Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1936, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1936, Blaðsíða 6
382 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ar voru til þess að komast upp á virkisvegginn, en hermennirnir hoppuðu hver upp á bakið á öðr- uin og seildust upp á virkisbrún- ina. Nokkrir komust yfir en voru brj'tjaðir niður. Og hinir voru hraktir til baka. Inverawe var fremstur í liði Há- lendinga. Hann komst hvað eftir annað upp á virkisvegginn en var jafnharðan hrundið niður aftur. Seinast fell hann helsærður til jarðar. Grant ofursti sá það og flýtti sjer til hans. Inverawe leit á hann ásökunaraugum: — Hvers vegna sagðirðu mjer ekki frá því? Nú er það of seint. Þetta er Ticonderoga, því að jeg hefi sjeð hann. Það voru seinustu orð Inverawe. SAMA daginn sem þessi atburð- ur gerðist langt úti í skóg- unum, voru tvær stúlkur á gangi milli Kilmalien og Inverary. Það voru dætur Inverawe. Þegar þær komu að brúnni á Arrav varð annari litið upp 1 loft- ið — og rak hún þá upp hljóð og greip í handlegg systur sinnar. Hún leit þá líka til himins. Þar sáu þær orustu. Þær sáu fána Há- lendinga og hersveitina sækja fram undir honum. Þektu þær þar marga af ættingjum sínum og vin- um. Þær sáu Campbell Inverawe falla og marga með honum. Þegar þær komu til Inverarv sögðu þær ættingjum og vinum frá því, sem fj'rir sig hefði borið. Þær skrifuðu nöfn þeirra manna, sem þær höfðu sjeð falla, mánaðardag og klukkustund. Eftir viku komu blöðin með frjettirnar af orust- unni hjá Ticonderoga og stóð það alt heima við það, sem þær syst- urnar höfðu skrifað hjá sjer. En löngu áður en blöðin komu var al- menn sorg í Argyll. — Hefir inaður rjett til að opna brjef konu sinnar? — -Já, rjettinn, en ekki hug- rekkið. —Hjerna í bókinni stendur, að sumir fiskar eti sardínur. — En sú vitleysa. Hvernig ætti þeir að geta opnað dósirnar. Helgi Pjeturss.: R 5 ÍTI E GI H i. f grein eftir Þorstein Jósepsson skáld, í Mbl. fyrir sköminu, var sagt frá því hvernig 4 frægir hlaupagarpar þutu tiltekinn spöl á skemri tíma þegar þeir keptu hver með öðrum, en nokkur þeirra hafði getað gert þegar hann kepti einn við aðra, eða þá þreytti skeið þetta einn. Orka þeirra fjögra, þegar þeir eru samtaka, verður meiri en samanlögð orka þeirra, þegar hver keppir sjer. Yirðist þarna koma til greina mjög merki- legt lögmál í lífaflfræði (biodvna- mik), lögmál sem vísindi framtíð- arinnar munu fást mjög mikið við að rannsaka og kenna hvernig færa skuli sjer í nyt. En af goða- sögum má nokkuð ráða, hvernig til hagar, þar sem lögmál þetta er þekt og notað. Allir kannast við megingjarðir Þórs og hversu hon- um „óx ásmegin hálfu“ er hann spenti þeim um sig. Og þarf að vísu ekki annað en þessa sögu,- ef hún er rjett skilin, til að sýna að guðir forfeðra vorra — að gyðjun- um ógleymdum — voru annað og meira en hugarburður hinna trú- uðu. Vitanlega gat þó ekki hjá for- feðrunum verið um neinn skilning að ræða á þessu atriði guðlegrar líffræði. Það er einmitt einkenni á goðasögum, að þar er aldrei um verulegan skilning að ræða — t. d. eru megingjarðir Þórs ekki neitt belti, sem hann geti spent um sig, heldur orkusamband hans við Æsi aðra — en þó eru sögur þessar svo afar merkilegar, af því að vjer fáum þar veður af þrosk- aðra lífi og fullkomnara ástandi en hjer á jörðu er. Og ekki síst er þessi megingjarðasaga merkileg og íhugunarverð. Mannkynið alt gæti margfaldað krafta sína ef menn skildu þetta rjett, uppgötv- uðu það náttúrulögmál, sem hjer kemur til greina og lifðu eftir því. Það sem á ríður er að læra að vera samhuga, samtaka og sam- stiltir um rjett mál. Því betur sem það tekst, því greiðari er aðgang- ur að hinum magnandi krafti til- veruimar. Eða með öðrum orðum, því fremur getur guð náð að koma fram í mönnunum, hjálpað þeim, fært þá nær hinu guðlega. En tak- inark alls lífs er að ná þeirri sam- hverfing og samhæfing, að full- komið samband náist við hinn skapandi kraft. Er þar til mikils að keppa, einsog vjer getum fengið nokkra hugmynd um, ef vjer virðum fyrir oss mikilleika heimsins. En, því miður, gera menn hjer á jörðu svo mikið sem miðar einmitt þveröfugt við það sem vera ætti. Og árangurinn er hverskonar böl og hörmungar. Það er jafnvel einsog náttúruöflin trvllist, þegar mennirnir breyta þvert gegn því sem hinn skapandi kraftur þessa mikla og furðulega heims ætlast til af þeim. II. Yorið 1914 reyndi jeg til að vekja athygli á því, að mannkynið væri statt á þýðingarmeiri vega- mótum en nokkru sinni áður. Fór og þar sem jeg sagði að verða mundi, ef hinni röngu stefnu væri haldið. Mun engum, sem nokkuð hefir um þessi efni hugsað, geta blandast hugur um, að vegferð mannkynsins síðan, hefir verið mjög um ófærur. Þar hefir verið mjög um það að ræða, að brjót- ast og byltast, og greinilega kom- ið í ljós, að engin sú leið sem reynd hefir verið, er hin rjetta. Að vísu .hefir verið eigi alllítið um skilning á því, að samtaka- og vinahugur verði að koma í staðinn fyrir styrjaldar- og streituhugar- farið, og viðleitni í þá átt. En þó eru nú allar horfur á því, að hitt muni mega sín meir, og aldrei hef- ir í sögu inannkynsins verið af öðru ein kappi til bardaga biiist og ó þessum síðustu tímum. Þarf nú ekki um það að efast, hvað

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.