Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1936, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1936, Blaðsíða 5
Svipur fóstbróðurs. Merkileg fyrirbrigði. PAÐ var sumarkvöld árið 1755 að Campbell af Inverawe var á gangi á hæð hjá Cruachan. Þá kom þar maður hlaupandi til hans og var illa til reika. Föt hans voru í tætlum og hann var blóð- ugur í framan og á höndum. Var auðsjeð á honum að hann var viti sínu fjær af ótta. — Bjargið mjer, veinaði hann. Þeir eru á hælunum á mjer. Blóð- hefnd. Inverawe kendi í brjósti um manninn, og lofaði að bjarga hon- um. Og fram að því höfðu allir í ættinni staðið við orð sín, bæði við vini og óvini. Inverawe fór nú með manninn / til jarðhúss þar í hæðinni. Bnginn vissi um það nema hann. Munninn var líkastur tófugreni, en þegar inn var komið, var þar rúmgott og þar var tær uppsprettulind. Þarna faldi hann manninn og fór svo heim. En þegar þangað kom var þar fyrir þjónn fóstbróður hans. Og hann hafði tíðindi að segja. Fóst- bróðirinn hafði verið drepinn. — Sá, sem það gerði, heitir Macniven, mælti þjónninn. Vjer höfum elt hann hingað, en ekki náð honum. Jeg kom til að vara þig við að hjálpa honum, ef þú skyldir rekast á hann. Tnverawe varð náfölur, en sagði ekki orð. Og þjónninn helt að hon- um hefði brugðið svona við að heyra lát fóstbróður síns. Hann fór svo leiðar sinnaiv Nú kendi Inverawe elrki lengur í brjósti um manninn, sem hann faldi í jarðhúsinu. Meðaumkvunin hafði snúist upp í hatur. En hann hafði lofað að bjarga honum, og enginn Inverawe hafði nokkuru sinni gengið á bak orða sinna. Þegar dimt var orðið fór Inver- awe með mat til jarðhússins og fleygði honum þar inn. Kallaði LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hann til morðingjans höstum rómi að hann skyldi færa honum meiri mat daginn eftir. Hann var varla með sjálfum sjer út af gremju og sorg þegar hann kom heim aftur. Hann var líka þreyttur og var að hugsa um að best væri að sofna og gleyma. En hann gat ekki sofnað. Kveikti hann því ljós og ætlaði að lesa. Um leið og hann hafði opnað bók- ina tók ljósið að flökta eins ög gustur kæmi á það. Inverawe leit upp — og sá þá fóstbróður sinn standa hjá sjer. Hann sá hann greinilega, andlitið og blóðugt hárið. Og hann heyrði rödd: — Tnverawe, Inverawe, blóð krefst blóðs, haltu ekki lengur verndarhendi yfir morðingjanum. Svo leystist svipurinn sundur og hvarf, en ljósið logaði aftur glatt og rólega. Inverawe vildi ekki rjúfa heit sitt, enda þótt þetta bæri fyrir hann. Daginn eftir færði hann Macniven mat. En um nóttina birtist fóstbróðirinn honum aftur. Og aftur heyrði Inverawe sömu orðin, en nú var eins og þau væri töluð í byrstara rómi: — Inverawe, Inverawe, blóð krefst blóðs, haltu ekki lengur verndarhendi yfir morðingjanum. EGAR dagaði gekk Inverawe upp að jarðhúsinu og sagði við Macniven: — Þú mátt ekki vera hjer leng- ur. Farðu burtu og bjargaðu þjer eins og best gengur. Nú þóttist Inverawe viss um að fóstbróðirinn mundi ekki birtast sjer framar. En sú varð ekki raun- in á. Þegar hann var háttaður um kvöldið stóð vofan fyrir framan rúmstokk hans og sagði byrst: — Tvisvar hefi jeg farið bónar- veg að þjer. Nú er það um seinan. Við sjáumst aftur hjá Ticonder- oga .... 381 Inverawe fór á fætur og gekk upp að jarðhúsinu. Macniven var farinn .... Upp frá því sá Inverawe ekki svip fóstbróður síns, en hann var þögull og einrænn eftir þetta. Oft og mörgum sinnum var hann einn á gangi á hæðinni hjá Cruachan og velti því fyrir sjer sem hann hafði sjeð og hinni einkennilegu rödd, sem hann hafði heyrt. Og þá sagði fólk: Veslings Inverawe, nú er hann að hugsa um fóstbróður sinn. Mikið hefir hann saknað hans! Það voru ekki aðrir en nánustu vinir, sem vissu um það hvernig á þunglyndi Inverawe stóð. Árið eftir liófst stríðið milli Frakka og Breta í Ameríku. Camp- bell af Inverawe var majór í 42. tvífylki og hann fór með því til NeAv York í júní. Þaðan var svo haldið til Albany og þar var legið í vetrarherbúðum. Francis Grant var ofursti yfir herfylki Tnverawes, og Inverawe spurði hann brátt um það hvort hann vissi ekki hvar Ticonderoga væri. En Grant hafði aldrei heyrt það nafn fyr. Inverawe sagði þá sögu sína í áheyrn margra liðsfor- ingja. Þeir trúðu henni ekki. ERSTJÓRNTN ákvað nú að senda herlið gegn nýu vígi, sem Frakkar höfðu gert hjá Ge- orgsvatni. Vígi þetta hjet Carillon. Einn af liðsforingjunum skaut því þá að Grant að Carillon hjeti Tic- onderoga á máli Indíána. — I guðs nafni minstu ekki á þetta við nokkurn mann, sasrði Grant. Inverawe má alls ekki vita um það. Herdeildin fór á bátum yfir Georgsvatn og lenti heilu og höldnu hinum megin. Svo var far- ið gangandi í gegn um skógana til Carillon vígis. Um miðjan júlí var áhlaup gert á það. Lensumenn voru fremstir og þar næst skytt- urnar. Hálendingar Inverawe voru í varaliðinu. Áhlaupið Arar brotið á bak aftur með dvnjandi skot- hríð úr víginu. Þá gátu Hálendingar ekki stilt sig lengur, en geistust fram og komust alveg að virkisveggnum. Þeir fellu unnvörpum. Engir stig-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.