Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1936, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1936, Qupperneq 1
32. tölublað. Sunnudaginn 9. ágúst 1936. XI. árgangur. ÍMMá«rfrwU>iðji k.f. ARÐGEISLAR Árið 1932 birtist i Lesbók grein um jarðgeisla eftir þýskan visinda- mann, dr. K. R. v. Rogiies. Vakti hún almenna athygli. Siðan hafa vis- indamenn í ýmsum löndum fengist við rannsóknir á jarðgeislum, og eru þær rannsóknir mjög merkilegar. Eftirfarandi grein birtist í ameriska timaritinu „The Rosicrucian Digest“ í júli i sumar og er höfundur hennar Ernest Gonzenbach. ARÐGEISLAR eru í raun og veru endurkast geisla, sem jörðin drekkur í sig frá sólinni, fastastjörnum og reikistjörnum af öllum stærðum. Það er aðeins skamt síðan að menn uppgötvuðu þessa jarðgeisla, og menn vita lítið um þá, því að aðalkapp er lagt á það að rannsaka þá geisla, sem koma utan úr himinhvelinu. En þar sem menn vita að fastastjörnurnar senda frá sjer ósýnilega geisla, þá er það ekkert undarlegt þótt jörðin sendi frá sjer samskonar geisla. Það er hægt með mörgu móti að finna þessa geisla, en undarlegt hvað þeim hefir verið lítill gaum- ur gefinn og hvað menn eru van- trúaðir á það, að þeir sje til. Lærðustu rafmagnsfræðingar hafa hundsað þá, eða þeir afneita geislunum með öllu. En jarðgeislarnir eru til og menn verða þeirra varir á ýmsan hátt. Menn sem hafa útvarpstæki í bíl- um sínum, komast ósjálfrátt í kynni við þá á þann hátt, að út- varpið þagnar alt í einu, en tekur svo til aftur sjálfkrafa eftir svo- litla stund. Þetta gerist á vissum blettum. Lögreglan í stórborgunum þekkir þessa staði og kallar þá „dauða staði“. Hún varast það að hafa bíla sína standandi nærri þeim. Þessir „dauðu staðir“ eru und- antekningarlaust staðir þar sem tveir jarðgeislar mætast. Jeg hefi rannsakað mörg hundruð slíkra staða og ætíð komist að raun um að þar skerast tveir jarðgeislar. I sumar sem leið drap elding mann, sem ók á bifhjóli eftir breiðum vegi. Báðum mégin við veginn voru há trje og einnig rafmagnsleiðslur. Mönnum þótti það afar undarlegt, að eldingu skyldi ljósta niður á niiðjan veginn, því að eðlilegast hefði verið að henni lysti niður í trjen eða rafmagnsþræðina utan við veginn. Lögregluþjónn sýndi mjer staðinn, þar sem eldingin drap manninn. Jeg komst fljótt að raun um það, iað einmitt á þessum stað mættust tveir jarðgeislar. Þetta sannar það, sem þýski baróninn von Pohl hefir haldið fram, að eldingu slái aldrei niður nema þar, sem tveir jarðgeislar mætast. Þetta skýrir einnig það hvernig á því stendui' að einangr- un rafmagnsþráða dugar ekki á sumum stöðum. Þetta hefi jeg at- hugað mörg hundruð sinnwn. Jeg hefi líka athugað fjölda mörg trje, sem orðið hafa fyrir eldingu, og undantekningarlaust hafa þau stað- ið einmitt þar sem tveir jarðgeisl- ar mætast, eða þar rjett hjá. Skýringin á þessu er afar ein- föld. Geislarnir eiga upptök sín djúpt í jörð sem straumar, en þeir breyta stefnu, ef þeir rekast á góð- an rafmagnsleiðara, svo sem málma eða vatn. Geisli, sem á t. d. upptök sín 500 fet undir yfirborði jarðar, getur rekist á vatnsæð og breytt stefnu og síðan rekist á aðra vatns- æð sem annar geisli fer eftir. Þeir sameinast þá í einn geisla, sem hefir jafn mikinn kraft eins og þeir báðir höfðu. Þess vegna legg- ur þenna geisla hærra í loft held- ur en einfaldan geisla, og hann verður því eðlileg leiðsla í skaut jarðar fyrir rafmagn, sem myndast í skýjunum. —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.