Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1937, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1937, Blaðsíða 6
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hverju er spáð 11 1937 verður utan um hana, er til New York kemur. New-York-búar gera altaf mikið stáss af Hollywood- stjörnum, enda þótt þær sjeu byrjaðar að fölna. Nú þykist „stjarnan" hafa him- in höndum tekið. Ait leikur í lyndi. Hún býr á dýrustu gisti- húsum. Fólk dáir hana með öllu móti. Upptendruð af öllu dálæt- inu skrifar hún Myron Seknick og segir, að hann sje óhæfur um- boðsmaður. Það brjef fer beina leið í pappírskörfuna. En svo undarlega vill til, að þó „stjarnan“ hafi farið til New York til þess að taka aðalhlut- verk á einhverju Broadway-leik- húsi, þá hefir hún engan samning fengið. Þá „kemur í ljós“, að hún hafi fengið mjög álitlegt tilboð frá Englandi.' Hún fer þangað yfrum. Blöðin senda frjettamenn til skips ins í Southampton. Enn koma myndir af henni í blöðunum. Og nokkrar vikur lifir hún í Eng- landi í sælunnar draum. Aðals- fólk, sem vill hafa fræga menn á heimilum sínum, hjóða henni til sín — og nýríkir sömuleiðis. Og veslings „stjarnan" heldur að hún eigi enn ólifað langa frægð. Til Ameríku siglir hún aftur, í dýru, rósaskreyttu farrými. Og þegar til New York kemur, taka blaðamenn kurteislega á móti henni. Næsta dag býst hún við að sjá mynd af sjer á forsíðum blað- anna. En þar er ekki nema 5 lína bæjarfrjett um komu hennar. Það er dauðadómurinn. * Svona er saga margra, kvi'i- mynda-stjarna. Nöfnin verða ekki nefnd. Nú byrjar „lífið eftir dauð ann“. Þegar niðurlægingin er full komin, hverfa þær aftur til Hollywood. Síðar mega þær verða fegnar, ef þær geta krakt. í nokkra dollara fyrir að vera „statistar“ dag og da,sr í senn. Og fyrir kemur, að þær, sem um skeið gátu vaðið í fje og baðað í rósum, verða áður en lýkur að draga fram lífið með fátækra- framfæri. ——--------------- Tvær franskar spákonur hafa látið frjettastofu í tje spádóma um viðburði ársins 1937, og ber þeim saman í mörgum atriðum. Þær eru sammála um, að árið verði mjög viðburðaríkt. Önnur þeirra veitir miðilsfje- lagi forstöðu. Hún heitir Genevi- éve Zalpffel. Yöktu spádómar hennar í fyrra mikla athygli, því hún sagði m. a. fyrir um ófriðinn í Abyssiníu, borgarastyrjöldina á Spáni o. fl., sem fram kom. Hún segir nú m. a.: Borgarastyrjöldin á Spáni verð ur ekki til lykta leidd á þessu ári, en ýmsar aðrar þjóðir taka vaxandi þátt í henni. Miklar her- fylkingar erlendra sjálfboðaliða koma fram á hinn spanska víg- völl. í Belgíu verða menn fyrir mik- illi þjóðarsorg. Ástandið í ítalíu fer versnandi á árinu. Mussolini hefir fengið slæmar ráðleggingar, og iðrast mikið eftir ýmsu, sem hann gerir. Þýski herinn verður á hreyf- ingu, og slær hring um land sitt. Edvarð fyrverandi Englands- konungur mun snúa aftur til ætt- jarðar sinnar, fyr en varir — sem einræðisherra. Hann kemur á rjett um tíma til þess að koma í veg fyrir, að gerður verði samningur milli Breta og Frakka, sem hefði fengið mjög slæmar afleiðingar fyrir Frakkland. í Frakklandi kemur til óeirða á árinu. Jafnvel í sjálfum sölum þingsins kemur til blóðsúthellinga og götusteinar í París verða hlóði drifnir. Miklar breytingar verða á gjaldeyrismálum Frakklands. Mjög ungur maður kemst þar til valda, og allur heimurinn verður undrandi yfir því, hve fljótt hann nær völdunum. Alt í uppnámi þangað til 1939. Spákonan Fraya segir m. a.: Jeg sje að mikil tíðindi gerast á þessu ári í Austur-Asíu. Ófrið- ur, drepsóttir og morð þar eystra verða til þess, að athygli heimsins beinist mest þangað. Rússar og Japanar heyja ófrið um Kína, er verður til þess, að vald Japana rýrnar. Bandaríkin taka ekki þátt í þessum ófriði. En þó verður all- ur floti Bandaríkjanna sendur til Kyrrahafsins. Gula hættan fer minkandi fyr- ir Evrópu. Astandið fer batnandi í Englandi og í Ameríku, og Roosevelt kemst á hátind frægð- ar sinnar. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika mun hinn nýi konungur Breta leiða farsæld yfir þjóð sína. Afskiftum hertogans af Windsor af stjórn- málum er hvergi nærri lokið. Það fellur í hans skaut að taka til sinna ráða, þegar mikið liggur við fyrir hið hreska heimsveldi. Sam- band hans við Mrs. Simpson mun aðeins haldast í fá ár, enda var það ekki einasta ástæðan til þess að hann lagði niður völd. Franco hershöfðingi leggur Madrid undir sig. En borgara- styrjöldin stendur lengi yfir enn. 1 Frakklandi kemst á einræði hersins. Óeirðir verða í landinu, en engin veruleg hylting eða horg arastyrjöld. Á árinu 1937 verður mikið um slys og morð, og munu Evrópu- þjóðir• lifa í sífeldum ótta. Alt verður í uppnámi, þangað til árið 1939. ——<m>-------------

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.