Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1936, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1936, Blaðsíða 7
lesbók morgúnBlaðsíns 95 Maiden Castle yfirgefinn. Hafa íbxíarnir auðvitað verið fluttir þaðan til borgar þeirrar er Róm- vetjar reistu í Dorchester. En þó er sögu Maiden Castle ekki þar með lokið. Þremur hundruðum ára seinna var þar reist rómanskt- keltneskt hof, og var þá gerður nýr vegur þangað. Hann hefir fundist og í honum för eftir litla vagna, sem menn hafa sennilega ekið á til hofsins. í rústum hofs- ins hafa fundist rómverskir pen- ingar og ýmislegt fleira. Saga 'Dúpana skráð á blævængi. Flestir kannast við hina snotru japönsku blævængi, sem gerðir eru úr pappír og alla vega skreytt- ir. Á hverju ári flytjast þúsundir af þeim til Evrópu. Hitt vita fæst- ir, að myndirnar á þeim eru ekki aðeins út í loft.ið til skrauts. Þær tala sínu máli, sem hver Japani •.skilur. Landlagsmjmdirnar eru jafnan af frægum stöðum. Á flestum er mynd af hinu heilaga fjalli, Fuijama, og mannamyndirnar eru annað hvort af söguhetjum, eða þær eiga að tákna ýmsa lesti eða dygðir mannanna. Dýr og blóm hafa líka sjerstaka þýðingu. Fljúgandi hvítur storkur merkir ósk um langlífi, köngulóar vefur er tákn sorgar o. s. frv. Hjer um bil allir merkisviðburð- ir í sögu Japana eru skráðir með táknmyndum á blævængina, og stjórnin hefir stundum orðið að banna blævængi, sem vöktu æsingu meðal fólksins. Það er ekki djúpt tekið í árinni þótt sagt sje, að öll saga Japans sje skráð á blævængi. Hæsti vinningur í sænska happ- idrættinu e“r 100,000 krónur. Hann var dreginn út í desember 1934, en þrátt fyrir auglýsingar í blöð- um og útvarpi, gaf eigandi seðils- ins sig ekki fram.' Nú var frestur- inn til útborgunar liðinn, og vegna þess að enginn hdgaði sjer hinn háa vinning, var honum skift milli .góðgerðasjóða í Stokkhólmi. Reiðhjól þetta, sem er fyrir fjóra, er fundið upp í Kanada. Er það þannig útbúið, að hægt er að knýja það áfram bæði með fótum og höndum. Einkennileg lög. í Ameríku hafa komið fram mörg einkennileg lagafrumvörp. í Uitah hafa verið gerðar ítrek- aðar tilraunir um að fá lög, sem leggja þungar refsingar við, ef menn baða sig ekki að minsta kosti einu sinni í viku. 1 Texas eru metin mjög blót- samir, og þar hefir komið fram frumvarp um að sekta menn fyrir hvert blótsyrði, sem þeir segja í síma. í New York hefir komið fram frumvarp um það að láta lögregl- una fá lága og flata vagna til þess að aka druknum mönnum á um borgina, öðrum til viðvörun- ar. Til þess að hlífa feimnum brúð- hjónum við því að láta fólk glápa á sig, hefir komið fram frumvarp um að þau megi senda fuRtrúa í sinn stað til kirkju til þess að vinna lijúskaparheitið. í Kansas eru lög um það að allir ógiftir menn, sem eru orðnir 45 ára, skuli greiða 25 dollara skatt á ári. 1 Colorado eT það bannað, að taka við þjórfje, og lagðar þungar sektir við. Bridge. S: G, H: Ás, 10,8,6. T: K, 9, 4. L: K, G, 7, 6, 2. S: 9, 6. H: G, 3. T: D, 10,6,5,2 L: Ás, 9,5,3. S: Ás, K, 8, 5. H: D, 7. T: Ás, G, 7, 3. L: D, 8, 4. Grand. C slær út hjarta 5. A og B eiga að fá 12 slagi. Hý málmblanöa. Englendingar hafa fundið upp nýa málmblöndu, sem þeir kalla „Ardal“. Vegur það ekki nema Vs á móts við járn, hefir svo mik- ið þanþol að hægt er að vefa úr því flugnanet og er svo sterkt, að hægt er að byggja brýr úr því. Það ryðgar ekki og mjög auðvelt er að sjóða það saman. Ef það er blandað með aluminium verður úr því nýr málmur, sem ekki bráðn- ar við minni hita en 673 stig. S: D,10,7,4,3,2 R H: K, 9,5,4,2. - T: 8. 11 L: 10. R

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.