Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1936, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1936, Blaðsíða 1
Þorsteinn Jósepsson: Hinn heilagi eldur. EÐAN á Ólympíu- leikunum stóð var umferðin á fjöl- förnustu götum Berlínarborgar svo mikil, að það var naumast liægt að þverfóta þar. Utyfir tók ef einhver hinna frægu íþróttamanna átti þar leið um, því þá hópaðist mannfjöldinn utan um hann til að taka af honum ljósmyndir eða safna rithönd hans, og það mátti heita svo að umferðin stöðvaðist alveg. Fyrir utan hina frægu íþrótta- menn eins og Owens, Lovelock, Salminen o. ’ s. frv., sem hvergi höfðu friðland fyrir ljósmyndur- um og rithandasöfnurum, var einn fátækur grískur bóndi sem aldrei fekk stundlegan frið hvert sem hann fór, eða hvar sem hann sást, fyr en þýska stjórnin var bú- in að láta undir hann bifreið — og í henni ók hann síðustu dagana sem hann dvaldi í Berlín. & Jeg var 2. ágúst á gangi niður í Neue Kantstrasse og sá þá hvar hópur fólks stóð í þyrping um- hverfis miðaldra mann, hrukkótt- an í andliti en með svört skær og fjörleg augu. Fólkið var með vasabækur og brjefspjöld á lofti og beið þess að maðurinn skrifaði nafn sitt á það, enda virtist hann vera góðvildin sjálf og ljet enga óþolinmæði á sjer sjá. Jeg leit á Sveitadrengurinn, sem vann Maraþonhlaupið. Hitler heilsar Spiridon Luis. eitt brjefspjaldið sem hann hafði skrifað á, og þar stóð með ljótu kræklóttu letri nafnið LUIS. — Það var alt sem maðurinn kunni að skrifa. Hver er þessi frægi Luis? verður mjer á að spyrja. Það er Spiridon Luis, Þannig

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.