Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1936, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1936, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 319 PRFINN cr vinur Íslcndinga. FYRIR nokkru sendi páfinn, Pius XI., Kristskirkju í Landakoti forkunnarfagurt lista- verk, skorið út úr hnottrje eftir ítalskan listamann. Er tafla þessi um 2 metrar á hæð og rúmur metri á breidd. Er hún alsett skrauti og rismyndum. Efst er mynd af Maríu mey með Jesú- barnið, umkringd englamyndum. Fyrir neðan er táknmynd, er sýnir aðalkynflokka jarðarinnar koma í bæn til guðsmóður. En á miðri töflunni til hægri er mynd af páfanum, þar sem hann biður Guðsmóður að .tala máli þjóð- flokkanna, friðþægja þá hjá guðs- syni og blessa þá. Þessi fagra mynd stendur nú til vinstri handar þegar gengið er inn að kórnum í Kristskirkju (við fyrstu súluna). Hinum megin er annað listaverk, sem páfinn hefir gefið, hin fagra Kristsmynd, skorin í sedrusvið af spönskum listamanni. AÐ er merkilegt hvað páfinn hefir tekið miklu ástfóstri við ísland. Hann langaði mjög til þess að koma hingað til þess að vígja hinn fyrsta kaþólska biskup á Islandi, að Jóni Arasyni, liðnum. Hann langaði til þess að ganga á háfjöll íslands og horfa með Gaimard „yfir hauðrið fríða, þar sem um grænar grundir líða skín- andi ár að Ægi blám“. Hann er fjallgöngumaður og kann að meta útsýnið. Hefir gengið á fjallið „Monte Rose“ og fleiri fjöll. Til Islands gat hann ekki farið þótt hann langaði til, en sendi hingað besta trúnaðarmann sinn, van Rossum kardínála. Og þegar van Rosum lagði á stað í íslandsferð- ina, sagði páfinn við hann: „Skilið þjer hjartanlegri kveðju minni til íslands, og segið þjóð- inni, að mig hafi altaf langað til þess að sjá hana, en nú sje allar vonir um það úti. Þess vegna sendi jeg yður nú til þess að sjá Myndin, sem páfinn gaf. landið í minn stað. Þjer eigið að sjá það með eigin augum og elska það af yðar hjarta“. Svo mælti páfinn, og heimsókn Rossums kardínála minnumst vjer Islendingar með þakklæti. En páfinn hefir meira gert fyrir oss heldur en þetta. Þegar bók- menta- og minningarsýningin var haldin í páfagarði í hitteðfyrra, gekk páfinn um sýningardeildirn- ar, til þess að líta á þær. Yar þar auðvitað margt að sjá og skoða, en franskt blað sagði þá frá því „að páfinn hefði staðnæmst að- eins við hina fögru íslensku sýn- ingu“. Sauðnaut á Svalbarða. Fyrir riokkurum árum voru 17 sauðnaut flutt frá Grænlandi til Svalbarða og slept þar lausum. Þau þrífast þar ágætlega og þeim hefir fjölgað furðu ört. I sumar sáust þar 30 í einum hóp. Hreindýrum er líka að fjölga á Svalbarða. Bridge. S: Ás, 5, 3. H: 9, 4. T: Ás, 7,6. L: Ás. B S:enginn. „ H: K, 7, 5, 2. T: D, 4, 3. ■_____ L: 5, 4. S: G, 8. H: Ás, D, 10,8. T: 9. L: 6, 3. Grand. A slær út. A og B eiga að fá 8 slagi. S: K, 10, 6, 4. H: ekkert. T: K. L: K, 10, 9,7. — Já, nú er hann miljónamær- ingur, en einu sinni átti hann heima í kjallara. — Nú, hann hefir þá unnið sig upp. — Hvers vegna græturðu svona ? — Bróðir minn var óþekkur og pabbi þurfti að refsa honum. — Ekki geturðu grátið af því. — Jú, við erum tvíburar og pabbi þekkir okkur ekki í sund- ur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.