Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1936, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1936, Blaðsíða 6
326 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Islensk kona í Jugoslafíu segir frá þjóðháttum þar IBELGRAD, höfuðborg Jugo- slafíu, á heima íslensk kona, Lilly Pavlovitch. Hún er systur- dóttir Þuríðar Signrðardóttur, forstöðukonu barnaheimilisins „Vorblómið" hjer í Reykjavík. Lilly er gift serbneskum manni, sem er starfsmaður í stjórnarráð- inu í Belgrad, en verður sennilega sendur bráðum til Norðurlanda sem viðskiftafulltriíi stjórnarinn- ar. Frú Lilly hefir gert sjer far um það, að kynnast serbnesku þjóð- inni sem best, en hún segir að torvelt sje að læra málið og þau hjónin tali altaf frönsku sín á milli. Þó þekkir hún kjör og lifn- aðarháttu fólksins í Jugoslafíu og lýsir hún því svo: — Ríkið er ungt. Það er skamt síðan að það var myndað úr mörg- um þjóðflokkum. Landbúnaður er aðal atvinnuvegurinn. Þar eru því flestir bændur, og þeir lifa ákaf- lega sparlega og neita sjer svo að segja um alt. Þess er því ekki að vænta að þar sje mikil æðri menning, að minsta kosti meðal kvenþjóðarinnar. En í borgunum lesa konur bæði lögfræði og lækn- isfræði. Og það er alls ekki sjald- gæft að hitta konur sem eru dokt- orar í lögum eða heimspeki. Þetta ;i sína rót að rekja til þess, að hjer í landi mega stúlkur ekki lifa eins og þær rystir. Þær mega aldrei fara í bíó eða í kaffihús nema með foreldrum sínum. Þær verða að sitja heima, og þess vegna nota þser tímaim til að lesa fræðigreinar. En giftar konur eru ágætar liúsmæður. Og þær eru snillingar í höndunum. Heimilis- iðnaður í Jugoslafíu hefir á sjer svo mikið listarbragð og er svo fagur, að frægrt er um alla álfuna. Áður fyr gáfu ungar stvilkur líkamsæfinprum ogr íþróttum lítinn gaum. Fyrir svo sem tveimur ár- um kom það varla fyrir að maður sæi stiílku á skíðum. En í fyrra hækkaði sala á skíðabúninirum kvenna snö<rprleíra um 2—300%. 0<r nú eru stúlkurnar líka farnar að synda í Dóná. Pegar maður kemur svo sem 30—40 km. iit fyrir Belgrad, verður manni starsýnt á það hvað fólkið er fastheldið við forna siði opr venjur. Komi maður á sam- komu, þá fær maðnr að sjá unga fólkið dansa þjóðdansa, Þeir eru kallaðir „Kolo". Undir er leikið á langspil o<r er það mjö<r tilbreyt- inpralítill hljóðfærasláttur. En það er sjón að sjá fólkið í hinum Lilly Pavlovitch. mar<rlitu og margbreyttu þjóðbún- in«rum sínum. Búningar þessir se<rja til um efni og ástæður manna. Ef einhver ungur sveinn vill komast að því hver stúlkan muni vera ríkust, þá er það fljót- sjeð. Það er sú, sem skreytir sig með flestum gömlum gullpening- um um ennið og barminn. Þegar nær dregur Tyrklandi, í þau hjer- uð, sem lengst voru undirokuð, verða. þjóðbúningarnir ekki jafn skrautlegir nje jafn mikið í þá borið. Það er afleiðing kúgunar- innar. Þjóðin er hraust. Það ber hvergi á úrkynjun. Sennilega stafar það af því hvað strangar reglur eru um það, að ættingjar mega ekki giftast. Það nær svo langt, að fjórmenningar mega ekki ganga í hjónaband — já, jafnvel svo, að börn svaramanna og brúðhjóna mega ekki giftast, enda þótt eng- inn skyldleiki sje þar á milli. Hjer er margt ódýrt. Hvað munduð þið segja um það á Is- landi að fá kílógram af tómötum fyrir 5 aura og kílógram af bestu vínberjum fyrir 20 aura? -«m>- Serbneskir bændur á skemtun. — Hvað gerir þú hjer í sumar- fríinu ? — Jeg skrifa konu minni tvis- var á dag. — Ha! Þetta kalla jeg nú ást. — Onei. Hiin hefir hótað því að koma hingað, ef hún fái ekki brjef frá mjer á hverjum degi — og eitt brjef getur altaf misfar- ist.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.