Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1936, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1936, Page 4
204 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 0lán5maður á Rustfjörðum Eftir handriti Sigm. M. Long í Landsbókasafni. Hinn. 9. júlí efnir Ferðafjelag Islands til tveggja stórra skemtiferða, þar sem flest feríSafólkiíS mun kanna ókunna stigu. Annar f er ðaf lokkurinn fer til ReySarf jarðar meí skipi, þaðan meí bifreiíunl upp á Fljótsdalshjerað, nitSur á Sey'ðisfjörí5 og siðan með bifreiðum landveg alla leið norð- an um land til Reykjavíkur. Hinrc flokkurinn fer sama dag með skipi t’l Hornaf jarðar, þaðan að Hallormsstað. Síðan mað bílum yfir Hjeraðið, niður á Reyðarfjörð og þaðan sjóleiðina heim. Þegar í svona langt og merkilegt ferðalag er farið, er um að gera að ferðafólkið hafi þeirra sem best not. Þá þurfa þeir að kynnast sem best staðháttum ókunnugra sveita, ör- nefnum þar og fólkinu, sem þar hefir búið, og sögur fara af. Hjer birtist sa®a, sem gerist á þessum slóðum fyrir nærfelt 80-100 árum. Við hana eru bundin örlög nokkurra íbúa þar; við hana eru tengd ýmis örnefni, sem ætti að geta gert söguna lifandi í huga ferðafólksins. En þetta er aðeins ein saga af mörgum, sem gerst hafa í Austfirðinga- fjórðungi, söguríkum og þjóðsagnaríkum fram á vora daga. A FYRRA hluta 19. aldar ■**' bjuggu hjón, Ingibjörg og Ólafur, á svonefndum Kóngsparti á jörðinni Helgustöðum í Reyðar- firði. Börn þeirra: Ólafur, Sigríð- ur og Sigurður; auk þess var son- ur Ólafs Arni; hann bjó lengi á Stóru-Breiðavíkurhjáleigu í Reyð- arfirði. Verslunarstaðurinn Eskifjörður hefir síðan litlu eftir aldamótin 1800 verið norðan megin við Eski- fjörðinn, skamt frá fjarðarbotnin- um. Áður var hann út með firð- inum, nálægt Stóru-Breiðavík, þar sem nú er býlið Breiðavíkurstekk- ur. Á Eskifirði voru þá lengstum tvær verslanir, og húsin þá nefnd í daglegu tali „Útkaupstaður“ og „Framkaupstaður“. Undirlendi er þar ekkert, sem teljandi er, o<^ talsverður bratti úr kaupstaðnum upp á Brún. Eru brekkurnar að mestu grasi vaxnar fyrir ofan. Fyrir ofan Bnin er undirlendi all- mikið og engjar, en þar fyrir of- an er aðalfjallgarðurinn milli Eski- fjarðar og Norðfjarðar. Tvær vatnslitlar þ.verár koma ofan fjallið nærri kaupstaðnum, Lambeyrará, rjett utan við Út- kaupstaðinn og Grjótá, sem renn- ur á milli kaupstaðanna. Einu sinni var þar býli milli ánna nefnt Klofi, þó nær Grjótá. EGAR hjer var komið sögunni bjó í Klofa roskin kona, Margrjet að nafni Þorsteinsdóttir. Hún var hinn mesti svarkur, bæði í orðum og annari framkomu. Hún hafði aldrei gifst, en 2 sonu átti hún með Jóni blinaa, Jón og Jóhannes, og þriðja soninn, Hall- grím, átti hún með einhverjum öðrum. Margrjet bjó með Jóni syni sínum, en Hallgrímur var hjá þeim niðursetningur. Orð Ijek á því, að Jón í Klofa væri peninga- maður; því trúðu menn einnig, að hann fengist við galdur og ætti ])ess háttar skræður. Það mun hafa verið 1849; seint um haustið, eða snemma vetrar, að afar mikill snjór kom. Lagði þá yfir svo feikna mikinn skafl, að nær fylti Grjótárgilið í brúnunum fyrir ofan Klofa. Þá bjó í Eskifirði Þorgrímur Jónsson snikkari, talinn besti trje- smiður á Austurlandi í sinni tíð og hafði oft pilta til kenslu. Þenna vetur var einn þeirra, Eyólfur Þorsteinsson, seinna bóndi á Stuðl- um í Reyðarfirði, og var hann þar þegar þetta mikla snjóhlaup gerði. Hafði það komið til tals milli lærisveina Þorgríms, að fara upp í Grjótárgilið og grafa sund- ur skaflinn í brúninni. Þó varð ekki af því, enda vissu menn þess engin dæmi að Grjótá hefði vald- ið tjóni. Síðan kom hláka og aftaka lang- varandi stórrigning. Stíflaðist Grjótáin fyrir ofan brúnina, uns vatnið náði sjer fram og kom með ógurlegu hlaupi af vatni, snjó, jörð og stórgrýti ofan fjallið. í því hlaupi fórst fyrst Klofi og þeir, sem þar áttu heima, Margrjet og Jón sonur hennar. Hallgrímur niðursetningur var niðri í kaup- stað; ]>að varð honum til lífs. ESS er fyr getið að sá orðróm- ur lagðist á, að Jón í Klofa fengist við galdur. Sagt er að í hlaupinu hafi fundist skápur með einhverju bóka og blaðarusli, en Jón Ámason, sem þá var við versl- un á Eskifirði (seinna verslunar- stjóri í Sejrðisfirði, d. þar 29. des. 1862) hafi litið yfir það sem í skápnum var, síðan látið róa með hann yfir fjörð, og sökkva hon- um þar niður. (Þessari sögu vill Sigm. M. Long þó ekki trúa). J /^VLAFUR ÓLAFSSON frá Helgustöðum mun vera fædd- ur milli 1820—’30. Hann dó snemma í maí 1878. Um fyrra hluta æfi hans veit jeg mjög lítið, en hann stal einhverju og var það mál tekið fyrir. En áður dómur felli eða hann tæki út hegningu, varð hann sekur um sama brot. Jeg man eftir að jeg heyrði mik- ið um þenna Ólaf talað í sambandi við Klofahlaupið, að hann hefði verið undir umsjón löggæslunnar á Eskifirði og haldið til ■ í Klofa, en ekki verið heima þá er hlaupið tók bæinn. Voru sumir að aumkva hann, og sögðu að hann hefði mátt verða feginn að deyja í hlaupinu og þannig losna við dóm og hegn- ingu. Orðtak Ólafs var „kunningi, kunningi minn“. Því var hann al- ment nefndur Ólafur kunningi. Hann var fremur glaðlyndur og hló við í skríkjum. Ólatur var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.