Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1936, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1936, Blaðsíða 4
380 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Sund og sundmenn, Eftir Pál Melsted. SUND heyrði jeg fyrst nefnt austur í Múlasýslum og var sagt að Evdalabræður, synir síra Brynjólfs Gíslasonar ^Snorri, dr. Gísli, Sæmundur, Jón, Sigurður) væri svndir, en enginn talaði um að læra það. Þegar jeg kom hingað suður (1828) hevrði jeg talað um sund, einkum í skólanum, og fyrsta vor- ið mitt í skóla (1829) komst jeg að raun um, að hjer var meira en talið tómt. Einn hlýan dag gengu margir piltar niður að tjörninni fvrir sunnan Bessastaðatún. Þar nær túngarðurinn til sjávar. Þeir afklæddu sig, og út í vatnið. Sumir svntu langt lit á tjörn, en sumir voru að gutla uppi i land- steinum. Magnús Hákonarson (prestur, seinast á Stað í Stein- grímsfirði) var langmestur sund- maður af mínum skólabræðrum. Honum líkir voru þeir sagðir Teit- ur Finnbogason (dýralæknir í Rvík), Helgi prentari Helgason og Gestur Bjarnason, enda munu þeir allir hafa lært hjá Jóni Kjærne- sted. Magnús kom eitt sinn að vestan, ríðandi að Hvítá, og ætlaði á Þing- nesferju, en enginn kom ferju- maðurinn. Magnús var í kavaju með mörgum krögum, í stígvjelum með stromphatt á höfði og reiddi dúnpund í klút í annari hendi. Svona ætlar hann að sundríða Hvítá, en klárinn steypist á höf- uðið og Magnús af honum. Þannig synti hann austur yfir svona bú- inn, sem jeg sagði, með hattinn á höfði og haldandi dúnpundinu of- an vatns með annari hendi. Það hefir verið skrítin sjón þar á ánni: Magnús með dúninn og selshaus- arnir kring um hann. Teitur synti hjer fram á skipa- legu og sótti poka með dóti í ofan á sjávarbotn. Einhver sveitabóndi hafði mist hann þar útbyrðis. Ein- hverju sinni syntu þeir Teitur og Gestur hjer út á höfn um nótt, í blíðviðri, og komu að spánversku skipi, er þar lá fyrir akkerum. Vökumenn á skipinu heldu þetta vera þjófa, tóku byssu og ljetu sem þeir mvndu skjóta. Báðir stungu sjer. Gestur synti til lands, en Teitur stefnir á Orfiriseyjar- granda. Spánverjar elta hann á báti, en Teitur kemst upp á grand- ann og syndir svo þaðan út með landi og upp á það hjá Ánanaust- um, en Spánverjar töfðust við grandann og mistu hans þannig. Bjarni Thorarensen (amtmaður) og Björn Gunnlögsson (skólakenn- ari) voru góðir sundmenn. Jeg heyrði Björn segja: „jeg gæti ver- ið að svnda allan daginn, ef kuld- inn bagaði ekki, því að jeg get hvílt mig þegar jeg vil“. Árni Geirsson biskups var sagður af- bragðs sundmaður. Hann hafðí synt frá Lambastöðum fram undir skerin í Skerjafirði. Oft var farið í sjó á Bessastöð- um, þótt veður væri ekki sem á- kjósanlegast. Einu sinm fórum við Þorsteinn Jónsson út í sjó í sjó- búðinni, sem svo er köiluð. Þá var logn en frost og tólgaði alla fjör- una. þegar út fell, og hjómaði sjó- inn. Það var snemma morguns. Við vorum aldsberir, eins og vant var. Sjórinn var ekki kaldur niðri, en sárkaldur þar sem mættist loft og lögur. Einu sinni fóru þrír skólapiltar um vetur í norðanveðri suður á tjörn. ís var á tjörninni mestallri, en állinn var auður. Þar syntu þeir í vökinni allsberir, eins og sjófuglar. Mig minnir það væri Benedikt Eiríksson í Guttorms- haga, Halldór Jónsson í Trölla- tungu og Konráð Gíslason. Þetta sýnir hvað menn geta gert sig harða, ef hug og menning vantar ekki. Þekt hefi jeg fjóra góða sund- menn íslenska, er allir druknuðu: Dr. Gísli Brynjólfsson (d. 1827), síra Gísla Jónsson í Kálfhaga (d. 1853), Steindór Stefánsson skóla- pilt (d. 1844) og Björn sundkenn- ara Blöndal (d. 1887). Þessir fór- ust allir af slysum. Dr. Gísli fór frá heitum mat út í kaldan sjó — það voru hafísjakar á firðinum — og fekk krampa, — Síra Gísli ætlaði að bjarga mönnum á bát, er undir hvolfdi á Ölfusá, en hann kunni ekki að bjarga, þótt hann kynni að synda; má og vera að jökulvatnið í Ölfusá hafi drepið hann. — Steindór var marga tíma að stumra yfir fjelaga sínum hálfdauðum á kjöl, og dó af kulda. en hafði bundið sig fastan er hann fann að dauðinn fór á hann. — Björn Blöndal hefir annað hvort rotast af bátnum, eða fengið sina- drátt, sem hann átti vanda til. En ekki er það rjett að lasta sund- kunnáttuna fyrir það, þótt þessir menn færi svona. Loftvarnir Lundúna. Eitt af því, sem Bretar hafa hugs- að sjer að gera, til þess að verja Lundúnaborg fyrir loftárásum, er að afgirða borgina með stálgrind- um. Eiga stálgrindur þessar að ná upp í 3000 metra hæð og eru þær bornar uppi af loftbelgjum. Hjer á myndinni má sjá hvernig menn hafa hugsað sjer þessar girðingar í loftinu. Gömul veitingakona: Hvernig líkar yður hænan? Mikið sá jeg eftir að slátra henni. Gestur: Því trúi jeg vel. Þið hafið líklega verið leiksystur í æsku.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.