Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1936, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1936, Page 2
322 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Kirkjan í Flatey. Næsta húsið til hægri er bókasafnshúsið, og bak við það sjest pósthúsið. hafði beitt sjer fyrir þessu niáli — hann var víðsýnn maður og tillagagóður — og skrifaði um nauðsyn lestrarfjelaga í gömlu Fjelagsritin, en í þeim eru marg- ar góðar greinar og vel skrifað- ar. Þá var stofnað „Ens íslenska Suðurlands Bókasöfnunar og lest- ursfjelag“, og aflaði það sjer ýmsra góðra bóka og fylgdist vel með, og stóðu að því áhugasamir menn. En ekki helst það lengi. En hreyfingin dó ekki með öllu •— þetta að afla leikum og lærðum almenningi í landinu góðra bóka í fjelagsskap varð einn þáttur í fræðslustefnu sumra mætismanna á 18. og 19. öld. Einn af þeim var sr. Ólafur Sivertsen í Flatey, og hans fjelagsskapur hefir lengst staðið. Og fyrir hans áhrif voru á næstu árunum eftir 1836 stofn- uð að minsta kosti fjögur önnur lestrarfjelög í . Barðastrandar- sýslu. Flateyjar-bókasafnið var þegar í upphafi allstórt og gott safn. Það átti rit á íslensku og dönsku og þýsku aðallega, og dálítið á latínu. Bækurnar fjölluðu um margvísleg efni, og lesendurnir höfðu úr miklu að velja, móts við það, sem oftast hafði áður verið um bókakost almennings. En hann hafði löngum verið þröngur og einhæfur — mest guðsorðabækur og íslenskur sögu- fróðleikur nokkuð. Bókasafnið í Flatey átti, auk sögu- og gnð- fræðirita, allmikið um náttúru- fræði, heimspeki, búfræði, lög- fræði, læknisfræði, málfræði og verslun. Bækurnar í þessum flokk um voru samt ærið misjafnar. Yf- irleitt var best fylgst með í sögu og inálfræði, og bækurnar í þeim flokkum voru nýjastar. En nátt- úrufræðaritin voru upp og ofan eldri, sum áratuga gömul, og bú- fræðaritin voru einnig flest frá 18. öld, þegar lagður var, eftir erlendum fyrirmyndum, grund- völlur íslenskrar búfræði og ræktunarframfara. Það er ekki vitað með vissu, eftir skýrslum þeim, sem út hafa gerið gefnar, hvernig eða hversu mikið safnið hefir verið notað. En 1841 er komist svo að orði, að það sje „aðdáanlegt hvursu vel Flateyjar sóknarí'ólk hefur tekið stiítun þessari og látið sjer vera ant um lestur, meðferð og skiisemi bókanna". Á næstu árunum eftir þetta jókst bókasafnið á ýmsan hátt og bókaskrár voru þrívegis prentað- ar, síðast 1858. Á síðasta fjórð- ungi eða þriðjungi aldarinnar fer safninu og „stiftuninni“ að hnigna og áhuginn á málum henn ar að dofna, þó að aldrei gleymd- ist hún góðum mönnum þar í eyj- um. Á síðustu árum hafa Flatey- ingar beitt sjer fyrir því að end- urreisa og prýða bókasafnið, mest fyrir forgöngu sr. Sigurðar Haukdal prófasts, en með honum eru nú forstöðumenn þess: Oskar Níelsson hreppstjóri í Svefneyj- um, Magnús Andrjesson fiski- matsmaður og Magnús Benja- mínsson verslunarmaður í Flatey. Vegna aldarafmælisins hefir nú verið gefin út fjórða skýrsla Framfarastiftunarinnar og skrá um bækur safnsins, og virðist það nú vera myndarlegt safn og fjöl- skrúðugt, enda hafa ýmsir orðið til þess að styrkja það vel með gjöfum. Einn þáttur framfarastiftunar- innar í Flatey var „brjeflega fje- lagið“ svonefnda, og lýsa sam- þyktir þess vel tilgangi og hug- arfari þeirra, sem að því og bóka- safninu stóðu. Tilgangurinn átti „einkanlega að vera sá, að lífga fjör og anda samlanda vorra, hvetja oss til að veita því eftir- Kauptúnið í Flatey. Garðurinn, sem sjest í fjörunni, er elsta mann- virki í eynni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.