Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1937, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1937, Blaðsíða 2
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS lega. Og myndataka þessi, eins og allar hinar fyrri, varð að hepnast í fyrsta sinni. Því hvorki jeg eða kvikmyndafjelagið hafði ■efni á því að rústa marga bílana. En hjer kemur mín langa á- rekstrareynsla að gagni. Jeg hefi rannsakað svo nákvæmlega, hvern ig bílar, bifhjól og flugvjelar brotua, að jeg get reiknað alt fullkomlega út fyrirfram. Þó jeg komi með 100—110 krn. hraða, get jeg sagt fyrirfram upp á fet, hvar bíllinn lendir að lokum. En þetta þurfa myndatökumennirnir að vita. Þeir geta treyst mjer, og eru mjer þakklátir fyrir. Því eft- ir því geta þeir hagað sjer, til þess að fá sem nákvæmastar og bestar myndir. * Margir álíta, að árekstrar bíla og flugvjela í kvikmyndum sjeu tilbúningur, alt sje látið gerast með hinni mestu hægð. En svo sje kvikmyndinni snúið með þeim hraða, að áreksturinn verði eðli- legur á myndinni. En þetta er al- veg ógerningur. Þegar á að sýna árekstur með 120 km. hraða, og bílnum væri ekið með 30 km. hraða, þá sæi hver áhorfandi, að myndin væri óeðlileg. En kvikmyndaáhorfendurnir heimta eðlilegar myndir, og þeim kröfum verður að fullnægja. Ráð mín til þess að forðast meiðsli við slíka árekstra eru þessi: Fram að síðasta augnabliki held jeg fast um stýrið, þangað til jeg er viss um, að áreksturinn verði eins og tilætlað er. Þá hnipra jeg mig saman í sætinu og bevgi mig undir áhaldabrettið, og held mjer dauðahaldi í leðurhand- föng, sem þar eru sett handa mjer. En þrátt fyrir allar varúð- arráðstafanir er jeg venjulega all ur blár og marinn að verkinu loknu. Úr bílum þeim, sem notaðir eru til árekstra, er reynt að taka alt, sem maður helst getur meitt sig á, og allar bríkur og áhöld, sem eftir eru, eru vendilega bólstruð. Jafnvel stýrisstöngin er bólstruð. Við erum sjálfir í bólstruðum leð- urfötum. Gler er aðeins haft þar í þessum vögnum, þar sem ekki er hætta á að glerbrotin fari fram an í mann. En mikið af gleri verður samt að vera í bílunum, því glerbrotum þarf að rigna, til þess að gera myndina áhrifameiri. Aðalatriðið fyrir mjer er að lialda fast í leðurhandföngin. Ef jeg misti af þeim, þá myndi jeg þeytast eins og fjaðurbolti lang- ar leiðir út úr vagninum. * Eitt sinn kom jeg í staðinn fyr- ir Jack Hulbert í kvikmyndinni „Bulldog Jack“. Jeg átti að koma í Bentley-vagni með 100 km. hraða og rekast á Erskine-vagn, sem kom á móti mjer. Bentley- vagninn átti að steypast kollhnís við áreksturinn. Margar klukkustundir vann jeg að því að hafa alt sem best und- irbúið og útreiknað undir árekst- urinn, til þess að alt hepnaðist sem best í fyrsta sinn. Jeg setti upp myndavjelarnar á nákvæm- lega rjetta staði, og sagði mynda smiðunum nákvæmlega, hvar vagn minn myndi steypast og hvar hann myndi hætta að renna til og stöðvast alveg. Alt fór að óskum og myndin tókst að öllu leyti prýðilega. Þeg ar hinn þungi vagn minn hitti Erskine-vagninn, varð af á- rekstrinum svo mikið brak og brestir, að það gat heyrst í kíló- meters fjarlægð. Vagninn kút- veltist og kom niður á hliðina. Málmgrind vagnsins sundraðist, sú hlið, sem að myndavjelunum sneri, böglaðist eins og silkipapp- ír. Bæði mynd og hljóðtaka fór að óskum. Jeg kúrði mig niður fyrir framan bílstjórasætið og hugsaði um það eitt, að alt færi sem jeg hefði sagt fyrir. Jeg fjekk kúlu á hnakkann á stærð við hænuegg, en mundi ekk ert hvernig það vildi til. Af mynd inni var hægt að sjá það. Jeg man altaf, hve mikill áhyggju- svipur var á andlitum mynda- smiðanna, er þeir ráku höfuðin inn til mín, þar sem jeg kúrði, til þess að forvitnast um, hvers- vegna jeg kæmi ekki strax út úr va'gnrústinni. • Ódýrasti liðurinn í verðskrá okkar er 'að fara úr einni flug- vjel í aðra í loftinu. Fyrir það tökum við 75 sterlingspund. Það er ekki svipað því eins dýrt, eins og að fara t. d. úr bíl í flugvjel, eða hinsvegar úr flugvjel í bíl, því þá þarf flugvjelin að fljúga svo lágt, að hætta er á að hún rekist á, og þá er lífið í veði, ef eitthvað bregður út af. En dýrastir erum við á því að láta tvær flugvjelar rekast á í lofti, svo þær falli til jarðar. Það tökum við 250 sterlingspund fyr- ir. Þetta gerðum við tveir, fjelagi minn og jeg, í fyrsta sinni í Suð- ur-Frakklandi fyrir nokkrum mán uðum. Það var umferða-cirkus, sem rjeði okkur til þessa. Flug- vjelarnar voru báðar af sömu gerð. Mesta hættan við þetta er sú, að mótor flugvjelanna ýtist aft- ur í flugmannssætið við árekstur- inn og merji flugmanninn. En styrktarslár voru settar til að koma í veg fyrir þetta. Yfirvöldin á staðnum sögðu fyrir um, hvar þetta átti að fara fram. Afmarkað var það svæði, þar sem flugvjelabrotin máttu falla niður á. En áreksturinn mátti ekki gerast hærra en 600 metra uppi í loftinu. Þá var hægt að vera viss um, að flugvjelarn- ar fjellu til jarðar innan settra takmarka. En að áreksturinn skyldi gera í svo lítilli fjarlægð frá jörð, jók áhættu okkar, því þá var minna svigrúm til að nota fallhlífarnar. Aður en við fjelagar flugum upp, rannsökuðum við nákvæm- lega allan útbúnað vjelanna. Alt var tekið á burt, sem fallhlífarn- ar gátu fest á. í bensíngeymunum var ekki bensín nema til nokkurra mínútna flugs. Því við áttum ekki að kveikja í vjelunum. Er við vorum komnir í 600 metra hæð, flugum við í sveig og síðan beint saman á fullri ferð. Með geysi braki rákust vjelarn- ar saman. í flugmannssætinu var ekki svo mikið rúm, að við gætum hnipr- að okkur saman, eins og við bíla- árekstra. Við urðum að sitja kyrr- ir. Jeg beygði höfuðið áfram. En þetta ætlaði að koma mjer illa í koll. Því einmitt þessvegna rak jeg höfuðið svo í, við árekstur- inn, að jeg hafði nær mist með- vitund. Jeg beið sekúndu í sæt-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.