Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1936, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1936, Page 2
202 ar sprengja það í óteljandi smá- mola, og munu þeir mynda sjer- stakt tunglkerfi umhverfis jörð- ina. Fjöldi af þessum brotum mun falla til jarðar sem glóandi loft- steinar, vegna þess að fallhraði þeirra í gegn um gufuhvolfið gerir þá hvítglóandi. Þeir munu hver og einn valda á'íka miklum spjöllum eins og loftsteinninn mikli, sem fell til jarðar hjá Tunguska í Sibiríu 30. júní 1908. Það verður þó að gera ráð fyrir, að mestur hluti tunglsins verði að dusti, sem síðan myndar lýsandi hring umhverfis jörðina. Ennfremur segir Jeans: Tunglið verður að örsmáum ögnum, sem snúast umhverfis jörðina á sama hátt eins og agnirnar í hringum Satúrnusar snúast umhverfis þann hnött.--------- Það verður mikilfengleg sjón að horfa á þennan stórkostlega ljós- baug umhverfis jörðina, baug, sem myndaður er af óteljandi smá- tunglum, með örsmáum brotum á milli, svo að hann verður eins og óslitið geislaband, nema þar sem jörðin kastar skugga sínum á það, alveg eins og Satúrnus kastar skugga á sína hringa. Þessi skuggi kemur upp í suðaustri og hverfur í suðvestri. Á daginn mun þetta „mána- belti“ skyggja á sólina dögum og jafnvel vikum saman, eftir því hvað það er þjett. Á veturna miss- ir það birtu sína að mestu leyti, verður eins og óglögt gult band á himninum, því að þá skín sólin á beltið hinum megin jarðar. En við þetta er þó það að athuga, að jörðin getur þá verið köld og alt líf farið forgörðum, vegna þess að sólin hafi sloknað áður. Frú: Jeg er alveg örmagna af þreytu, herra læknir. Læknir; Lofið mjer að sjá tung- una. Skáld: Ekki veit jeg hvað jeg á að gera — á jeg að brenna kvæð- in mín, eða gefa þau út? Vinur: Fyrsta hugdetta er jafn- an sú besta. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ♦> ♦>♦> ❖*Xh!mXhX**X**X**H*^*I,*H**><> i 2 Ástavísur Egils. z •x-:-x~x-x-:~:-x~:-x-:-:-:-:-:-x-:-x** Jeg blaða stundum í Egilssögu mjer til gamans. Um daginn lenti jeg í 56. kapítulanum. Þar stendur þetta: „Ok er leið á haustit tók Egill ógleði mikla, sat opt ok drap höfðinu niðr í feld sinn. Eitt hvert sinn gekk Arinbjörn til hans ok spurði hvat ógleði hans ylli — .... eða hvat kveðr þú nú? Láttu mik nú heyra“. Egill sagði at hann hefði þetta fyrir skemmstu kveðit“: (Prósaþýðing útgefandans hljóðar svo) : „Konan á við óhæfilegt fálæti að búa (af minni hálfu); jeg þorði forðum þegar eg var ungur að líta upp; nú verð eg að stinga nefinu í feld- inn, þegar Ásgerður kemur mjer í hug“. „Arinbjörn spurði, hver kona sú væri, er hann orti mansöng um — „hefir þú fólgit nafn hennar í vísu þessi“. Þá kvað Egill“: (Prósaþýðing útgefandans): „Eg fel sjaldan nafn mágkonu minnar í skáldsap; sorg hennar virðist þó fara sjatnandi; því að sumir menn þreifa bragarfingrum um (fara með kunnugleika á skáldskap höndum um; c: kunna að skilja) vísur mínar“. Mjer þótti þetta að mörgu leyti uppbyggilegt samtal og merkilegt. Hvernig veit útgefandinn það, að Egill telur fálætið, sem Ásgerður á á við að búa, stafa frá sinni hálfu, en ekki heimilsmanna yfir höfuð? og sje þá í rauninni húsbóndanum, Arinbirni, að kenna, sem ætti að sjá um, að fólkið væri henni gott. I frummáli útgefandans minnist Egill ekki á það hver sök eigi á fálætinu. Helzt lítur út fyrir, að Egill telji sig orðinn öldung, og minnist þess aðeins, að þegar hann var ungur maður, hafi hann verið töluverður Don Juan, sem hafi þorað að gera „diggeda" við kven- fólkið. En óskiljanlegt virðist manni hversvegna hann kveðst þurfa að byrgja fyrir nefið, ef Eftir Eirik Kjerulf. X **»«*mj« **♦♦>*>♦> ♦:->♦>♦>•>♦>♦>♦:-:♦♦; honum komi Ásgerður í hug. í seinni vísunni virðist hann vilja gera sem minst úr því, að hann kveði um hana, en bendir þó Arinbirni á, að það, af vísum sínum, sem hann komi til liennar, þrátt fyrir nefið, virðist sefa sorg hennar, vegna þess að sumir (senni- lega Ásgerður sjálf) skilji þær. Eftir þýðingunni að dæma skyldi maður ætla, að ógleði Egils stafaði af því, að honum leiddist að Ás- gerður væri skotin í sjer, en að hann af brjóstgæðum væri að hugga hana, við og við, með vís- um, sem hún skyldi, og sefaði þannig sorg hennar. Jeg hafði hugsað mjer ástandið öðruvísi og fór því að athuga vísur Egils nánar. I „Norsk- ísl. Skjd. A, 1“ eru þær svohljóðandi: Fyrri vísan, 1. uísuorð. Okvni veinskœnis (W) Okunnr ueins kynnis (AMiK) 2. vngr þorðeg val forðvm (W) ungr þordik vel forþum (AM.iK) 3. hauka klifs at heyra (W.ogAM.iK) 4. hlin þverg gnipur minar (W) hun þog gnipur minar (AM.iK) 5. verd i felld þa er folldar (M) verd ek i felld þa er folldar (K,{)) verd ek í felld at folldar(W.AM. \K) 6. falldr kemr i hug skalldi (M, W,K,%) 7. bergaunundar brima (N) bergoneris brvna ( berg onn œris burtu (K) berg onundr ens bruna (AM.iK) 8. bratt midstalli at huata (M) bratt midstalli huata ({)) bratt undstalli hvaatat (W) buat medstille ad hvatta (K) bratt undstalli hiartat (AM.iK).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.