Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1936, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1936, Síða 4
92 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ur á Flagveltu. Höfðu eldhúsin gjörfallið ofan á þær. Á kotinu Yrjar bjó einsetukerl- ing, hún koms.t nauðulega út úr baðstofunni, sem fell, og flýði að SkarfanCsi. Þar sá hún eitt þil uppistandandi og varð þá að orði: „Guð hefir þó verið í Skarfanesi, ekki var hann í Yrjabaðstofu". f Ytrakreppi: Á Þórarinsstöðum var gamall, blindur karl úfi í fjósi; alt fjósið fell nema lítil hola var í básnum þar sem karlinn var og því lifði hann. í Vestmannaeyjum: Fimm menn voru að veiðum í Dufþekju. Komu þá grjóthlaup efst úr Hákollahamri og dundi niður fyrir alla Rauðupalla og nokk- uð af Dufþekju. Fimm menn voru á bát fyrir neðan að taka á móti veiðinni. Þegar skruðningurinn heyrðist, hlupu mennirnir í bjarg- inu nokkuð til hliðar og köstuðu sjer allir á grúfu hver hjá öðrum. Einn þeirra, fsleifur Jónsson fekk steinshögg og beið bana af því nokkrum dögum síðar. Þeir, sem á bátnum voru hevrðu hávaðann og reru lífróður frá berginu. í sama vetfangi dundi grjóthríðin niður alt í kring um þá, en þá sakaði ekki. í Flóa: í fyrstu kviðunni, 5. sept. hrundu 3 býli á Selfossi. Úr bæ Arnbjarnar Þórarinssonar fekk fólk alt forðað sjer nema hjónin, Arnbjörn og Guðrún Magnús- dóttir*. Baðstofan fell svo fljótt, að enginn komst út um dyrnar heldur út um rifur, sem komu á þekjuna; tveir drengir voru sótt- ir inn síðar. Súðin lagðist ofan á þau hjón í rúminu og sperru- kjálki lenti á þeim miðjum. Voru hafðar svo hraðar hendur á að skera ofan af þeim þekjuna sem auðið var í náttmyrkrinu. Heyrð- ust litla stund nokkrar stunur til Arinbjarnar, en lengi nokkuð hljóð til konu hans, en bæði voru örend eí þau náðust. * Það var rangt, sem stóð í seinustu Lesbók að hjónin hefði farist 10. sept. Brúin yfir Oddcisund. 1 norðanverðu Jótlandi er nú verið að smíða brú, sem að vísu et ekki jafn mikið m'annvirki og Stórstraumsbrúin, en brúarsmíðin er miklu torveldari vegna strauma. Þessi brú á að tengja saman Vesturjótland og Thy og er eina járnbrautarbrúin yfir Limafjörð. Lengd hennar er 530 metrar og gert er ráð fyrir að hún muni kosta 5,7 miljónir króna og á verk- inu að vera lokið eftir ,tæp tvö ár. Myndin hjer að ofan er tekin úr loftinu og sjest fremst annar stöp- ullinn í brúarhliðinu. Um stærð- arhlutföllin fær maður dálitla hugmynd af því, að fallhamarinn, sem sjest á myndinni er 42 metra hár, eða 6 metrum hærri en Sívali- turn í Kaupmannah'áfn. Stöpull inn hvílir á rúmlega 150 staurum, sem eru 33 mefra langir. Voru höggvin í þá hæstu grePitrjen sem til voru í Danmörk. Þegar staur- arnir eru reknir niður, er bafður utan um þá vatnsheldur belgur, og geta verkamenn farið niður hann að bo.tni. Sje'st á þennan belg á miðju stöpulsins. í Ölfusi: í Bæjarþorpi heyrðu menn óg- urlegan hvin eftir jarðskjálftann aðfaranótt 6. sept. Heldu sumir að eldur væri kominn upp, en þeir fyrir austan Varmá heldu að sjór væri að brjótast inn á láglendið. Ólæti þe’ssi voru öll að kenna hin- um mikla hver, sem þá myndað- ist fyrir ofan Hveragerði og öskr- aði óskaplega.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.