Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1936, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1936, Blaðsíða 4
324 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sviði. Fleira mætti nefna, sem konum er betur gefið en körlum, og skal þó aðeins á eitt vikið enn. Varla mun verða á móti því bor- ið, að konan er vanalega betur eygð en karlmaðurinn, en ekkert kann jeg um það að segja, livort þessu fylgir betri sjón. IV. Mannslíkaminn einsog vjer þekkj- um hann hjer á jörðu, er einungis á bvrjunarstigi þrátt fyrir það, þó að hann eigi sjer svona ótrúlega langa sköpunarsögu. En takmark- ið er fullkomnun, og það eigi ein- ungis f.vrir einhverja fjarlæga niðja þeirrar kynslóðar, sem nú er uppi, heldur einnig fyrir sjálfa þá, sem nú lifa. Því að einsog jeg hefi oft ritað um, lifa menn áfram eftir dauðann hjer á jörðu, líkamlegu lífi á öðrum jarðstjörn- um. Því hefir verið haldið fram, að kynin muni líkjast hvort öðru því meir, sem lengra líður. En hitt mun þó öllu rjettara, að þau fullkomnist hvort á sína vísu, svo að kona framtíðarinnar verði kvenlegri, og karlmaðurinn karl- mannlegri. En annars er þetta alt svo mikið efni, að hjer verður ekki meir en rjett á það drepið. 1. okt. Helgi Pjeturss. ••»• ^ •»»» Drotningin á Tonga, Tonga-evjar eru í Kyrrahafi, suðaustur af Fidschi-eyjum. Þær eru sjálfstætt konungsríki, undir vernd Breta, og þar ríkir drotning, sem heitir Salote. Hún tók við ríki 1918 og hefir stjórn- að því með skörungsskap. Nú er hún á leiðinni til Eng- lands að finna Játvarð konung. Hefir hún með sjer fágæta gjöf að færa honum. Það er skjald- baka, sem Cook landkönnuður gaf einum af forfeðrum hennar fyrir eitthvað 150 árum. Hefir skjaidbaka þessi síðan verið geymd í konungshöllinni í Nukua- lofa á Tonga og næstum verið til- beðin þar. Þetta er sú dýrmætasta gjöf, sem drotningin á Tonga getur gefið Bretakonungi. Dani, sem þóttist eiga höin á íslandi og hata islenska veiðimenn i Grænlandi. Efflr Efnar Mikkelsen. PEGAR það mál var á dag- skrá að flytja nokkra Eski- móta til Scoresbysunds, reis upp danski verkfræðingurinn A. W. Wilkenfeldt og tilkynti opinber- lega, að það væri óþarfi að deila um þetta, því að ekki væri hægt að stofna Eskimóanýlendu þarna. Hann kvaðst hafa helgað sjer fjörðinn árið 1919 og síðan haft þar íslenska veiðimenn til þess að nota náttúruauðæfi landsins, og hefði hann fengið til þess noklc- urn fjárstyrk frá Noregi. Hann kom fram með þessa yf- irlýsingu á opinberum fundi, sem haldinn var um nýlendustofnun í Scoresbysundi, og hann gáf upplýsingar um ýmislegt, sem enginn hafði haft hugmynd um áður, meðal annars það, að hann hefði fyrir löngu bygt ýmissar veiðistöðvar í Scoresbysundi og hefði látið skip sigla þangað ár- lega til þess að skifta um veiði- menn og flytja heim veiðiskap þeirra. Hann sagði enn fremur, að veiði væri þar svo mikil, að hann ætlaði nú að færa út kvíarnar og stofna hlutafjelag til þess að auka reksturinn þar, því að sjálfan skorti hann nægilegt rekstrarfje, enda þótt hann hefði stórgrætt á þessu á hverju ári. Allir voru undrandi út af því, að slíkar framkvæmdir skyldi vera hægt að reka í Scoresby- sundi, og láta skip sigla þangað árlega, án þess að yfirvöldin, sem áttu að vaka yfir einangrun Grænlands, hefði hugmynd um það. En þegar yfirvöldin fengu að heyra þetta, að danskur mað- ur hefði byrjað slíka starfsemi, þrátt fvrir boð og bann, og látið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.