir lágu úti, ýmist í ljelegum tjöldum, eða í tóftabrotum eða heyskýlum. Var þá reft yfir með spýtnarusli og síðan breitt yfir brekán, rekkjuvoðir og s.triga- tuskur. Auðvitað hriplak þetta hverri skúr, sem úr loftinu kom. Þótti þá margri móðurinni gott að eiga börnin sín fyrir sunnan, í góðra manna höndum. En þó aðbúðin væri slæm, þá bar fólkið kjör sín með rósömu geði. Jeg var um haustið oft og víða á ferð um sveitina, þar sem jeg var bæði prestur og hrepps- nefndaroddviti sveitarinnar; og jeg kom eins og skylda mín var, einkum á þá bæina þar sem jeg vissi að labast var. Jeg varð sumss,taðar að skríða inn í þessi byrgi á fjór- um fótum; svo sat jeg flötum beinum á rúmfletunum hjá hús- bóndanum og drakk hjá húsfreyju góðan og vel úti látinn kaffibolla. Svo spjölluðum við saman um á- standið og reyndum að finna á því björtu hliðarnar, það færi nú alt smám saman að lagast, við færum von bráðar að flytja inn í bæina aftur; svo kæmu nú krakkarnir eftir skamman tíma að sunnan, feit og pattaraleg og svo vel búin að mæðurnar þektu þau varla. Og þá yrði alt eintómt sólskin. Að því nú er snertir mitt heim- ili, þá leið okkur sæmilega. Eftir 6. september fekk jeg mjer tjöld að sunnan og í þeim lágum við öll þangað til langt var komið fram á haust. Bærinn í Arnarbæli var af öll- um dauðadæmdur; yrði að rífast, að grunni og byggjast frá stofni. Jeg sneri mjer því einungis að því,.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.