Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1936, Qupperneq 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 253
um yfir öll leiðin. Eins og móðir,
sem er að svæfa barn sitt.
ALLORMSSTAÐUR. Þangað
komum vjer um hádegi. Á
leiðinni frá Eiðum er farið fram
hjá hverju höfðingjasetrinu öðru
meira: Egilsstöðum, Ketilsstöðum,
Vallanesi. Ketilssfcaðir eru land-
námsjörð. Þar bygði fyrstur Ás-
röður, sem var kvæntur bróður-
dóttur Brynjólfs gamla. Þar er nú
einkennileg kirkja. Skamt frá
Vallanesi er Grímsá, vatnslítil yfir-
leitt, en varð fjölda manna að
bana áður en hún var brúuð.
Eftir því sem lengra dregur frá
Egilsstöðum breikkar Lagarfljót og
verður sem stöðuvatn. Heitir það þá
Lögurinn og eru kallaðar Lagar-
fljótsstrandir þar beggja megin,
enda er þar líkara sjávarströnd en
vatnsbakba, og í flæðarmáli er
fult af einkennilegum steinum sem
borist hafa ofan úr háfjöllum og
fljótið hefir skolað á land í vatna-
vöxtum. Fram undan Hallormsstað
er fljótið breiðast, 3 kílómetrar, og
þar hefir verið mælt mest dýpi,
um 100 metra. Straums gætir þar
varla, en þegar hvast er, rísa háar
öldur á Leginum.
Næsti bær við Hallormsstað er
Ormsstaðir. Þar rjett fyrir framan
er skógargirðingin, og þegar kom-
ið er í gegn um hliðið, tekur við
hinn fagri Gatnaskógur, elsti hluti
Hallormsstaðaskógar. Þar er ekið
eftir laufgöngum. Há og bolmikil
birkitrje standa í þjettum röðum
beggja megin vegarins og taka
greinum saman hátt yfir bílunum,
en rjetta þó sumar greinamar inn
um opna glugga bifreiðanna, eins
og þær vilji taka í hendur á ferða-
fólkinu og bjóða það velkomið.
Skyndilega kemur maður fram
úr þessu yndislega skógarþykni, og
þá blasir við bærinn á Hallorms-
stað og skólinn þar skamt fyrir
ofan undir skógivaxinni brekku,
og iðjagræn tún alt um kring
bygðina. Þar er fallegt heim að
líta, en þó er hvergi jafn unaðslegt
eins og í skóginum í Atlavík, sem
er dálítið ofar með fljótinu. í
bröttum brekkum, innan um
kletta og ldungur, er gróskumikill
frumskógur svo þjettur að vart
verður komist í gegn um hann, og
svo hár, að þar er auðvelt að villast
þótt glampandi sólskin sje. Neðra,
er dalkvos, einnig þakin háum og
þjettum skógi, og undirgróðurinn
er svo þjettur að maður flækir þar
fæturna í grasi og dásamlegum
skartblómum. Litlir tærir lækir niða
í hlykkjóttum rásum, en í laufi
trjánna hátt uppi syngja skógar-
þrestir sinn yndislega söng. Þarna
grípur mann sú löngun sem Jónas
Hallgrímsson lætur Gunnar á
Hlíðarenda orða svo: Hjer vil jeg
una æfi minnar daga alla, sem guð
mjer sendir — —-------------------
Um Hallormsstaðaskóg birtist
grein eftir Theodór Árnason í
Lesbók Morgunblaðsins í fyrra
og vísa jeg til hennar um frekari
lýsingu á þessum fagra stað. Að-
eins má bæta því við, að í skóg-
inum milli Hallormsstaðar og Atla-
víkur er gróðrarstöð, sem allir
verða að skoða, þeir, sem á þessar
slóðir koma. Þar hafa verið gróð-
ursettar fjölda margar trjátegund-
ir. Þar eru meðal annars hávaxin
og skrautleg lævirkjatrje, og þar
eru hin stærstu grenitrje, sem til
eru á íslandi, marg.ar mannhæðir,
og með sterkum stofnum. Þessi trje
hafa ekki orðið fyrir búsifjum
skógarmaðksins, en birkið er víða
illa farið, og þó að sögn ekki jafn
hörmulega og í fyrra. En þá var
maðkurinn þar í algleymingi og
má sjá þess glögg merki, því að
víða standa dánar og sprekaðar
eikur, sem hrökkva sundur eins og
kol ef komið er við þær.
UTSÝN er fögur frá Hallorms-
stað yfir Löginn og hlíðina
á móti. Þar blasir við bærinn Arn-
eiðarstaðir. Hann á sína sögu
geymda í Landnámu. Ketill, sonur
Þóris Jjiðranda keypti í Noregi að
Vje])ormi, syni Vjemundar hins
gamla, Arneiði dóttur Ásbjarnar
jarls skerjablesa, er Holmfastur, son
Vjeþorms, hafði hertekið, þá er þeir