Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1936, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1936, Blaðsíða 1
 48. tölublað. Sunnudaginn 29. nóvember 1936. XI. árangur. Unful<l*rprent»mðJ* k.f, * Olafur Davíðsson: undment Islendinga. í vor sem leið voru liðin 100 ár frá því að út kom sundbókin, sem .Tónas Hallgrímsson þýddi, og 50 ár síðan fyrsta skýlið var bygt hjá sundlaug- unum hjerna. Það var aðeins lítill og ómerkilegur kumbaldi, sem nú þætti lít- ils virði, en markaði þó tímamót í sögu íslenskrar sundlistar. Þá um líkt leyti var stofnað hjer í Reykjavík fyrsta sundfjelag fslands. Og þá reið bæj- arstjórn Reykjavíkur á vaðið, fyrst allra bæja og sveitarfjelaga hjer á landi um það, að láta unglinga í barnaskóla njóta ókeypis sundkenslu. Síðan hef- ir Reykjavík verið brautryðjandi sundíþróttarinnar hjer á landi. Ber þessa að minnast nú þegar að því er komið að fyrsta sundhöll landsins verður vígð og fengin í hendur æskulýð íslands, eigi aðeins börnum Reykjavíkur, heldur öll- um þeim, konum og körlum, sem sækja hingað mentun og manndáð. — í til- efni af því þykir „Lesbók MorgunbIaðsins“ vel hlýða að birta útdrátt úr hinni bestu grein, sem rituð hefir verið um sundment íslendinga, fram að þeim tíma, er Reykjavík tók forystu í því máli. Hún er eftir hinn alkunna fræðimann Ólaf Davíðsson og birtist í hinu fræga riti hans „íslenskar skemtanir“ (II. b.). M fáar íþróttir er getið jafn víða í fornsögunum og sundið og er auð- sjeð að það hefir þótt einhver hin ágætasta íþrótt. Það þarf ekki annað en blaða í sögunum, til að detta niður á hvert dæmið öðru ljósara. Þó vil jeg sjerstaklega geta þess, er Helga, kona Harðar Grím- kelssonar, synti til lands úr Geirs- hólma með son sinn'. „Helga kast- ar sjer til sunds og legst til lands úr hólminum Um nóttina, og flutti með sjer Björn son sinn fjögra vetra gamlan, til Bláskeggsár, og þá fór hún móti Grímkatli syni sínum átta vetra gömlum, því að honum dapraðist sundið þá, og flutti hann til lands; það heitir nú Helgusund“. Það er auðsjeð i sögu þessari, að Helga hefir verið vel sundfær, enda segja fróðir menn að Helgusund sje ekki minna en \y2 ensk míla, og þegar þess er gætt að hún synti alla leiðina með stálpað barn, og nokk- uð af leiðinni þrívegis, þá liggur það í augum uppi, að hún hefir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.