Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.1936, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.1936, Blaðsíða 7
lesbók morgunblaðsins 390 Leikendaskóli konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn liefir nú starfað í 50 ár og þar hafa flestir af bestu leikendum Dana stundað nám, Hjer á myndinni sjást nokkrir af nemendum þeim, sem nú eru í skólanum og kennarinn Thorkild Roose leikari. Fjaðrafok. heima stúlka, sem talin er stærsti kvenmaður í heimi. Hún heitir Saveta Andjelitsch og er aðeins 26 ára, en vegur 252 kg. Fram að 16 ára aldri þroskaðist hún líkt ög önnur börn, en upp frá því t 'c hún að vaxa afskaplega, bæði á liæð og digurð. Fell he:mi þetía afar illa, og þorði lítt að fara út, því að allir gláptu á hana og hlógu að benni. En til þess að hú í kæmist út í garðinn, varð að stækka bakdyrnar að miklum mun. A vorin. Á vorin í laufgrænum lundi jeg lifði oft sæla stund. Heima jeg hugfangiu undi upp í hlíðunum fögru það gladdi lund. Fuglar ljúft og lengi ljeku á hörpustrengi. Sól seig í æginn og sælan kvaddi daginn. Brátt jeg gekk í bólið þröngva, barn jeg var og laus við mein. Vaknaði við sæta söngva, sólin inn um gluggann skein. Valgerður Ólafsdóttir, Austurgötu 41, Hafnarfirði. Næsta Lesbók kemur ekki út fyr en um jólin. Nýtt brauð. 1 Grikklandi hefir það verið bannað að selja nýbök- uð brauð. Ástæðan til þessa er sú. að hörgull er á mjöli þar í landi, en gömul brauð eru miklu drýgri heldur en nýbökuð brauð. * Eggjaát. Samkvæmt skýrslum, sem gefnar hafa verið út í Belgíu um það, hvað þjóðirnar noti mik- ið af eggjum árlega, s.jest það, að í þremur löndum er neyslan rúm- lega 200 egg á mann til jafnað- ar. Það er í Belgíu, Bandaríkjun- um og Kanada. í Englandi er eggjaátið aðeins örlítið minna. * Fimmburarnir. Tveir af fimm- burunum veiktust nýiega hættu- lega af augnveiki. Menn halda að þeir hafi fengið hana af ofbirtu, þegar verið var. að taka kvik- myndína af þeim. * I góðum holdum. Jagodina heit- ir lítið þorp í Jugoslafíu. Þar á Freigátunni „Jylland" hefir verið breytt í gististað fyrir sveita- börn, sem koma kynnisferðir til Kaupmannahafnar, og fyrir „far- fugla“. Hafa verið gerðir fjórir svefnsalir í skipinu og auk þess borðstofur, bókasalur, lesstofa o. fl. Skipið verður látið liggja í „Vötnunum" og þvkir það ágæ+ hugmvnd að nota það á þenUa bátt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.