Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1936, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1936, Blaðsíða 1
hék 3Mótsnnblnb*m* 14. tölublað. Sunnudaginn 5. apríl 1936. XI. árgangur. ÍMfuUMprmUmiðj* h.f. mm »i IÉI1ÍI »11. Hrakningar og vig Spánverja ^M B«0ríSíi«<., Heimildir. Árið 1613 komu til Vestfjarða hvalveiðaskip spönsk og frönsk (frá Baskalandi og Gaseogne). Þóttu skipverjar á þeim ránskap- armenn og uppivöðslusamir. Komu þeir enn tvö sumur, og fór á sömu leið. Var yfirgangur þeirra kærð- ur og með konungsbrjefi 30. apríl 1615 voru Biscaiar og aðrir þeir, sem færi hjer með ránskap, gerðir rjett teknir og rjett dræpir. Var brjef þetta lesið upp í lögrjettu í júní sama ár og „var það sam- þykt höfuðsmannsins við báða lögmennina og lögrjettuna að þeir spönsku, eður þeir sem ræna á íslandi, skuli rje.ttilega teknir og skaðaðir með tilstyrk sýslu- manna, svo mikið sem íslenskir kunna að gera þeim". Varð þetta til þess, að 31 Spán- verji voru drepnir á Vestfjörðum þá um haustið. Stóð Ari Magnús- son sýslumaður í Ögri aðallega fyrir því, og varð frægur af drápi þeirra segir Páll B. Ólason í Menn og mentir. Víða er þessara atburða getið, svo sem í Arbókum Esphólíns. Bn Ólafi Davíðssyni (Tímarit Bókmentafjelagsins 1895) þykir Esphólín ekki hafa verið vandur að heimildum og ákærir hann fyrir að fara með hrein ó- sannindi um Jón Guðmundsson lærða, sem skrifaði allra manna greinilegast um þe'ssa viðburði. Hann átti þá heima í Reykjarfirði og hafði náin kynni af Spánverj- um, en hafði fyrir sjer lýsingu sóknarprests síns og 5 nágranna um vígin. Er auðsjeð þegar á titl- inum á ritgerð Jóns „Sönn frá- saga af spanskra skipbrotum hjer við land 1615", að hann he'fir viljað skýra sem sannast og rjett- ast frá, og eftir hans dómi hafa sakirnar við þessa Spánverja ekki verið mjög miklar. Síra Ólafur á Löndum orkfi langt kvæði um þessa atburði alla, er hann nefndi „Spönsku vísur" og er þar frásögn hans í sumu fyllri en frásögn Jóns, en heyra má að hann hefir verið haturs- maður Spánverja. í Skarðsárannál er stuttlega sagt frá drápi Spánverja „hvort spanska slag til landhreinsunar virtist, sem dómar þar um gengn- ir ganga og vot,ta og á Alþingi var yfirsjeð". I Sýslumannaæfum er einnig sagt frá þessum atburðum og mun Bogi hafa farið eftir frásögn Esphólíns. Segir hann svo um Jón lærða: „Jón hafði mikil mök við áðurnefnda ránsmenn, var eigi frítt að hann vísaði þeim á hafn- ir, eða til fjefanga; en þá er þeir voru drepnir komst Jón undan suður yfir heiðar". Þetta telur Olafur Davíðsson rangt, því að það mundi varla hafa legið í lág- inni, þegar galdramál Jóns lærða komu upp. Þó virðist svo sem flækingur Jóns hafi byrjað upp úr þessu, og er líklegt að honum hafi ekki þótt fýsilegt að búa undir handarjaðri Ara í Ögri eft- ir það, að hann hafði skrifað frá- sögu sína, því að Ari þoldi illa mótgang. Ari ljet tvo dóma fram fara á hendur þeim spönsku og má á þeim sjá hvað þeim er gefið að sök, og verður síðar skýrt frá því. Þe'gar menn lesa þessa sögu verða menn að hafa í huga, að aldarfar var þá annað á ís-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.