Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1937, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1937, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 35 Smásaga eftir Alexander Bunham . — Keith! Henry Wilson kallaði á mannirm, sem sat í lierberginu við hliðina á svefnherbergi hans. Svo fjell hann útaf á koddann. Andlit gamla mannsins var hrukkótt og skorp- ið, augun innfallin. Gráar hær- urnar sýndust dökkar í saman- burði við líkbleikt andlitið. Hon- um var þungt um andardrátt. Keith Wilson stóð hljóðlega á fætur úr hægindastólnum, og gekk að sjúkrasænginni. Hinn reyndi læknir sá skjótt, að nú átti frændi hans skamt eftir ólifað. Hann hlustaði hjarta sjúklingsins. — Jæja, Keith, sagði 'öldungur- inn. Keith Wilson rjetti úr sjer. — Það verður klukkutími „ða svo. — Klukkutírni, tók gamli mað- urinn upp eftir honum. — Það er lengra en jeg bjóst við. Jeg veit að lijartað er brúð að A’era. Hanu opnaði augun og borfði rannsak- andi á bróðurson sinn. — Klukku- tími er ekki langur. En ýmislegt má þó gera áður en haun er lið- inn. — Hvað ætlaðir þú að segja? — Jeg er að hugsa um Georg. Þii veist hvernig hann fór að því. að missa arf sinn. Hann hleypti sjer i skuldir — og stal frá mjer. Jeg sendi hann á brott — og gerði nýja erfðaskrá. Keith Wilson þagði. — Keith — hjelt gamli maður- in áfram. Símaðu til Devensey málafærslumanns og biddu hann að koma. Jeg verð að gera ykkur jafnhátt undir höfði, Georg. Þeg- ar menn standa við dauðans dyr, þá finna menn best til skyldu sinnar. Jeg ætla að skrifa nýja erfðaskrá. Jeg skifti arfinum á inilli ykkar Georgs. Símaðu því í málafærslumanninn. En flýttu þjer. Þú getur sjálfur skrifað jiangað til hann kemur, eftir minni fyrirsögn. Þjónarnir geta verið vitni. En — því hreyfir þú þig ekki, Keith? Hörkubros ljek um varir Keith. Og hann sagði: — Jeg skal-segja þjer eins og er frændi, hvað jeg var að hugsa. Samkvæmt fvrstu erfðaskrá þinni átti Georg að erfa alt, nema að- eins lítinn hluta, sem átti að renna til mín. En þegar þú varst ósátt- ur við Georg, þá skrifaðir þú aðra erfðaskrá, þar sein þú arfleiddir mig að öllu. Jeg get ekki tekið þátt í því, að þessu verði rift. Jeg er mjög skuldugur orðinn — — Gamli maðurinn lá uin stund hreyfingarlaus, og horfði hvast á bróðurson sinn. Og hann brosti hæðnislega út í annað munnvikið, er hann aftur tók til máls, og sagði: — Jeg hefði gaman að vita hvernig þú komst að því, hvernig seinni erfðaskráin er. — Jeg heyrði af hendingu þeg- ar j)ú sagðir Devensey málafærslu- manni frá þessu. Jeg heyrði nægi- lega mikið til þess að komast að raun um, að allur arfurinn átti að renna til mín, samkvæmt seinni erfðaskránni. Jeg hevrði líka að þú geymdir þessa erfðaskrá hjerna einhversstaðar heima hjá þjer. Gamli maðurinn svaraoi ekki, en brosti hlákulega framan í frænda sinn. Keitli Wilson varð orðfall. „Þú svarar ekki, sagði hann. En jeg veit, að gengið er frá þess- ari erfðaskrá; hún er undirrituð og vottfest, og er hjer á heimilinu. Og því segi jeg þetta? Af því að mjer dettur í hug, að þú kunnir á síðustu stundu að brevta þessu — eða máske eyðileggja þessa erfðaskrá. „Vertu ekki svona ákafur, Keith“, sagði sjúklingurinn. —- Náðu fyrir mig í portvínsflösku í skápnum þarna. Hún er ineð gulum miða. Það er gamalt og gott vín. Rjett að taka hana nú. Þetta verður það síðasta sem jeg drekk, og er best að hafa það eitthvað gott. Keith Wilson náði í flöskuna og tvö glös. Hann skenkti í glösin og studdi frænda sinn meðan hanu drakk. Svo þögðu þeir stuudarkorn. „Því ætti jeg að eyðileggja erfðaskrána?, sagði svo sjúkling- urinn. — Vegna þess að þú varst aldrei sannfærður um sekt Georgs, svar- aði hinn. Allar líkur bentu til að hann væri sekur. En })ú varst aldrei viss. — Hjálpaðu mjer ögn, bað gamli maðurinn. Jeg vil ekki láta neitt af þessu góða víni fara til spillis. Keith Wilson hjelt glasinu upp að vörum hans — og sagði: — Þú verður að hlusta á mig, frændi. Alla mína æfi hefi jeg unnið og þrælað. En ólánið hefir altaf elt mig. Og jeg er kominn í skuldir. Þessvegna hefi jeg orðið að gera mjer vonir um —“. — Já, greip gamli maðurinn fram í. Þú hefir gert ráð fyrir að Georg væri sekur. Viðurkendu að þú hafir gert svo. Reyndu ekki að skrökva að mjer. Keith Wilson beit á vörina. — Jeg álít að Georg sje sak- laus, sagði hann — Jeg vil ekki að þú deyir í þeirri trú, að hann sje glæpamaður. Veikt bros ljek um munn og varir sjúklingsins. „Kveiktu í sígarettu“, bað hann nú. Blástu reyknum yfir rúmið mitt. Það væri svo gott að finna ilminn úr góðri sígarettu. Keith Wilson kveikti í sígar- ettu er hann tók úr veski sínu, og bljes reyknum vfir gainla manninn. — Nei, þessi lykt líkar mjer ekki, sagði hann. Jeg þoli ekki lykt af Austurlanda sígarettum. Gættu að hvort ekkert er eftir í sígarettuöskjunni þarna á borð- FRAMH. Á BLS. 38. Erfðaskráin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.