Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1936, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1936, Blaðsíða 3
LESBÓK MOKGUNBLAÐSINS 323 tekt, er viðkemur gagni ættjarð- ar vorrar og nauðsynjum henn- ar, — efla þekkingu vora í al- þjóðlegum málefnum; leitast við að gagna og gleðja og bæta þann- ig úr skorti hinna þarflegu tíma- rita" o. s. frv. Bókasafnið í Flatey óx upp úr áhuga og mentaþrá í einangrun afskektrar, en atorkusamrar bygðar, þar sem fólkið hafði lengi verið hert og stælt við harða sjó- sókn, en einnig frá fornu fari unnað fróðleik og fengist við ýms fræðistörf. Bókasafnið og fjelagið, sem að því stóð, fjekk um skeið kraft og þor úr þeim frelsis- og menningarhreyfingum, sem fóru að gera vart við sig um og eftir 1830. Þessvegna var starf- semin eftirtektarvert tímanna tákn, sem sjálfsagt hefir orðið mörgum til gagns og gleði á sínu sviði. Og bókasafnsins er maklegt að minnast fyrir þá seiglu, sem sýnd hefir verið í viðhaldi þess, og fyrir þann áhuga, sem komið hefir fram í því að endurreisa það í nýtísku formi, kringum ald- arafmæli þess. Maður og kona. Eflir dr. Helga Pfeturss. Sigurður Haukdal prófastur. Á meðal þeirra, sem mesta al- úð hafa lagt við bókasafnið á seinni árum, má nefna Sigurð pró- fast Haukdal í Flatey. Hefir hann verið óþreytandi að vinna að heill þess, vexti og viðgangi. Þetta elsta starfandi bóka- og lestrarfjelag er vottur um áhuga og menningarvilja dugnaðar- fólksins í eyjunum á hinum fagra Breiðafirði. I. Flest sem jeg hefi sjeð ritað til samanburðar á manni og konu — eða karlkyni og kvenkyni af teg- undinni homo sapiens — á sam- merkt í því, að hallað er á kon- una. Jafnvel hinn ágæti rithöf- undur og náttúrufræðingur dr. Ludwig Reinhardt, sem skrifað hefir eina þá bestu bók um for- sögu mannkynsins, Der Mensch zur Eiszeit, segir í bók sinni Das Leben der Erde (um lífið á jörð- inni), að konan sje karlmannin- um síðri um alt. Og í þessu sam- bandi má einnig geta þess, að í fornsögum vorum, sem svo fræg- ar eru fyrir mannlýsingar, er kvenlegri fegurð hvergi lýst, þar er engin kvenlýsing, er svari til hinna frægu lýsinga á Gunnari Hámundarsyni eða Agli Skalla- grímssyni, ekki eitt orð er sagt um vöxt, hár eða augu Guðríinar Ósvífrsdóttur eða Helgu fögru, og svo margra annara, sem ástæða hefði verið til að lýsa. Yæri þetta efni þess vert að rita um það nokkru nánar, þó að það sje ekki gert að sinni. II. í Skírni nýritkomnum er grein um mun karla og kvenna eftir Cyril Burt (þýdd af dr. G. F.), þar sem einnig kennir nokkuð þessa vanalega ranglætis gagn- vart kvenfólkinu. Burt lætur sjer, að því er líkamsútlitið snertir, nálega nægja að tilfæra hina al- kunnu niðrandi lýsingu heim- spekingsins Schopenhauers á vaxt- arlagi konunnar. Mun Schopen- hauer fáar konur hafa sjeð þann- ig, að hann gæti að nokkrn marki dæmt um vaxtarlag þeirra, hjá því sem á þessum íþróttatímum er hægt, og verður það að vera spekingnum til afsökunar. En þó er sá munur karla og kvenna, sem Schopenhauer hefði vel getað sjeð, og fengið mundi hafa hann til að skrifa með meiri virðingu um fætur kvenfólksins. En satt að segja hefi jeg hvergi sjeð þann mun nefndan, og má furðu gegna, svo mikið sem á honum ber. HI. Mannkynið er orðið til uppúr dýrum, sem endur fyrir löngu, mörgum miljónum ára, gengu á fjórum fótum, en síðan áttu niðja, sem, svo að jeg segi langa sögu í fáum orðum, vöndust við að nota afturfæturna eina til gangs. Það var vandlærð íþrótt fyrir niðja hins ferfætta dýrs, að læra að ganga á tveimur fótum, svo vand- lærð, að mannkynið hefir ekki lært hana til fulls þann dag í dag. En þar er þó konan karlmannin- um miklu fremri, eins og öllum er auðvelt að sjá, sem veita vilja þessu eftirtekt. Yfirleitt eru hreyfingar kvenfólksins snotrari, og kemur það af því að liðamót- in eru mýkri, liðaböndin öllu bet- ur gerð. í sambandi við þetta stendur, að yndisþokki er eigin- leiki kvenfólksins miklu fremur, eða jafnvel svo, að vjer notum ekki það orð í sambandi við karl- mann. Þess má hjer minnast, að hjá Grikkjum hinum fornu, eða í trú þeirra, voru til þokkaíryð.i- ur, Kharites, en engir þokkaguð- ir eru þar nefndir. Yfirburðir kvenfólksins um gangfegurð stafa þó eigi einungis af hinum mýkri liðamótum, heldur einnig af því, að sökum vaxtarlagsins, er þungamiðjan neðar í líkamanum og fæturnir hafa minna að bera og eru víst þar að auki að til- tölu sterkari. Af þessum ástæðum er það einnig, sem kvenfólkið ger- ir sumar jafnvægisæfingar betur og dansar betur en karlmennirn- ir. Jafnvel þeir karlmenn, sem snilliiifrar eru í fimleikum, geta þó ekki dansað með þeirri fejrurð, sem kemur fram í dansi þeirra kvenna, sem ágætar eru á því

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.