Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1936, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1936, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS skip sigla árlega til hins lokaða lands, var leitað nákvæmra upp- lýsinga um þetta á íslandi, því að þar þóttist Wilkenfeldt eiga höfn og stöð, og þaðan sigldi skip sitt tvisvar á sumri norður til Scoresbysunds og kæmi jafnan fullhlaðið af söltuðum laxi, sel- skinrvum, lýsi, rostungstönnum, hjarnarfeldum og tófuskinnum. Yæri þessum vörum fyrst skipað upp í íslensku höfninni og verk- aðar þar á stöðinni. Þrátt fyrir eftirgrenslanir stjórnarinnar var ekki hægt að hafa uppi á höfninni, og enginn maður hafði heyrt getið um stöð, þar sem grænlenskar vörur væri verkaðar. Ekki var heldur hægt að hafa upp á einum einasta manni, sem hafði siglt á skipinu til Grænlands eða stundað þar veiðar. En Wilkenfeldt hafði skýringuna á reiðum höndum: höfnin væri lítil og óþekt og allir menn sínir væri bundnir þagnar- heiti. Það mátti nú segja, að það var hepni fyrir framkvæmdasaman mann að komast yfir óþekta höfn á íslandi, þar sem menn höfðu áður haldið, að öll strandlengjan hefði verið mæld. Og hvílíkur framiirskarandi húsbóndi hlaut Wilkenfeldt að vera, er allir starfsmenn hans voru honum svo trúir, að enginn hafði einu sinni hvíslað því að konu sinni, hjá hverjum þau fengi hið daglega brauð! ITm hlutafjelagið virtist og eitthvað vera á huldu, því að sumir þeirra, sem skrifuðu undir áskorunina um stofnun hlutafje- lagsins og aukið rekstrarfje, virt- ust ekki vita það almennilega hvað þeir voru komnir út í, og einn hafði ekki hugmvnd um það, að nafn hans stóð undir áskorun- inni. Wilkenfeldt hafði lagt fram fyrir innanríkisráðherrann og yf- irvöldin reikninga um starfsemi sína í Seoresbysundi, og sýndu þeir mikinn gróða. Samt sem áð- ur höfðu menn ekki mikla trú á fvrirtækinu. Fjársöfnun til hluta- fielagsins geklt ekki eins vel og biiist hafði verið við. Þá sneri Wilkenfeldt við hlaðinu og til- kynti yfirvöldunum, að hann væri fús að selja danska ríkinu stöðv- ar sínar í Scoresbysundi. En ef ríkið vildi ekki ganga að því,' mundi hann selja þær Norðmönn- um, því að margir efnamenn í Noregi vildu einmitt nú kaupa þessa velútbúnu veiðistöð, er gæfi svo góðan arð. Dönsku yfirvöldin gengu þó ekki að hinu góða tilboði, og það var heppilegt, því að það kom upp úr kafinu seinna, að fyrirtæki Wilkenfeldts í Scoreshvsundi var ekki annað en uppspuni, að hann átti hvorki stöð þar nje á Islandi, að hann hafði aldrei sent veiði- menn til Grænlands, og siglingar hans til Scoresbysunds höfðu aldr- ei átt sjer stað. Hið eina sanna, sem menn komust að í þessu máli var það, að hann hafði einu sinni verið í sambandi við „Austur- grænlenska fjelagið“, og að hann hafði verið í Ameríku og lært þar sitt af hverju. Hið eina, sem Wilkenfeldt hafði til hrunns að bera, var hin takmarkalausa frekja hans, nokkrir reikningar, sem virtust geta verið rjettir, þótt ágóðinn þætti furðu mikill, og svo kort af firðinum. Það hefir haun keypt í einhverri búð og teiknað inn á það hinar ímýnduðu veiðistöðvar sínar, hinar laxauðgu ár, sem hvergi eru til, siglingaleiðina og nokkrar dýptarmælingar. Þetta átti að slá ryki í augu manna. Margir trúðu honum líka og glöddust eða undruðust út af hinni ágætu dönsku framtaks- semi. Skyndilega varð hljótt um Wilkenfeldt, en ennþá undrar menn það, hvað hann hefir ætl- að sjer að græða á hinum furðu- legu og ósönnu staðhæfingum sín um. Að dæma eftir því, hvernig hann reyndi að gera þær senni- legar, hlýtur hann að hafa verið of gáfaður til þess að ætla, að hann gæti selt dönsku. stjórninni „Scoresbysunds-stöðina" án þess að málið væri rækilega rannsak- að. (Úr „De Östgrönlandske Eski- moers Historie“.) 325 Sjötta skilningarvitið. Læknafjelagið breska helt ný- lega fund og var þar meðal annars rætt um þau dýr, er hefði sex skilningarvit og liið sjötta væri þannig, að þau fengi vit- neskju um hættur löngu áður en menn yrði þeirra varir. Komust vísindamennirnir að þeirri niður- stöðu að hundar hefði slíkt sjötta skilningarvit. Eins og kunnugt er kom ógur- legur jarðskjálfti . í Belutschistan í fyrra, og hrundi þá meðal ann- ars borgin Quetta í rústir. Sir Henry T. Holland, sem hefir ver- ið yfirlæknir við sjúkrahúsið þar í 36 ár, skýrði frá því að jarð- skjálftanóttina hefði einn vinur sinn vaknað við það, að hundur hans stóð við rúmið og togaði í náttföt hans. Maðurinn helt að innhrotsþjófar mundu vera komn- ir inn í húsið, fór á fætur ,tók sjer marghleypu í hönd og leit- aði um alt. Þar voru engir þjófar, en hundurinn stóð altaf við úti- dyrnar og klóraði í hurðina. Mað- urinn opnaði þá og fór iit í garð- inn, en í sama bili reið jarð- skjálftinn' undir og húsið hrundi. Mundi hann hafa orðið undir því, ef hundurinn hefði ekki gert hon- um aðvart. Sir Henry sagði líka frá tveim- ur svipuðum dæmum, að hundar hefði orðið mjö? órólegir nokkru áður en jarðskjálfti kom, og ekki lint látum fyr en þeim var hleypt út. í íslenskum þjóðsögum er getið um nokkur dæmi þess, að dýr hafi hugboð um yfirvofandi hættu, eða sje gædd sjötta skilningarvitinu. Má þar t. d. nefna söguna um hrafninn, sem teygði stúlku brott frá bæ rjett áður en skriða fell á bæinn, og bjargaði með því lífi hennar. Getið er og þess með sann- indum, að kvöldið áður en jarð- skjálftarnir miklu á Suðurlandi 1896 byrjuðu, hafi fólk á nokkr- um bæjum lent í mestu vandræð- um með að koma kúnum í fjós. En á þessum bæjum hrundu fjós- ’in í jarðskjálftunum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.