Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1936, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1936, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 317 takmarkast að sunnan af lista- safni Einars Jónssonar, að norð- an af húsi Listvinaf jelags Reykja- víkur, að austan af Austurbæjar- barnaskólanum. En rjett þar hjá, er Skólavarðan gnæfði yfir bæinn, er nú líkneski „Leifs hepna“, sem Bandaríkin gáfu íslandi á 1000 ára afmæli Alþingis. KÓLAVÖRÐUHOLTIÐ er breytt að mörgu öðru en þessu. Þar sem áður var stórgrýt- isurð, er nú komin grasi gróin sljetta. Og þessi breyting er eins manns verk. Hann heitir Benedikt Jóhannesson og á heima á Frakka- stíg 6. Hann er nú á 72. árinu, en um síðastliðin þrjú ár hefir hann verið öllum stundum í Skólavörðu- holtinu, frá því eldsnemma á morgnana og fram á kvöld, hvern- ig sem veður hefir verið. Hann hefir tekið stórgrýtið, brytjað það sundur í smátt og hlaðið því í stórar og vel gerðar hrúgur. Fer ekki hjá því að margir hafa veitt því eftirtekt hve vel var um geng- ið í þessu grjótnámi og hvernig holtið gjörbreyttist. Fæsta mun þó hafa grunað, að þetta var alt verk eins gamalmennis. FYRIR rúmum þremur árum var ■ Benedikt í bæjarvinnu, en misti hana. Honum bauðst at- vinna við byggingar, en hann hafnaði henni, vegna þess að hann treysti sjer ekki til þess að vinna á móti mönnum í fullu fjöri. Þess vegna sneri hann sjer til bæjar- verkfræðings og bað um leyfi til þess að mölva grjótið í Skóla- vörðuholtinu, upp á von og óvon um það að bærinn keypti seinna af sjer mulninginn til gatnagerð- ar. Leyfið fekk hann og byrjaði á starfinu í september 1933. Margur mundi nú í hans spor- um hafa hugsað mest um það að kljúfa og brjóta sem mest af grjóti á sem stystum tíma. En Benedikt hugsaði ekki þannig. Hann hugsaði jafn mikið um það að ganga vel frá öllu. Skólavörðu- holtið virtist ekki frjósamt, þegar hann gekk þar fyrst í berhögg við grjótið. En milli steinanna leynd- ust grastægjur, og þegar Benedikt reif upp stórgrýtið, sem sumt stóð djúpt í jörð, fór hann með hverja í haust sigraði K. R. í öllum flokkum í knattspyrnu og hlaut því alla haustbikarana. Hjer er mynd af hinum sigursælu kepp- endum í 1., 2. og 3. flokki K. R., ásamt þjálfurum flokkanna, Guð- mundi Ólafssyni og Sigurði Hall- dórssyni. Einnig af formanni K. R., Erlendi Pjeturssyni. grastó eins og sjáaldur auga síns. Svo fylti hann upp holurnar eftir steinana og sljettaði yfir, og þakti síðan með grastætlunum. Er því svo komið, að þarna, þar sem stórgrýtisurðin var áður, er nú að myndast sljettur grasbali, sem vel gæti orðið að fögru túni um- hverfis Leifsstyttuna, ef hann væri friðaður fyrir ágangi, og áburði dreift þar yfir. Mundi þá Skóla- vörðuholtið fá þann svip á sig, er samboðinn væri hinni fögru gjöf Bandaríkjanna — Leifsstyttunni, þegar gengið hefir verið frá næsta umhverfi hennar eins og á að gera. ANGIRÐU snemma morguns upp að Leifsstyttunni til þess að anda að þjer fersku lofti og njóta útsýnisins áður en þú gengur til vinnu, mun það ekki bregðast að þú sjerð gamla mann- inn kófsveittan við það að brytja niður steina þar í holtinu. Og takir þú hann tali, þá er hann glaður og reifur. Hann mun segja við þig eitthvað á þessa leið: — Jeg hefi altaf haft þá trú, að vinnan göfgi manninn. Og hvers vegna á jeg þá ekki að vinna eins lengi og guð gefur I sumar vann K. R. einnig Alls- herjarmót 1. S. 1. og titilinn „Besta íþróttafjelag lslands“, Víðavangshlaup drengja, Drengja- mót Ármanns, og á Meistaramót- inu vann það meistaratign í 10 íþróttum af 16. Sýnir það hvað K. R. á ágæta íþróttamenn í frjálsum íþróttum. mjer heilsu. Ætti jeg að halda að mjer höndum vegna þess að jeg er orðinn gamall, þegar jeg kenni mjer einkis meins og hefi aldrei fundið til gigtar? Þessi lífsskoðun gamla manns- ins er þeim mun einkennilegri þegar þess er gætt, að hann fær aðeins þrjár krónur fyrir bílhlass af grjóti, en ekkert fyrir það hvernig hann hefir gengið frá Skólavörðuholtinu. En hann ætti að fá viðurkenningu frá bænum fyrir það. Sjálfur hugsar hann ekki svo hátt. Hann er innilega þakklátur bæjarverkfræðingi fyrir það að leyfa sjer að brjóta grjótið í Skólavörðuholtinu, og láta bæinn kaupa það af sjer við hentug- leika. Um 1400—1500 bílhlöss hef- ir bærinn fengið hjá honum alls, þar af 400 nú nýlega. Hjer eftir fara konur ekki upp í Skólavörðuholt með börn sín og hita kaffi. Nú líður að því að holtið verður friðað og fegrað, og hefir Benedikt gamli Jóhannesson ekki lagt ódrýgstan skerfinn til þess að það verði hægt. MacDonald var járnbrautar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.