Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1936, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1936, Page 6
254 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Lœvirkjatrje í Hallormsstaöaskógi. Grímur, systurson Vjeþorms, drápu Asbjörn jarl. Ketill keypti Arneiði tveim hlutum dýrra en Vjeþormur mat bana í fyrstu; enn er kaupið ;ar gert, gerði Ketill brúðkaup til Ameiðar. Eftir það fann him graf- silfur mikið undir viðarrótum; þá bauð Ketill að flytja hana til frænda sinna (í Suðureyjar), en hún kaus þá honum að fy'gja. Þau fóru út (til íslands) og bjuggu að Arneiðarstöðum. — Við Grím þann, sem nefndur er, er kent Grímsnes syðra, því að þar nam hann land. Það er sögn, að Austfirðinga- fjórðungur hafi fyrst albygður orð- ið. Munu þar hafa ráðið um bafnir Og landkostir. „Hefir í þeim fjórð- ungi mart stórmenni verið síðan, og þar hafa margar stórar sögur gerst“, segir Landnáma. Og þeim, sem ferðast um Austurland vil jeg ráðleggja að lesa áður Fljótsdæla sögu, Hrafnkels sögu Freysgoða, Vopnfirðinga sögu, Njáls sögu og Landnámu, auk þáttanna, sem þar gerast. ÞAR sem sjer upp með Legin- iim frá Hallormsstað, blasir við læknissetrið Brekka. Marga lang- aði til þess að skreppa þangað yfir Löginn, því að skamt þaðan er Hengifossá, og í henni tveir falleg- ir og háir fossar, Hengifoss og Stuðlafoss. Er Hengifoss með hæstu fossum á Islandi, en hjá Stuðlafossi er líklega hið hæsta stuðlaberg, sem hjer er til. En vjer fórum á mis við það að geta skoð- að þessa fossa. Vjelbáturinn, sem er í ferðum um Löginn, var bilað- ur, og ekki hægt að komast þarna yfir nema á litlum ljettibát, sem læknirinn á Brekku á. En það hefði orðið seinlegt að fljdja á hon- um fram og aftur yfir fljótið alla þá, sem hefði viljað sjá fossana. Vonandi verður vjelbáturinn í lagi þegar næsti ferðamannahópur Ferðafjelagsins kemur að Hall- ormsstað, svo að hann geti brugð- ið sjer yfir um. Annars má geta þess, að bílvegur er kominn frá Lagarfljótsbrvi fram að Brekku, en það er krókur og tímatöf að fara hann, svo að muna mun heil- um degi. FRÁ Hallormsstað fórum vjer til Seyðisfjarðar. Seyðfirð- ingar vildu endilega fá oss til sín, og höfðu sjálfboðaliðar þaðan unn- ið það til að moka sundur 20 stóra snjóskafla á Fjarðarheiði, því að annars var hún ekki bílfær. Á þessari leið birtist oss greini- Iegast fjölbreytni og andstæður ís- Jenskrar náttúru. Um miðjan dag ókum vjer í gegn um ,'iaufgöng Gatnaskógar, en skömmu síðar í gegn um tuttugu snjógöng, sem voru víða svo ðjúp, að hinir stóru bílar hurfu þar algerlega. Veginum yfir Fjarðarheiði er ekki hrósandi þótt snjónum sje slept. Það var langsamlega glæfra- legasti vegarspottinn sem vjer fór- um. Hinir annáluðu „vondu vegir“, svo sem í Giljareitum, Bólstaðar- hlíð, fyrir Hvalfjörð og í Kömbum eru ekki neitt á móts við veginn af Fjarðarheiðarbrún niður á Seyð- isfjörð, og þó er hann sýnu verri upp eftir og einna verstur í svo nefndum Stöfum. Þar er svo bratt að leggja verður á bílana eins og þeir þola og má ekkert út af bera til þess að illa fari, því að gínandi hæð er út af veginum yíða hvar, og vegarbeygjurnar svo krappar Laufgöngin l Gatnaskógi sem vjer ókum um um miðjan dag, og til hœgri snjógöng á Fjaröarheiði sem vjer ókum um rjett á eftir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.