Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1936, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1936, Blaðsíða 1
hék ot®mmM&1hmm$ 41. tölublað. Sunnudaginn 11. október 1936. XI. árgangur. Bókasafnið í Flatey 100 ára minning Næst elsta bókasafn á íslandi. Vilhj. Þ. Gíslason. LATEYJAR fram- farastiftun var stofnuð 1833, til þess „að auka nyt samlega þekk- ingu, siðgæði og dugnað í bygðarlaginu". Stofn- andinn var sr. Ólafur Sivertsen, prófastur í Flatey, merkisklerk- ur, og kona hans, Jóhaima Frið- rika. Þetta framfarafjelag í Flat- ey stóð um skeið í góðum blóma og varð ýmsum öðrum til fyrir- myndar, en sveitarfjelaginu til gagns og ánægju. Framfarastift- unin óx í kringum bókasafnið. sem var stofn þess og prestslijón- in gáfu — 100 bindi af gagnleg- um bókum og 100 ríkisdalir. Þetta bókasafn var stofnað 1836 og mun nii vera elsta starf- andi bókasafnið og lestrarfjelag- ið hjer á landi — annað en Landsbókasafnið, og það átti ald- arafmæli 6. október. Bókasöfn liöfðu að sjálfsögðu verið til hjer áður og lestrarhreyfingin var ekki heldur ný, þegar Flatej'ing- ar hófust handa um sitt fjelag. Stefán amtmaður Þórarinsson Olafur prófastur Sivertsen, stofnandi safnsins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.