Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1936, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1936, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 315 óþekt, þær fara að draga á Luis og eftir örfáar mínútur er Frakk- lendingurinn Lermusiaux þotinn fram úr honum og á hæla hans hlaupa Ástralíumaðurinn Flack og Ameríkumaðurinn Black. Þeir greikka sporið eins og endamark- ið sje í næstu nálægð og hverfa Luis sjónum í göturykinu og móð- unni. En Spiridon Luis er hinn rólegasti og kemur ekki til hugar að herða á sjer. Honum geðjast að vísu enganveginn að því, að láta hvern hlauparann á fætur öðrum hlaupa fram úr sjer og hverfa sjer sjónum — því hann tekur ekki þátt í maraþonhlaup- inu í þeim tilgangi að ganga skemtigöngu, heldur til að hlaupa, og umfram alt til að —■ sigra. En Luis tekur þessu öllu með heim- spekilegri ró; hann veit af gam- alli reynslu, að þær geiturnar sem hlupu harðast fyrst, voru venju- lega fljótastar að gefast upp. Luis tekur sjer hvíld. Nú skeður það sem svo oft hefir skeð áður: geitnasmalinn Luis þreytist. Og Luis gerir nákvæm- lega það sama í dag og hann hefir altaf gert endranær undir svip- uðum kringumstæðum, hann sest niður til að hvíla sig. Yegna þess að þarna var veitingakrá skamt frá veginum, þá settist hann ein- mitt þar, og vegna þess að hann var þyrstur, þá bað hann um hálfa mörk af víni til að drekka. Hópur landa hans, sem sátu inni í kránni umkringja hann og for- mæla honum fyrir þá skömm sem hann hafi gert landi sínu og þjóð með því að gefast upp. Það hafi að vísu aldrei verið neíns af hon- um að vænta — smalanum, en hann hefði bara aldrei átt að taka þátt í hlaupinu aðeins til að verða sjálfum sjer og þjóð sinni til skammar. Spiridon Luis lætur ávítur-, háðs- yrði og formælingar landa sinna sem vind um eyrun þjóta. Hann situr rólegur og þegjandi við borð- ið og drekkur vínjð sitt. Honum hefir aldrei komið til hugar að gefast upp, liann ætlar aðeins að hvíla sig eins og hann er vanur heima í sveitinni sinni þegar iiann þreytist. Hann spyr veitingaþjón- inn hvað langt sje síðan að fyrstu hlaupararnir hlupu framhjá, svo tæmir hann glasið, stendur á fæt- ur og hleypur á stað um leið og hann vinkar til veitingahússgest- anna, sem stara af undrun og ekkert skilja í hinum brjálaða smala. Luis sprettir úr spori. Luis lengir skrefin. Augu hans glóa af ákafa, munnurinn er kipr- aður saman og drættir andlitsins eru harðari og einbeittari en áð- ur. Það er viljinn til að sigra sem er greyptur í andlit hans. Spiri- don Luis finst að vínið og hvíldin hafi hrest sig alveg sjerstaklega mikið, honum finst hann hafa vængi og hann þýtur áfram. Á Ólympíuleikvanginum í Aþenu ríkir þessar klukkustundirnar óg- urleg æsing. Hver sigrar? Sigrar Grikki eða sigrar einhver annar? Þetta voru spurningar sem brut- ust fram í heila hvers einasta manns sem þar var staddur og þetta var spurning sem hver ein- asti Grikki var búinn að velta fyrir sjer í vikur og mánuði áður en hlaupið fór fram. Grikkir áttu líka tvo hlaupara í maraþonhlaup- inu (þ. e. a. s. fyrir utan Spiridon Luis, því hann töldu þeir alls ekki með), sem voru líklegir til að sigra og sem þeir gerðu sjer glæst- ar vonir um. Einhuga vilji og ósk allrar grísku þjóðarinnar var að vinna Maraþonhlaupið — það var eina íþróttin sem hana skifti veru- legu máli. Þar mátti enginn sigra nema Grikki. Reiðarslag. Laust fyrir kl. 5 kemur fregn sem verkar eins og reiðarslag á grísku þjóðina. Þýski hjólreiða- maðurinn Goederich, sem hafði fylgst með hlaupurunum fyrstu 36 km. hlaupsins, en skildi þar *við þá, kemur með þá fregn að Ástralíumaðurinn Flack sje fyrst- ur. Þessi fregn kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ástralíumaður sigurvegari í sjálfu maraþonhlaup- inu í stað Grikkja! Fegursta von grísku þjóðarinnar í samhandi við Olympíuleikana var hrunin í rúst- ir. Þetta var ranglæti guðanna. Hver mínútan á fætur annar líður, og mannfjöldinn bíður í geysilegri eftirvæntingu — ekki lengur um úrslit hlaupsins, því þau voru þegar ákveðin, nema ef eitt- hvert kraftaverk skeði, — heldur í eftirvæntingu að sjá fyrsta hlauparann koma inn á völlinn, sjá manninn sem allur heimurinn mýndi lofsyngja og dá um margra ára skeið. En það var þá geitna- hirðirinn sem kom. Og þarna kom hann, Ijettur og kvikur rjett eins og hann væri að leggja af stað í hlaupið. Eitt and- artak hvíldi alger þögn yfir mann- fjöldanum — fólkið glápti af undrun — en svo alt í einu hrut- ust fagnaðarlætin út eins og hrynjandi skriðufall svo leikvang- urinn glumdi af fagnaðarhergmáli fólksins. Ástæðan fyrir þessum ó- vænta fögnuði var sú, að hlaupar- inn sem fyrstur kom inn á völl- inn og fyrstur kom í mark, var ekki Ástralíumaðurinn Flack, held ur Grikki, og Grikkinn var eng- inn annar en geitnahirðirinn Spiri- don Luis. Hann hafði náð Flack eftir 37 rastir hlaupsins, Flack ætlaði ekki að hleypa honum fram fyrir sig, en stóðst ekki yfirhurði Grikkjans og hneig örmagna nið- ur. Þá var Luis fyrst að ná sjer á strykið; frá þeirri stund herti hann-stöðugt á sjer alla leið í mark. Tíminn var: 2 klst. 58.50 mín. Fagnaðarbylgjan sem mætir Luis þegar hann kemur inn á leik- vanginn er ekki nema örlítið hrot', ekki nema upphaf fagnaðarlát- anna sem yfir hann dundu. Spiri- don Luis var fagnað hetur en nokkurri þj'óðhetju. Það rignir yfir hann hlómum og gjöfum, æðstu menn ríkisins gráta fagn- aðartárum yfir hinum glæsilega sigri gríska smalans, og hrista á honum hendurnar eins og þeir ætli að kippa þgim úr liði. Grikkjakon- ungur faðmar hlauparann að sjer frammi fyrir öllum mannf jöldanUm og ekkert er líldegra en að hann hefði mist lífið þarna af eintómum kossum og faðmlögum ef honum hefði ekki verið hjargað — hor- inn á gullstól út úr mannþröng- inni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.