Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1936, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1936, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGLív^^JSINS 379 hvort tveggja manna best, og sund kendi hann á Revkjum þang- a8 til þremur dögum áður en hann dó. Norðanfari). Jeg hefi heyrt að hann hafi synt frá Reykjavík út í Engey, heldur en Viðey, en veit ekki hvort það er satt. Um 1870 kendi Ólafur í Hamars- gerði sund í laug hjá Barði í Fljótum, en áður kendi hann sund í Reykjasveit fram í Skagafirði. Einhvers staðar hefir sund líka verið kent í Aðalreykjadal í Þing- eyjarsýslu, því síra Jón Yngvalds- son getur þess í lýsingu Nessóknar 1810 að „stöku ungiingar hafi numið nokkuð í sundment af járn- smíðasveini einum norðlenskum, er hið fyrra sumar kom sunnan úr Reykjavík og var vel sundfær“. Mjer þvkir líklegt að hann hafi verið lærisveinn Gests. Eftir daga Jóns Kjærnesteds er víða minst á synda menn, en þó var sundið svo fátítt og hefir ver- ið alt til þessa dags, að fæstir ís- lendingar hafa sjeð mann synda. (Um aldamótin kom skólapiltur úr Revkjavík norður að Vatnsbæj- um í Kelduhverfi. Vitnaðist það að hann hafði lært sund, og hafði hann engan frið fyrir þeim, sem vildu sjá þá íþrótt, því að þar hafði ekki sjest sund í manna minnum. Ritstj.). 1 flestum sóknalýsingum er það tekið skýrt fram að enginn kunni sund í sókninni. Það eru í hæsta lagi 20 sóknalýsingar af þessum 150, eða hvað það nú er, sem Bók- mentafjelaginu hafa borist, sem geta þess, að sund sje tíðkað þar um slóðir, og í meir en helmingn- um af þessum 20, er það tekið fram, að aðeins örfáir, 1—2 sókn- armanna sje syndir. Sumum prest- unum þvkir jafnvel sundið slfkt „raritet“, að þeir fara að dæmi annálaritaranna og nefna sund- manninn. Þannig er það tekið fram í sóknalýsingu Helgafells og Bjarnahafnarsókna, að Árni Thorlacius kunni að synda, og síra Sigurður Jónsson getur þess í lýsingu Staðastaðarsóknar, að prófastur P. Petersen (Pjetur Pjetursson biskup) hafi lært sund í'ungdæmi sínu. PÁLL MELSTEÐ skólakennari hefir sagt mjer að talsvert hafi verið fengist við sundment í Bessastaðaskóla. Sumarið 1829 voru þrír piltar á Bessastöðum, Konráð Gíslason (seinna prófess- or), Páll og Þorsteinn Jónsson (seinna kaupmaður í Reykjavík). Þeir komu sjer saman um að fara i sjó alt sumarið, hvernig sem viðraði, þangað til piltar kæmi um haustið, og lá ríksort heilt við (um 75 aurar) ef út af var brugðið, ef veikindi hömluðu ekki. Það kom einu sinni fyrir Pál, en aldrei fyrir þá, enda var hann þeirra yngstur og óharðnaðastur, á 17. ári. Þeir fjelagar heldu þessu áfram fram um veturnætur, og má nærri geta að oft hefir verið hart aðgöngu í svipinn að fara í sjó um haustið, en aftur er mjög líklegt, að það sje sundförum þessum að þakka, að minsta kosti meðfram, að þeir eldast betur en flestir aðrir Páll og Konráð. Mjer þykir líklegt að sund þeirra fjelaga standi í sambandi við sundpjesann, sem útgefendur Fjölnis gáfu út 1836. Sjálfsagt hefir sundpjesinn haft talsverð áhrif og hvatt unglinga til að læra sund hjá Gesti og ef til vill fleiri sundkennurum, en þessi sundkensla virðist þó hafa verið mjög stopul þangað til Jónas Jónsson fór að kenna sund við Syðra-Laugaland í Eyjafirði. Fyrsta sundlaugin. 1873 er sundstæðið gert úr garði og hagar svo til að veita má laug- arlæk í það. Jónas sundkennari, eða Sigluvíkur-Jónas, kendi sund- ið, og má jeg segja að hann hafði lært það hjá Gesti. 1874 var bygt svolítið hús við sundpollinn, til að klæða sig í og afklæða. 12 piltar voru við sundkensluna. Að lokum var haldið nokkurs konar próf og gátu þeir, sem höfðu æft sig við sundið allan tímann, 14. maí til 7. júní, synt fjórðung úr klukkutíma viðstöðulaust. 1875 voru 9 ný- sveinar og próf að lokum. Ekki hefi jeg rekið mig á skýrslur um sundið 1876, en auglýsingar eru um það í Norðanfara og Norðlingi bæði árin, og hefir það því sjálf- sagt verið kent þau árin líka. 1878 og 1879 er ekki kent sund 4 Laugalandi. 1880 læra 14 piltar sund hjá Jónasi við Laugaland. 1881 komu ekki nema 5 piltar til sundsins, — og síðan ekki söguna meir. Sundhúsið var rifið og sund- poRurinn skemdur. Laugarnar hjá Reykjavík. IJm sama levti og Jónas fór að kenna sundið við Laugaland nyrðra. var sund líka kent eitt- hvað svolítið í Reykjavík. Ingi- mundur Ingimundarson og Bene- dikt Pálsson auglýsa það í Tíman- um að þeir ætli að kenna sund í Laugunum vorið 1873. Litlar sög- ur fara af sundkenslu þessari, en þó hefir orðið úr henni, því næsta sumar auglýsir Benedikt Pálsson að hann ætli að halda áfram að kenna sundið. Nú er jeg kominn að því atriði, sem jeg vona að verði mjög þýð- ingarmikið í sögu sundlistarinnar á íslandi, en það er sundkenslan í laugunum við Reykjavík og stofn- un sundfjelags í Reykjavík. Vorið 1884 kennir Björn Lúð- víksson Blöndal sund í laugunum og lætur nokkra af lærisveinum sínum „sýna bæjarmönnum íþrótt sína á Reykjavíkurhöfn við bryggjurnar“ (ísafold) og var það vel til fallið, því altaf er þó mynd- arlegast að synda í sjónum, þar sem kostur er á því. 1. október 1884 er stofnað sund- fjelag í Reykjavík „í því skyni að halda uppi stöðugri sundkenslu í laugunum hjá Lauganesi og styðja og efla sundkunnáttu hjá íslend- ingum eftir megni“. 100 manns gengu í fjelagið á fundinum, en 31. janúar 1885 eru fjelagsmenn 112. Sumarið 1885 er sund kent um þriggja mánaða tíma til 6. október og tóku um 50 manns þátt í því. Bæjarstjórn Reykjavíkur veitir ókeypis sundkenslu. Bæjarstjórn Reykjavíkur veitti drengjum þeim, 10 ára að aldri eða eldri, sem höfðu notið kaup- lausrar kenslu í barnaskólanum veturinn 1885—86, ókeypis kenslu í sundi þetta sumar. 1886 er baðhús eða sundhús bygt við laugarnar og reglur samdar fyrir notkun þess.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.