Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1936, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1936, Side 7
Þfóðhætlir IV. Giftingasiðir í Síam. Um tvítugt giftast karlmenn í Siam, en stúlkur 14—17 ára. Hjer um bil allir giftast og það er mjög sjaldgæft að hitta þar piparmeyjar. Venjulegast er, að foreldrar ráði giftingu barna sinna, en það hefir nú samt færst í vöxt á seinni árum, að fólk gift- ist af ást. Síamsbúar leggja ekki mikið upp úr hjónavígslunni, og því er hún höfð eins stutt og fábrotin, sem unt er, eða jafnvel alveg slept. Þetta stafar af því, að það er fullgilt hjónaband þar í landi, er piltur og stúlka fara að búa saman. En flestir foreldrar eru nú þannig skapi farnir, að þeir vilja gera sjer og öðrum glaðan dag þegar börn þeirra taka sam- an. Er því slegið upp veislu og er hún haldin á heimili brúðurinnar og stendur í tvo daga. Hljóðfæra- sveit og vinir fylgja brúðguman- um þangað. Fara nú allir gestir inn í stærsta sal í húsinu og er þeim þar veittur matur og drykk- ur og „betel“ til að tyggja. Þeg- ar brúðhjónin koma inn eru þau bundin saman með vígðu bandi. Krjúpa þau þá á knje, en gest- irnir strá yfir þau hrísgrjónum og skvetta á þau vígðu vatni úr skel. Þá eru þau aðskilin, en alla nóttina syngur brúðgumi man- söngva fyrir utan svefnherberg- isglugga hennar og hljóðfæra- sveitin leikur undir. Morguninn eftir er munkunum haldin dýr- indis veisla og allan daginn er þar glaumur og gleði. Um kvöldið er brúðurin leidd til hjónasæng- ur með mikilli viðhöfn. Ungu hjónin halda svo lengi kyrru fyr- ir á heimili foreldra hennar, oft þangað til þau eiguast fyrsta barnið. Vegna þess að Búddatrúin bannar ekki fjölkvæni, þá er það talið leyfilegt og hver maður get- ur gifst eins mörgum konum og hann hefir efni á að eiga. En fyrsta konan hefir ætíð forrjett- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 327 indi fram yfir hinar og verða þær að hlýða henni sem húsmóður. Þegar kona fer að eldast telur hiin það ráðlegt að útvega manni sínum hjákonur. Hygst hún með því munu gera honum heimilið skemtilegra og það er henni sjálfri metnaðarsök að ráða yfir sem stærstu heimili. Hjónaskilnaðir fara fram, þeg- ar bæði koma sjer saman um það, og er þá eignum skift á milli þeirra. Þetta á þó ekki við um hjákonur, því að þær getur mað- urinn rekið frá sjer skaðabóta- laust. 011 börn eru borin til arfs, en börn fyrstu konunnar fá miklu meiri arf heldur en hjákonubörn. Fjaðrafok. Nýlega kom það fyrir í Söder- telje í Svíþjóð, að stór bola- bítur rjeðist á lítinn hund og beit svo fast, að hann fekk krampa í kjálkana og gat ekki slept aftur. Sá litli skrækti og skrækti og sá stóri dustaði hann til og reyndi að losna við hann, en ekkert dugði. Lögregluþjón bar þar að og hann tók að berja bolabítinn, en það hjálpaði ekki. Þá bar þar að gamlan karl og hann tók upp neftóbaksdósir sínar og hvolfdi úr þeim á trýnið á bolabítnum. Það hreif, hann fekk þrumandi hnerra og sá litli spýttist út úr honum eins og skot. Stærsti togari í heimi hljóp nýlega af stokkunum hjá Frederikshavns Værft og Flyde- dok í Danmörku. Hann er smíð- aður fjTrir Spánverja og er 1550 smálestir, eða 150 smál. stærri heldur en togarinn „Jutland“, sem þessi sama skipasmíðastöð smíð- aði fyrir Frakka fyrir tveimur ár- um og hefir fram að þessu verið stærsti togarinn. Hinn nýi togari var skírður „Abrego“. Annar tog- ari er líka í smíðum þarna fyrir Spánverja. LT of brennandi ást olli dauða Fred Wilkinson og kærustu hans, Della Kretlow. Hann var 45 ára, hún 23 ára. Wilkinson vann í demantanám- unum hjá Kimberley i Suður-Af- ríku, og er hann var á heimleið að kvöldi, hafði hann óvart dyna- mitpatrónu í brjóstvasa sínum. Hann mætti kærustu sinni á leið- inni, og faðmaði liana þegar svo fast að sjer, að dynamitpatrónan sprakk. ARGT er skrítið í Banda- ríkjunum. Meðal annars það, að karlljónið í dýragarðinum í Fíladelfíu er með parruk. Kon- ungur eyðimerkurinnar var orð- inn sköllóttur og ljótur, en þá fann einhver hugvitssamur maður upp á því að setja á hann parruk. Og síðan þykir fólki meira gam- an að sjá hann heldur en áður. EGAR kappreiðarnar hjá Epsom í Englandi fóru fram í sumar, veðjaði ungur mað- ur 500 sterlingspundum á einn hestinn. Og hann var svo viss um að vinna, að hann kvaðst skyldu eta hattinn sinn, ef það brygðist. Það brást, og hann vildi standa við orð sín. Hatturinn var skor- inn í smábita og soðinn í krydd- sósu — og etinn. Eftir það varð að flytja unga manninn í sjúkra- hús, því að flóki er ekki hollur í magann. Játvarður konungur sjest hjer á reiðhjóli með þremur hjólum. Þetta hjól átti afi hans, Játvarð- ur konungur VII.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.