Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1937, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1937, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 37 helgu Ernen og Fiescherjökull (Wallis), á þá sem hröpuðu og legðu bless- un sína yfir þá í hrapiuu, svo þeir þyrftu ekki að lenda með kolmó- rauða samvisku og synduga sál niður í dýki kvalastaðarins. ó það falli venjulega ekki í hlut nema gæslumannsins eins, að ganga meðfram vatns- leiðslunum, er það samt sem áður metnaðarmál flestra ungra manna þar um slóðir, að hafa einhverju sinni gengið þessa haattugöngu. Og það var alls ekki að ástæðu- lausu, því að í sumum þorpum og sveitafjelögum voru það jafnvel skráð lög, að enginn kæmist í hreppsnefnd sem ekki hefði ein- hverntíma vogað sjer meðfram leiðslunum, og því síður að hann kæmist á þing. En það sem verra var: Ungar stúlkur settu það að skilyrði fyrir jáyrði sínu við bið- ilinn, að hann hefði uppfylt skyldu skyldanna að hafa gengið með „vötnunum helgu“. Það hefir verið venja síðan siig- ur hófust á þessum slóðum, að vatninu væri hleypt í stokkana fyrsta mánudag í aprílmánuði og stundvíslega kl. 12 á miðnætti. Eu áður verða vínbændurnir og gæslumaðurinn að hafa gert við og endurbætt rennustokkana svo þeir leki ekki. Þar sem hætta er á, að grjót eða ruðningur falli niður í stokkana eru þeir lokaðir að ofan; verður stundum að skríða í gegnum þessar lokuðu rennur til að hreinsa þær, og þykir það ilt verk og erfitt. Er til saga um það, að einhverju smni þegar maður nokkur var sendur í gegn- um lokaða rennu, hjeit hann sig rekast á sjálfan myrkrahöfðingj- ann þar inni, hann fann eitthvað loðið og mjtikt og sá í g^ænar, bræðilega starandi glyrnur. Mað- urinn varð hálf vitstola af hræðslu og skelfingu, hamt komst hvorki aftur á bak nje áfram en hrópaði í dauðans angist: ..Mamma! Mamma ! Djöfullinn!“ Þetta hljóð aði hann í sífellu þangað til menn- irnir, sem með honum voru. heyrðu til ltans og hjeldu að hann væri kominn í lífsliættu; sáu þeir sjer ekki annað fært en brjóta upp rennustokkana til að bjarga honurn og vita hvað urn væri að vera. Djöfullinn sem hann sá, og sent hann hafði skelfst svo óskap- lega, lá við hliðina á honum, — það var dauður geithafur, sem í einhverju ógáti hafði skriðið þarna inn, en ekki koinist út aftur og látið Íífið. egna þess að vatnið er jökul- vatn, flytur það með sjer jökulleðju, svo þykka, að landið sem vatnið flæðir yfir smáhækkar, víðast hvar um 1 meter á hverjum 100 árum. Áburðarefni eru svo ntikil í vatninu, að álitið er, að gróðurmagn þess jarðvegs fer- faldist, sem það flæðir yfir. Þar sem trjástokkarnir enda, eru grafnir örmjóir skurðir eða rennur niður í lönd vínbændanna, og er hafður útbúnaður til þess að stöðva vatnsrensli til eins og bæta við annan, eftir vild. Yar gæslumaður vatnsleiðslanna ein- valdur yfir úthlutuu vatnsins og voru allir skyldir að hlýta úr- skurði ltans. í æfagömlum skjöl- um, svokallaðri ,,landbók“, er vín- ekrueign hvers einasta bónda ná- kvæmlega innfærð, og eins hve tnikið vatnsmagn honuin ber. Þriðja hvert ár komu allir vín- bændur saman og sóru eið að því, að nota ekki meir hið „heilaga vatn“ en brýnasta nauðsyn krefði, og hvorki að auðga sjálfa sig á annara kostnað nje skemma leiðsl- ur nágranna sinua á nokkurn hátt. Áður var dauðarefsing lögð við því, að rjúfa þenna eið. atnsleiðslurnar í Wallis eru þeim mun nteira undrunar- efni, sem þær hafa verið gerðar fyrir rnörg hundruð árum síðan, þegar tæknin var ekki til í neitt svipaðri mynd og hún er nú. Það veit enginn hver hefir átt frurn- drögin að hugmyndimii, það veit enginn hver eða hverjir hafa stjórnað framkvæmd fyrirtækis- ins, og það fara heldur engar sög- ur af því, hvernig þetta var gert, hve miklu var fórnað fyrir það, nje hvenær það er gert. Þó bendir ýmislegt til þess, að þetta hafi verið frainkvæmt á herveldistím- um Rómverja. En hvað sem því líður, þá er auðsætt, að fyrirtækið hefir ekki verið unnið til frægðar, ekki til þess að láta umheiminn dást að því, heldur hefír það ver- ið gert af brýnni þörf, af óbif- andi bjartsýni og trú á árangur starfsins, og hugrekki og dirfsku sem engin takmörk liafa verið sett. í stað þess að geyma skráðar minningar um frumkvöðla þessa ntikla þrekvirkis, nöfn þeirra, framkvæmdir og líferni, geyrna íbúarnir æfagainla þjóðsögu, sem gengið hefir mann fram af manni, og sem skýrir uppruna og tildrög-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.